Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Lýður Árnason skrifar 8. maí 2018 07:00 Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun