Losað um spennu Kristrún Frostadóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:15 Húsnæði telst nú til 35% af neyslukörfu almennings samkvæmt Hagstofunni. Hvergi í Evrópu er hlutfallið jafnhátt, og hefur hækkað um tíu prósentustig á fimm árum. Húsnæðis- og kjaraumræður eru því, eðlilega, nátengdar. Ef tekið er mið af lægsta gildi húsnæðisverðs eftir fjármálakreppuna var raunverðshækkun húsnæðis 59% þar til í fyrra – launavísitalan hækkaði um svipaða prósentu á sama tíma. Ísland er í 4. sæti meðal Evrópuþjóða ef litið er til raunverðshækkana húsnæðis frá 2008. Landið situr í því 16. ef leiðrétt er fyrir launahækkunum, samkvæmt Eurostat. Þá var hvergi í Evrópu jafnmikill munur á launahækkunum og kaupmáttaraukningu á tímabilinu 2008-17 og á Íslandi, eða 44 prósentustig. Launþegar hafa mikla hagsmuni af því að tekjuþróun á komandi misserum ýti ekki undir miklar húsnæðisverðshækkanir og dragi úr kaupmætti. Hagvöxtur síðastliðinna ára hefur verið drifinn áfram af útflutningsgreinum. Ferðaþjónustan hefur verið fyrirferðarmikil og ýtt verulega við byggingageiranum. Um þriðjungur fyrirtækja í byggingageiranum og ferðaþjónustu kvarta enn undan skorti á starfsfólki. Stór hluti vinnuafls í þessum atvinnugreinum er nú af erlendu bergi brotinn. Þó há laun laði fólk að skiptir kaupmátturinn meira máli. Þetta þekkja Íslendingar á eigin skinni. Við eigum mikið undir þeim erlendu einstaklingum sem koma hingað til að starfa, og halda nú m.a. uppi því byggingarstigi íbúðarhúsnæðis sem nauðsynlegt er til að ganga á íbúðaskort og halda aftur af verðhækkunum. Staðan er ekki einsdæmi í Evrópu. Malta gæti reynst kanarífuglinn í kolanámunni fyrir lönd háð erlendu vinnuafli, en þar hefur mikill ferðamannavöxtur reynt á þanþol örþjóðarinnar síðustu ár. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði Möltu árið 2009 og atvinnuleysi nú í sögulegu lágmarki. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert, samhliða ferðaþjónustuvexti og fjölgun erlends vinnuafls sem hefur mætt vinnuaflsskorti. Laun hafa hækkað mikið, en þó „aðeins“ um 40% frá 2008, og telja atvinnurekendur sig ekki geta mætt hækkandi húsnæðiskostnaði launþega. Allt hljómar þetta kunnuglega. Þaðan berast nú fréttir um að erlent vinnuafl stoppi styttra en áður sökum kostnaðar, sem setur enn frekari pressu á vinnu- og húsnæðismarkað. Við erum jafnviðkvæm og Maltverjar fyrir slíkri þróun, en hættan er að áframhaldandi umframeftirspurn eftir vinnuafli ýti enn frekar undir víxlverkun launa- og húsnæðisverðshækkana. Frá því að hagvöxtur tók við sér 2011 hafa heildarlaun á Íslandi hækkað um 41% í byggingageiranum, 50% í ferðaþjónustu en 55% í opinbera geiranum samkvæmt Hagstofunni. Tölurnar sýna að opinberi geirinn hefur leitt launaþróun síðustu ár. Þrátt fyrir umræðu síðastliðinna mánaða um mikilvægi ákveðinna stétta, fer minna fyrir umræðu um að byggingageirinn og ferðaþjónustan hafa mikið um það að segja hvernig lífskjör þróast hér á landi á komandi misserum. Laun hafa hækkað þar minna en ella sökum erlends vinnuafls. En sá hópur finnur fyrir rýrnun kaupmáttar sem felst í húsnæðishækkunum líkt og aðrir hér á landi. Opinberi geirinn finnur lítið fyrir erlendri samkeppni, skapar ekki útflutningstekjur, og byggir ekki húsnæði, og ætti því ekki að leiða launahækkanir í því efnahagsumhverfi sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Öll þessi atriði eru undirstaða kaupmáttar í dag. Með því að liðka fyrir umframlaunahækkunum þar sem eftirspurnarpressan hefur verið hvað minnst hefur hagstjórnin brugðist, en slíkar ákvarðanir koma að lokum niður á kaupmætti. Kaupmáttur Íslendinga, líkt og Maltverja, er samofinn kaupmætti erlends vinnuafls. Hvorugur hópurinn má við miklum húsnæðisverðshækkunum. Opinberi geirinn hefur sýnt slæmt fordæmi í launamálum, ekki er hægt að skafa af því. En spennan verður ekki leyst með því að fylgja fast á eftir með launahækkunum á almenna markaðnum, vegna áhrifa á stærsta kostnaðarlið heimilanna. Á meðan húsnæðisskortur er enn við lýði eru allar líkur á að stór hluti launahækkana leki áfram inn á fasteignamarkaðinn. Grípa þarf til annarra úrræða.Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Húsnæði telst nú til 35% af neyslukörfu almennings samkvæmt Hagstofunni. Hvergi í Evrópu er hlutfallið jafnhátt, og hefur hækkað um tíu prósentustig á fimm árum. Húsnæðis- og kjaraumræður eru því, eðlilega, nátengdar. Ef tekið er mið af lægsta gildi húsnæðisverðs eftir fjármálakreppuna var raunverðshækkun húsnæðis 59% þar til í fyrra – launavísitalan hækkaði um svipaða prósentu á sama tíma. Ísland er í 4. sæti meðal Evrópuþjóða ef litið er til raunverðshækkana húsnæðis frá 2008. Landið situr í því 16. ef leiðrétt er fyrir launahækkunum, samkvæmt Eurostat. Þá var hvergi í Evrópu jafnmikill munur á launahækkunum og kaupmáttaraukningu á tímabilinu 2008-17 og á Íslandi, eða 44 prósentustig. Launþegar hafa mikla hagsmuni af því að tekjuþróun á komandi misserum ýti ekki undir miklar húsnæðisverðshækkanir og dragi úr kaupmætti. Hagvöxtur síðastliðinna ára hefur verið drifinn áfram af útflutningsgreinum. Ferðaþjónustan hefur verið fyrirferðarmikil og ýtt verulega við byggingageiranum. Um þriðjungur fyrirtækja í byggingageiranum og ferðaþjónustu kvarta enn undan skorti á starfsfólki. Stór hluti vinnuafls í þessum atvinnugreinum er nú af erlendu bergi brotinn. Þó há laun laði fólk að skiptir kaupmátturinn meira máli. Þetta þekkja Íslendingar á eigin skinni. Við eigum mikið undir þeim erlendu einstaklingum sem koma hingað til að starfa, og halda nú m.a. uppi því byggingarstigi íbúðarhúsnæðis sem nauðsynlegt er til að ganga á íbúðaskort og halda aftur af verðhækkunum. Staðan er ekki einsdæmi í Evrópu. Malta gæti reynst kanarífuglinn í kolanámunni fyrir lönd háð erlendu vinnuafli, en þar hefur mikill ferðamannavöxtur reynt á þanþol örþjóðarinnar síðustu ár. Viðsnúningur varð á viðskiptajöfnuði Möltu árið 2009 og atvinnuleysi nú í sögulegu lágmarki. Á sama tíma hefur húsnæðisverð hækkað umtalsvert, samhliða ferðaþjónustuvexti og fjölgun erlends vinnuafls sem hefur mætt vinnuaflsskorti. Laun hafa hækkað mikið, en þó „aðeins“ um 40% frá 2008, og telja atvinnurekendur sig ekki geta mætt hækkandi húsnæðiskostnaði launþega. Allt hljómar þetta kunnuglega. Þaðan berast nú fréttir um að erlent vinnuafl stoppi styttra en áður sökum kostnaðar, sem setur enn frekari pressu á vinnu- og húsnæðismarkað. Við erum jafnviðkvæm og Maltverjar fyrir slíkri þróun, en hættan er að áframhaldandi umframeftirspurn eftir vinnuafli ýti enn frekar undir víxlverkun launa- og húsnæðisverðshækkana. Frá því að hagvöxtur tók við sér 2011 hafa heildarlaun á Íslandi hækkað um 41% í byggingageiranum, 50% í ferðaþjónustu en 55% í opinbera geiranum samkvæmt Hagstofunni. Tölurnar sýna að opinberi geirinn hefur leitt launaþróun síðustu ár. Þrátt fyrir umræðu síðastliðinna mánaða um mikilvægi ákveðinna stétta, fer minna fyrir umræðu um að byggingageirinn og ferðaþjónustan hafa mikið um það að segja hvernig lífskjör þróast hér á landi á komandi misserum. Laun hafa hækkað þar minna en ella sökum erlends vinnuafls. En sá hópur finnur fyrir rýrnun kaupmáttar sem felst í húsnæðishækkunum líkt og aðrir hér á landi. Opinberi geirinn finnur lítið fyrir erlendri samkeppni, skapar ekki útflutningstekjur, og byggir ekki húsnæði, og ætti því ekki að leiða launahækkanir í því efnahagsumhverfi sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Öll þessi atriði eru undirstaða kaupmáttar í dag. Með því að liðka fyrir umframlaunahækkunum þar sem eftirspurnarpressan hefur verið hvað minnst hefur hagstjórnin brugðist, en slíkar ákvarðanir koma að lokum niður á kaupmætti. Kaupmáttur Íslendinga, líkt og Maltverja, er samofinn kaupmætti erlends vinnuafls. Hvorugur hópurinn má við miklum húsnæðisverðshækkunum. Opinberi geirinn hefur sýnt slæmt fordæmi í launamálum, ekki er hægt að skafa af því. En spennan verður ekki leyst með því að fylgja fast á eftir með launahækkunum á almenna markaðnum, vegna áhrifa á stærsta kostnaðarlið heimilanna. Á meðan húsnæðisskortur er enn við lýði eru allar líkur á að stór hluti launahækkana leki áfram inn á fasteignamarkaðinn. Grípa þarf til annarra úrræða.Höfundur er aðalhagfræðingur Kviku banka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun