Túrverkja- og tíðarhvarfamiðstöð? Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 18. október 2018 20:12 Það kom lítið á óvart þegar fréttir bárust af því að heilbrigðisráðherra vildi stefna að opnun heilsugæslu fyrir konur að nokkrir læknar myndu rísa upp á móti þeirri hugmynd. Í hvert skipti sem heilbrigðisráðherra og forverar hennar í starfi hafa komið með hugmyndir um að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins betur hafa fáir en háværir læknar risið upp á móti og lýst yfir andstöðu við slík áform. Það er ekki að undra, enda skiljanlegt að mörgum þyki erfitt sé að treysta á þekkingu annarra með þá löngu menntun og þjálfun sem þeir hafa.Dæmigerð viðbrögð Þegar öllu er á botninn hvolft er þó ólíklegt að sérfræðingur í gigtar- og lyflæknisfræði, sem tjáði sig opinberlega um þetta mál sé með sömu þekkingu og skilning á þörf kvenna fyrir heilbrigðisþjónustu er lítur að barneignum og/eða kvillum sem tengjast kvenlíffærum og ljósmóðir sem hefur sérhæft sig í þessum málum. Því er mikilvægt að raddir þeirra sem rísa upp á móti hugmyndum til að bæta heilbrigði kvenna nái ekki brautargengi eingöngu vegna stöðu þeirra í valdapýramída heilbrigðiskerfisins.Er Svandís „gengin af göfflum og skeiðum og hnífum“? ...Líkt og annar læknir hélt fram í sömu umfjöllun. Nei, þessi hugmynd er ekki sjálfsprottin af íslenskum ljósmæðrum eða heilbrigðisráðherra líkt og halda mætti af umfjölluninni um málið. Í Hollandi, Svíþjóð og Bretlandi hafa Ijósmæður t.a.m. leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum að loknu sérstöku námskeiði í lyfjafræði. Skilvirkni þjónustunnar er mikil þar sem ljósmæður geta bæði veitt ráðgjöf um getnaðarvarnir og ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum til heilbrigðra kvenna. Í grundvallaratriðum fela áform Svandísar í sér að ljósmæður myndu sinna sérstakri þjónustu við konur á heilsugæslustöð eða móttöku, líkt og tíðkast t.d. í Svíþjóð undir nafninu Kvinnohälsa. Þar í landi eru þetta ljósmóðurreknar móttökur sem bjóða upp á mæðravernd, getnaðarvarnarráðgjöf, leghálsstrok, ráðgjöf og fleira sem tengist kvenlíkamanum. Ljósmæðurnar eru í samstarfi við kvensjúkdómalækna og vísa skjólstæðingum sínum þangað ef þörf er á. Það sem liggur að baki er að ýmsar upplýsingar um heilsufar og vandamál koma upp á yfirborðið í mæðravernd, sem snúa bæði að heilsufari tengt meðgöngu en einnig vegna kvenlíffæra konunnar og/eða sálfélagslegra aðstæðna. Ástæða þess að þessar upplýsingar koma fram í mæðravernd skýrist af tíðu eftirliti sem skapar traust samband ljósmóður og konu á meðgöngu. Eftir að barnið er fætt fellur þjónustan niður og eftirfylgnin er engin.Móttaka fyrir konur Ljósmæður sinna eftirliti, forvörnum, og meðferð í tengslum við barneignarferlið og þá kvilla og sjúkdóma sem geta komið upp í tengslum við kvenlíffæri þeirra. Líkt og Áslaug, formaður Ljósmæðrafélags Íslands bendir á, væri kvennamóttaka sem þessi hugsuð sem þjónusta við konur sem eru ekki endilega veikar. Það má því segja að þetta væri ráðgjafarþjónusta fyrir ýmislegt sem tengist kvenheilsu, svo sem sveppasýkingar, túrverkir, getnaðarvarnir, ófrjósemi og væg breytingaskeiðsvandamál. Einnig væri hægt að veita aðstoð við brjóstagjöf fyrir konur sem geta ekki lengur sótt þjónustu á sængurlegudeild Landspítalans. Heilsugæsla með sérstakri móttöku fyrir konur myndi hafa gríðarlegt forvarnargildi. Má t.a.m. nefna mikilvægi þjónustu fyrir meðgöngu (e. pre-pregnancy service) þar sem konur með sálfélagsleg og/eða líkamleg vandamál, svo sem offitu eða andlega vanlíðan, fá ráðgjöf og aðstoð við að skipuleggja barneignir til þess að ferlið verði sem ánægjulegast og öruggast. Má einnig nefna þjónustu eftir meðgöngu (e. post pregnancy service) þar sem konur mæta með 6 vikna gömul börn sín í eftirfylgd til þeirrar ljósmóður sem sinnti þeim í mæðravernd í eftirskoðun (ef þarf) og til að ræða fæðinguna og núverandi ástand. Hefur slíkt viðtal mikið forvarnargildi fyrir síðari barneignir ef um erfiða upplifun eða einhver vandamál er að ræða.Vitundarvakning Í upphafi læknisfræðinnar voru krufningar einungis gerðar á karlmönnum og gengið var út frá því að karl- og kvenlíkaminn væru í stórum dráttum eins. Síðustu áratugi hefur orðið vitundarvakning þar á og aukin athygli beinist nú að ýmsum sjúkdómum sem eiga rætur að rekja í hormónastarfsemi og líffæra kvenna, líkt og brjósta- og leghálskrabbamein, endómetríósa og fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS). Þá má nefna að Öryrkjabandalag Íslands samþykkti á aðalfundi sínum fyrr í þessum mánuði að taka samtök um endómetríósu inn í bandalagið með það að markmiði að veita konum með endómetríósu og aðstandendum þeirra enn betri þjónustu. Var það mikið fagnaðarefni þar sem endómetríósa er sjúkdómur sem leggst einungis á konur og hafa þær konur sem glíma við sjúkdóminn lengi mætt miklu skilningsleysi og fordómum, bæði innan heilbrigðiskerfisins og utan þess um langt skeið. Því fagna ég aukinni vitund samfélagsins um heilbrigði kvenna og hvet heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur um að standa við áform sín, þrátt fyrir háværar yfirlýsingar einstakra lækna.Höfundur er ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það kom lítið á óvart þegar fréttir bárust af því að heilbrigðisráðherra vildi stefna að opnun heilsugæslu fyrir konur að nokkrir læknar myndu rísa upp á móti þeirri hugmynd. Í hvert skipti sem heilbrigðisráðherra og forverar hennar í starfi hafa komið með hugmyndir um að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins betur hafa fáir en háværir læknar risið upp á móti og lýst yfir andstöðu við slík áform. Það er ekki að undra, enda skiljanlegt að mörgum þyki erfitt sé að treysta á þekkingu annarra með þá löngu menntun og þjálfun sem þeir hafa.Dæmigerð viðbrögð Þegar öllu er á botninn hvolft er þó ólíklegt að sérfræðingur í gigtar- og lyflæknisfræði, sem tjáði sig opinberlega um þetta mál sé með sömu þekkingu og skilning á þörf kvenna fyrir heilbrigðisþjónustu er lítur að barneignum og/eða kvillum sem tengjast kvenlíffærum og ljósmóðir sem hefur sérhæft sig í þessum málum. Því er mikilvægt að raddir þeirra sem rísa upp á móti hugmyndum til að bæta heilbrigði kvenna nái ekki brautargengi eingöngu vegna stöðu þeirra í valdapýramída heilbrigðiskerfisins.Er Svandís „gengin af göfflum og skeiðum og hnífum“? ...Líkt og annar læknir hélt fram í sömu umfjöllun. Nei, þessi hugmynd er ekki sjálfsprottin af íslenskum ljósmæðrum eða heilbrigðisráðherra líkt og halda mætti af umfjölluninni um málið. Í Hollandi, Svíþjóð og Bretlandi hafa Ijósmæður t.a.m. leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum að loknu sérstöku námskeiði í lyfjafræði. Skilvirkni þjónustunnar er mikil þar sem ljósmæður geta bæði veitt ráðgjöf um getnaðarvarnir og ávísað hormónatengdum getnaðarvörnum til heilbrigðra kvenna. Í grundvallaratriðum