Axel tekur sér frí frá körfubolta og ætlar að vinna í veikleikum sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. september 2018 14:00 Axel fagnar hér bikarmeistaratitlinum með Stólunum. fréttablaðið/hanna Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Fyrrum landsliðsmaðurinn Axel Kárason mun ekki taka slaginn með Tindastóli í Dominos-deild karla í vetur. Hann útilokar þó ekki að snúa aftur næsta vetur og segist ekki vera hættur. „Ég er ekki hættur. Þetta er bara smá pása hjá mér,“ segir Axel og gerir ekki ráð fyrir því að snúa aftur eftir jól og klára tímabilið. „Ég hef sagt forráðamönnum Tindastóls að gera ekki ráð fyrir mér í vetur. Ég vil ekki vera að gera þetta í einhverju hálfkáki. Ég vil ekki lofa því að koma aftur eftir áramót því það er ekkert víst að löngunin verði þá til staðar. Maður veit samt aldrei hvort andinn komi yfir mann. Það verður bara að koma í ljós.“Nóg að gera hjá dýralækninum Það er nóg að gera hjá Axel í Skagafirðinum þar sem hann er dýralæknir og einnig að vasast í pólítík. „Síðustu sjö ár hafa í raun verið eitt samfellt tímabil í körfubolta. Svo hef ég líka verið í öðru. Nú fæ ég tíma til þess að sinna öðru. Ég er til að mynda á leið í göngur í fyrsta skipti í tíu ár og er hreinlega vandræðalega spenntur fyrir því,“ segir Axel léttur. Axel er orðinn 35 ára gamall sem er enginn körfuboltaaldur í hans fjölskyldu. Faðir hans, Kári Marísson, spilaði sinn síðasta körfuboltaleik fyrir Tindastól þegar hann var fimmtugur.Vinnur í veikleikunum „Ég ætla að æfa vel í veikleikunum í vetur. Það er ekki alltaf tími til þess þegar tímabilið er í gangi. Ég ætla ekki að koma til baka lélegri en ég var. Ég mun fara á frjálsíþróttaæfingar og fæ svo pabba gamla í að skóla mig eitthvað til,“ segir Axel en hvaða veikleikar eru þetta sem hann þarf að vinna í? „Arnar Guðjónsson segir að ég geti ekki dripplað með vinstri. Það væri gaman að geta bætt því við vopnabúrið. Svo eru ýmsir líkamlegir þættir. Ég er til að mynda ekki þekktur fyrir sprengikraft og það verður lagað á frjálsíþróttaæfingunum. Þetta er ég líka að gera til að viðhalda áhuganum.“Engar deilur við Brynjar Þór Sögusagnir hafa verið í körfuboltaheiminum um að það hafi verið ósætti á milli hans og Brynjars Þórs Björnssonar sem var að koma til liðsins frá KR. Axel hafði heyrt þessa orðróma og gefur lítið fyrir þá. „Ég heyrði meira að segja á dögunum að okkur hefði lent saman inn á hótelherbergi í landsliðsferð. Sögurnar fara greinilega margar af stað en það er ekkert til í þessu,“ sagði Axel og tekur þessum sögusögnum greinilega ekki mjög alvarlega.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira