Alonso prófar Indycar í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 13:30 Alonso í Indianapolis í fyrra. Hann tók sér frí frá Formúlu 1 til þess að keppa í þessum stærsta kappakstri heims. Vísir/Getty McLaren-liðið hefur staðfest að tvöfaldi Formúlu 1-meistarinn Fernando Alonso ætli að prófa Indycar-bíl í Bandaríkjunum í næstu viku. Stutt er síðan Alonso tilkynnti um að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið og mikið hefur verið rætt um að hann gæti haldið vestur um haf í Indycar-mótaröðina. Alonso mun prófa núverandi útgáfu Indycar-bíls Andretti Autosport liðsins á Barber-brautinni í Alabama á miðvikudag. Motorsport.com segir að prófunin verði lokuð fjölmiðlum og almenningi. Ekkert hefur verið staðfest um hvar Alonso ekur á næsta tímabili. Spánverjinn er þó sagður áhugasamur um að sigra í Indy 500-kappakstrinum og fullkomna þar með svonefnda „þrefalda kórónu“ aksturíþrótta: sigur í Indy, Mónakó og Les Mans. Vangaveltur hafa verið um að Alonso gæti að minnsta kosti keppt í Indy 500-kappakstrinum á næsta ári líkt og hann gerði í fyrra. Hann er þó talinn vilja keppa heilt tímabil vestanhafs til þess að auka möguleika sína á sigri í Indianapolis.McLaren boss @ZBrownCEO confirms that @alo_oficial will test an Indycar next week, as he looks at 2019 — Andrew Benson (@andrewbensonf1) August 31, 2018Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Indycar-kappaksturinn sem fór fram á Barber-brautinni í apríl. Formúla Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
McLaren-liðið hefur staðfest að tvöfaldi Formúlu 1-meistarinn Fernando Alonso ætli að prófa Indycar-bíl í Bandaríkjunum í næstu viku. Stutt er síðan Alonso tilkynnti um að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið og mikið hefur verið rætt um að hann gæti haldið vestur um haf í Indycar-mótaröðina. Alonso mun prófa núverandi útgáfu Indycar-bíls Andretti Autosport liðsins á Barber-brautinni í Alabama á miðvikudag. Motorsport.com segir að prófunin verði lokuð fjölmiðlum og almenningi. Ekkert hefur verið staðfest um hvar Alonso ekur á næsta tímabili. Spánverjinn er þó sagður áhugasamur um að sigra í Indy 500-kappakstrinum og fullkomna þar með svonefnda „þrefalda kórónu“ aksturíþrótta: sigur í Indy, Mónakó og Les Mans. Vangaveltur hafa verið um að Alonso gæti að minnsta kosti keppt í Indy 500-kappakstrinum á næsta ári líkt og hann gerði í fyrra. Hann er þó talinn vilja keppa heilt tímabil vestanhafs til þess að auka möguleika sína á sigri í Indianapolis.McLaren boss @ZBrownCEO confirms that @alo_oficial will test an Indycar next week, as he looks at 2019 — Andrew Benson (@andrewbensonf1) August 31, 2018Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Indycar-kappaksturinn sem fór fram á Barber-brautinni í apríl.
Formúla Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45
Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20