fela áform Svandísar í sér að ljósmæður myndu sinna sérstakri þjónustu við konur á heilsugæslustöð eða móttöku, líkt og tíðkast t.d. í Svíþjóð undir nafninu Kvinnohälsa. Þar í landi eru þetta ljósmóðurreknar móttökur sem bjóða upp á mæðravernd, getnaðarvarnarráðgjöf, leghálsstrok, ráðgjöf og fleira sem tengist kvenlíkamanum. Ljósmæðurnar eru í samstarfi við kvensjúkdómalækna og vísa skjólstæðingum sínum þangað ef þörf er á. Það sem liggur að baki er að ýmsar upplýsingar um heilsufar og vandamál koma upp á yfirborðið í mæðravernd, sem snúa bæði að heilsufari tengt meðgöngu en einnig vegna kvenlíffæra konunnar og/eða sálfélagslegra aðstæðna. Ástæða þess að þessar upplýsingar koma fram í mæðravernd skýrist af tíðu eftirliti sem skapar traust samband ljósmóður og konu á meðgöngu. Eftir að barnið er fætt fellur þjónustan niður og eftirfylgnin er engin.Móttaka fyrir konur Ljósmæður sinna eftirliti, forvörnum, og meðferð í tengslum við barneignarferlið og þá kvilla og sjúkdóma sem geta komið upp í tengslum við kvenlíffæri þeirra. Líkt og Áslaug, formaður Ljósmæðrafélags Íslands bendir á, væri kvennamóttaka sem þessi hugsuð sem þjónusta við konur sem eru ekki endilega veikar. Það má því segja að þetta væri ráðgjafarþjónusta fyrir ýmislegt sem tengist kvenheilsu, svo sem sveppasýkingar, túrverkir, getnaðarvarnir, ófrjósemi og væg breytingaskeiðsvandamál. Einnig væri hægt að veita aðstoð við brjóstagjöf fyrir konur sem geta ekki lengur sótt þjónustu á sængurlegudeild Landspítalans. Heilsugæsla með sérstakri móttöku fyrir konur myndi hafa gríðarlegt forvarnargildi. Má t.a.m. nefna mikilvægi þjónustu fyrir meðgöngu (e. pre-pregnancy service) þar sem konur með sálfélagsleg og/eða líkamleg vandamál, svo sem offitu eða andlega vanlíðan, fá ráðgjöf og aðstoð við að skipuleggja barneignir til þess að ferlið verði sem ánægjulegast og öruggast. Má einnig nefna þjónustu eftir meðgöngu (e. post pregnancy service) þar sem konur mæta með 6 vikna gömul börn sín í eftirfylgd til þeirrar ljósmóður sem sinnti þeim í mæðravernd í eftirskoðun (ef þarf) og til að ræða fæðinguna og núverandi ástand. Hefur slíkt viðtal mikið forvarnargildi fyrir síðari barneignir ef um erfiða upplifun eða einhver vandamál er að ræða.Vitundarvakning Í upphafi læknisfræðinnar voru krufningar einungis gerðar á karlmönnum og gengið var út frá því að karl- og kvenlíkaminn væru í stórum dráttum eins. Síðustu áratugi hefur orðið vitundarvakning þar á og aukin athygli beinist nú að ýmsum sjúkdómum sem eiga rætur að rekja í hormónastarfsemi og líffæra kvenna, líkt og brjósta- og leghálskrabbamein, endómetríósa og fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS). Þá má nefna að Öryrkjabandalag Íslands samþykkti á aðalfundi sínum fyrr í þessum mánuði að taka samtök um endómetríósu inn í bandalagið með það að markmiði að veita konum með endómetríósu og aðstandendum þeirra enn betri þjónustu. Var það mikið fagnaðarefni þar sem endómetríósa er sjúkdómur sem leggst einungis á konur og hafa þær konur sem glíma við sjúkdóminn lengi mætt miklu skilningsleysi og fordómum, bæði innan heilbrigðiskerfisins og utan þess um langt skeið. Því fagna ég aukinni vitund samfélagsins um heilbrigði kvenna og hvet heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur um að standa við áform sín, þrátt fyrir háværar yfirlýsingar einstakra lækna.Höfundur er ljósmóðir.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun