Viðskipti innlent

Opna mathöll í Kringlunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Unnið er hörðum höndum að því að standsetja rýmið, þar sem opnuð verður mathöll á nýju ári.
Unnið er hörðum höndum að því að standsetja rýmið, þar sem opnuð verður mathöll á nýju ári. Vísir/Vilhelm

Fyrirhugað er að veitingasvæði Kringlunnar, hið svokallaða Stjörnutorg, muni í náinni framtíð fá andlitslyftingu. Framkvæmdir standa nú yfir í vesturhorni torgsins, sem áður hýsti NK Café, en þar stendur til að standsetja rými fyrir fjölda lítilla matsölustaða - það sem í dag er kallað „mathöll.“Að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, er ætlunin að í rýminu muni minni rekstraraðilar fá pláss til að gera matreiðslu sinni hátt undir höfði.  Áherslan verði lögð á einyrkja, en ekki samstæður - sem eru fyrirferðamiklar á Stjörnutorginu sjálfu.Hann segir talsverðan áhuga vera á rýminu, þó ekki sé búið að staðfesta endanlega hvaða veitingasala verður í mathöllinni. Stefnan sé sett á að opna rýmið í febrúar eða mars á næsta ári.Sigurjón segir að vonir standi einnig til að opnun mathallarinnar muni gefa forsmekkinn af því sem koma skal á Stjörnutorgi. „Þetta útlit sem verður til í mathöllinni mun hægt og rólega fikra sig út á sjálft Stjörnutorgið, sem mun svo sjálft taka breytingum,“ útskýrir Sigurjón.Ekki sé búið að taka endanlegar ákvarðanir um það hvað þær breytingar fela í sér en að í þeim efnum liggi „allt undir,“ að sögn Sigurjóns. „Ákveðinn grunnur“ verði þó alltaf til staðar, þrátt fyrir útlitsbreytingar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.