Umræðan María Bjarnadóttir skrifar 8. júní 2018 07:00 Reglulega er kallað eftir umræðu. Einhvern veginn vill það sérstaklega verða þegar um er að ræða margslungin mál sem krefjast einhvers annars en umræðu. Kannski þurfa þau frekar rannsóknir, úttektir, skýringar, eða bara tíma. Stundum þarf sannarlega umræðu, en annars konar umræðu. Til dæmis þarf stundum vitræna umræðu, en það er bara í boði umræða á skökkum forsendum eða villandi umræða. Stundum er umræðan þannig að fólk sem á erindi í hana nennir ekki að taka þátt því það hefur ekki áhuga á að grafast undir í samfélagsmiðlaumræðu; sem margir telja þó vettvang hinnar lýðræðislegu umræðu. Það fjölgar í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum tækja og samfélagsmiðla á stöðu lýðræðisins í vestrænum ríkjum. Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var brautryðjandi í notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu, er þeirra á meðal og hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að fólk taki líka umræðu án aðkomu tækninnar. Svolítið retró kannski, en hann er meðal þeirra sem telja að umræða um erfið eða flókin mál krefjist þess að fólk sjái hvert annað til þess að skilja merkingu orða og samskipta; geti greint kaldhæðni og áttað sig á tvíræðni áður en það bregst við. Það sé erfitt þegar stafabilin eru takmörkuð. Það tekur tíma að móta sér afstöðu. Fólk þarf að hafa svigrúm til þess að máta við sig skoðanir og stefnur án þess að vera brennimerkt þeim um aldur og ævi. Við stökkvum ekki öll fullskapað stjórnmálafólk út úr hausnum á foreldrum okkar með djúpa sannfæringu og heildarsýn á öll heimsins málefni í farteskinu. Það þarf að vera hægt að skipta um skoðun. Í stafrænum samskiptaheimi verður þetta æ erfiðara. Það þarf jú að taka umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega er kallað eftir umræðu. Einhvern veginn vill það sérstaklega verða þegar um er að ræða margslungin mál sem krefjast einhvers annars en umræðu. Kannski þurfa þau frekar rannsóknir, úttektir, skýringar, eða bara tíma. Stundum þarf sannarlega umræðu, en annars konar umræðu. Til dæmis þarf stundum vitræna umræðu, en það er bara í boði umræða á skökkum forsendum eða villandi umræða. Stundum er umræðan þannig að fólk sem á erindi í hana nennir ekki að taka þátt því það hefur ekki áhuga á að grafast undir í samfélagsmiðlaumræðu; sem margir telja þó vettvang hinnar lýðræðislegu umræðu. Það fjölgar í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum tækja og samfélagsmiðla á stöðu lýðræðisins í vestrænum ríkjum. Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var brautryðjandi í notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu, er þeirra á meðal og hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að fólk taki líka umræðu án aðkomu tækninnar. Svolítið retró kannski, en hann er meðal þeirra sem telja að umræða um erfið eða flókin mál krefjist þess að fólk sjái hvert annað til þess að skilja merkingu orða og samskipta; geti greint kaldhæðni og áttað sig á tvíræðni áður en það bregst við. Það sé erfitt þegar stafabilin eru takmörkuð. Það tekur tíma að móta sér afstöðu. Fólk þarf að hafa svigrúm til þess að máta við sig skoðanir og stefnur án þess að vera brennimerkt þeim um aldur og ævi. Við stökkvum ekki öll fullskapað stjórnmálafólk út úr hausnum á foreldrum okkar með djúpa sannfæringu og heildarsýn á öll heimsins málefni í farteskinu. Það þarf að vera hægt að skipta um skoðun. Í stafrænum samskiptaheimi verður þetta æ erfiðara. Það þarf jú að taka umræðuna.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun