Löglegt en yfirmáta lélegt Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 19. október 2018 14:29 Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun