Athugasemdir Þengils Björnssonar við fréttaskrif Fréttablaðsins Þengill Björnsson skrifar 8. júní 2018 15:02 Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. Ég fer hér yfir nokkur atriði greinarinnar, sem varða mig persónulega og leiðrétti þar sem hallar réttu máli. 1. Ég og minn góði félagi Páll erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum: ÞETTA ER RÉTT 2. Ég hafi unnið fyrir Pál í prófkjöri hans: ÞETTA ER RANGT. Það gerðu hinsvegar nokkrir vinir mínir og gerðu bara virkilega vel. 3. Ég mun skv. greininni hafa “beitt mér óformlega” fyrir framboðið Fyrir Heimaey: ÞETTA ER RANGT. Ég kom þar hvergi nærri, ég beitti mér hvorki beint né óbeint í kosningunum í Eyjum og hef því miður ekki komið til Eyja um alllangt skeið. Lofa þó að mæta á næstu Þjóðhátíð, svo fremi sem allir séu í stuði. Reyndar tel ég að Elliði Vignisson hafi ætið staðið sig vel sem ötull talsmaður Vestmannaeyinga og sjálfstæðisstefnunnar. 4. Samkvæmt greininni eru til þeir í forystu Sjálfstæðisflokksins sem vilja losna við mig þaðan: ÞETTA ER LÍKLEGA RÉTT, ÞEIR AÐILAR ERU VÆNTANLEGA TIL. Þannig er það í pólitík að menn takast á, og til eru þeir sem vilja fremur flæma fólk í burtu en að sameina í einum öflugum hópi. Ég er ekki einn þeirra því ég vil sjá sem flesta í flokknum okkar, þar með talda Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og alla hennar góðu stuðningsmenn. 5. Ég ku samkvæmt heimildum Aðalheiðar þrífast á innanflokksátökum: ÞETTA ER RANGT. Ég þrífst á því að vinna með skemmtilegu, áhugaverðu og duglegu fólki, innan sem utan flokks. Að segja að ég þrífist á átökum er eiginlega ekki svaravert, dylgjur, illa sagt, særandi og engum til sóma. 6. Þá herma heimildir blaðsins að ég hafi orðið “sjóðillur” yfir því að Páll Magnússon hafi ekki orðið ráðherra við myndun síðustu ríkisstjórnar: ÞETTA ER RANGT. Ég hefði gjarnan viljað sjá Pál verða ráðherra en skil vel þá erfiðu stöðu sem formaður flokksins var í og virði hans niðurstöðu. Ég er bara flokksmaður líkt og tugþúsundir annarra og hef voða lítið um ráðherraskipan að segja. 7. Samkvæmt niðurlagi greinarinnar er ég í pólitík til til að verða mér út um vel launaða aðstoðarmannsstöðu: ÞETTA ER RANGT. Ég hef aldrei sóst eftir slíku starfi en hefði gaman af því að hitta heimildarmanninn sem er svona fróður um mín framtíðaráform. Þegar svona fréttir eru unnar er mikilvægt að blaðamaður kanni til hlítar þær fullyrðingar sem fram eru settar og leyfi mismunandi sjónarmiðum aðila að koma fram. Ekki síst þegar um er að ræða ærumeiðandi fullyrðingar eins og þær sem fram voru settar um mig og mín störf í Sjálfstæðisflokknum. Aldrei var haft samband við mig við vinnslu greinarinnar. Ég hefði með mikilli ánægju leiðrétt þær rangfærslur sem ég rakti hér að ofan. Ég nota gmail, snapchat, facebook, wechat, hina rússnesku fésbók Vkontakte, gsm, sms og hendi einstaka sinnum í mms og því hefði ekki verið flókið að ná í mig. Ég veit líka að aldrei var haft samband við vin minn Janus Arn Guðmundsson sem fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vann dag og nótt að því að tryggja flokknum okkar sigur í Reykjavík og kom líkt og ég hvergi nærri kosningabaráttu Fyrir Heimaey. Mín ráðlegging til blaðamanns Fréttablaðsins er einföld: Vanda sig betur.Höfundur er félagi í Sjálfstæðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Blaðamaður Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar í gær 7. júní frétt um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. Þar er margt sem hinn ágæti blaðamaður hefði átt að kanna betur í nafni vandaðrar blaðamennsku. Ég fer hér yfir nokkur atriði greinarinnar, sem varða mig persónulega og leiðrétti þar sem hallar réttu máli. 1. Ég og minn góði félagi Páll erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum: ÞETTA ER RÉTT 2. Ég hafi unnið fyrir Pál í prófkjöri hans: ÞETTA ER RANGT. Það gerðu hinsvegar nokkrir vinir mínir og gerðu bara virkilega vel. 3. Ég mun skv. greininni hafa “beitt mér óformlega” fyrir framboðið Fyrir Heimaey: ÞETTA ER RANGT. Ég kom þar hvergi nærri, ég beitti mér hvorki beint né óbeint í kosningunum í Eyjum og hef því miður ekki komið til Eyja um alllangt skeið. Lofa þó að mæta á næstu Þjóðhátíð, svo fremi sem allir séu í stuði. Reyndar tel ég að Elliði Vignisson hafi ætið staðið sig vel sem ötull talsmaður Vestmannaeyinga og sjálfstæðisstefnunnar. 4. Samkvæmt greininni eru til þeir í forystu Sjálfstæðisflokksins sem vilja losna við mig þaðan: ÞETTA ER LÍKLEGA RÉTT, ÞEIR AÐILAR ERU VÆNTANLEGA TIL. Þannig er það í pólitík að menn takast á, og til eru þeir sem vilja fremur flæma fólk í burtu en að sameina í einum öflugum hópi. Ég er ekki einn þeirra því ég vil sjá sem flesta í flokknum okkar, þar með talda Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og alla hennar góðu stuðningsmenn. 5. Ég ku samkvæmt heimildum Aðalheiðar þrífast á innanflokksátökum: ÞETTA ER RANGT. Ég þrífst á því að vinna með skemmtilegu, áhugaverðu og duglegu fólki, innan sem utan flokks. Að segja að ég þrífist á átökum er eiginlega ekki svaravert, dylgjur, illa sagt, særandi og engum til sóma. 6. Þá herma heimildir blaðsins að ég hafi orðið “sjóðillur” yfir því að Páll Magnússon hafi ekki orðið ráðherra við myndun síðustu ríkisstjórnar: ÞETTA ER RANGT. Ég hefði gjarnan viljað sjá Pál verða ráðherra en skil vel þá erfiðu stöðu sem formaður flokksins var í og virði hans niðurstöðu. Ég er bara flokksmaður líkt og tugþúsundir annarra og hef voða lítið um ráðherraskipan að segja. 7. Samkvæmt niðurlagi greinarinnar er ég í pólitík til til að verða mér út um vel launaða aðstoðarmannsstöðu: ÞETTA ER RANGT. Ég hef aldrei sóst eftir slíku starfi en hefði gaman af því að hitta heimildarmanninn sem er svona fróður um mín framtíðaráform. Þegar svona fréttir eru unnar er mikilvægt að blaðamaður kanni til hlítar þær fullyrðingar sem fram eru settar og leyfi mismunandi sjónarmiðum aðila að koma fram. Ekki síst þegar um er að ræða ærumeiðandi fullyrðingar eins og þær sem fram voru settar um mig og mín störf í Sjálfstæðisflokknum. Aldrei var haft samband við mig við vinnslu greinarinnar. Ég hefði með mikilli ánægju leiðrétt þær rangfærslur sem ég rakti hér að ofan. Ég nota gmail, snapchat, facebook, wechat, hina rússnesku fésbók Vkontakte, gsm, sms og hendi einstaka sinnum í mms og því hefði ekki verið flókið að ná í mig. Ég veit líka að aldrei var haft samband við vin minn Janus Arn Guðmundsson sem fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar vann dag og nótt að því að tryggja flokknum okkar sigur í Reykjavík og kom líkt og ég hvergi nærri kosningabaráttu Fyrir Heimaey. Mín ráðlegging til blaðamanns Fréttablaðsins er einföld: Vanda sig betur.Höfundur er félagi í Sjálfstæðisflokknum.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar