Innri og ytri fegurð Úrsúla Jünemann skrifar 18. desember 2018 07:00 Hversu miklu máli skiptir útlit fólks í okkar þjóðfélagi? Ég held að það hafi talsverð áhrif á mat okkar hvernig við erum klædd, greidd, klippt og snyrt. Það byrjar þegar á ungum árum. Krakkar eru í hættu að verða lagðir í einelti ef þeir eru „öðruvísi“ í sínum klæðaburði, tolla ekki í tískunni. Nýlega var einum þingmanni mikið hjartans mál að ræða klæðaburð starfsbræðra sína, hvort það væri í lagi að menn kæmu í gallabuxum og án bindis. Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson vildi ganga svo langt að álit á störfum Alþingis myndi dala ef menn myndu ekki halda í gamlar hefðir í klæðaburði. Hvað gengur manninum eiginlega til að tala um þetta í pontu þegar frekar þarf að ræða og afgreiða mörg mikilvæg mál? Það er stundum talað um innri og ytri fegurð. Menn sem eru til fara eins og klipptir út úr nýjasta tískublaði geta samt verið ljótir að innan: Spilltir, sjálfselskir, svikulir, lygnir, falskir og undirförulir. Það voru snyrtilega klæddir menn sem sátu að sumbli á bar í vinnutímanum og töluðu illa um samstarfsfólkið sitt. Þeir voru í jakka og með bindi þegar þeir sniðgengu fundarboð, þeir læðast meðfram veggjum og vona að fólkið sé fljótt að gleyma. Þeir taka ekki í mál að axla ábyrgð á eigin gerðum og segja af sér. Þeir stefna jafnvel að því að fara í mál við konu sem var svo hugrökk að segja frá. Ég vil frekar fá menn á þing sem eru án bindis en í bindindi, eru edrú í vinnutímanum og vinna sitt starf í þágu þjóðarinnar án þess að ota sínum tota. Ég vil sjá alþingismenn sem sinna starfinu sínu af alúð og festu, þykir vænt um alla þjóðfélagshópa og sjá til þess að allir fái að njóta sín. Menn sem setja almannahagsmuni ofar sínum eigin hagsmunum eða vildarvina sinna. Svona þingmenn myndu geisla af innri fegurð og væru sennilega vísir til þess að færa álit Alþingis á hærra plan. Þeir mættu mín vegna mæta til starfa klæddir í gamla kartöflupoka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Hversu miklu máli skiptir útlit fólks í okkar þjóðfélagi? Ég held að það hafi talsverð áhrif á mat okkar hvernig við erum klædd, greidd, klippt og snyrt. Það byrjar þegar á ungum árum. Krakkar eru í hættu að verða lagðir í einelti ef þeir eru „öðruvísi“ í sínum klæðaburði, tolla ekki í tískunni. Nýlega var einum þingmanni mikið hjartans mál að ræða klæðaburð starfsbræðra sína, hvort það væri í lagi að menn kæmu í gallabuxum og án bindis. Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson vildi ganga svo langt að álit á störfum Alþingis myndi dala ef menn myndu ekki halda í gamlar hefðir í klæðaburði. Hvað gengur manninum eiginlega til að tala um þetta í pontu þegar frekar þarf að ræða og afgreiða mörg mikilvæg mál? Það er stundum talað um innri og ytri fegurð. Menn sem eru til fara eins og klipptir út úr nýjasta tískublaði geta samt verið ljótir að innan: Spilltir, sjálfselskir, svikulir, lygnir, falskir og undirförulir. Það voru snyrtilega klæddir menn sem sátu að sumbli á bar í vinnutímanum og töluðu illa um samstarfsfólkið sitt. Þeir voru í jakka og með bindi þegar þeir sniðgengu fundarboð, þeir læðast meðfram veggjum og vona að fólkið sé fljótt að gleyma. Þeir taka ekki í mál að axla ábyrgð á eigin gerðum og segja af sér. Þeir stefna jafnvel að því að fara í mál við konu sem var svo hugrökk að segja frá. Ég vil frekar fá menn á þing sem eru án bindis en í bindindi, eru edrú í vinnutímanum og vinna sitt starf í þágu þjóðarinnar án þess að ota sínum tota. Ég vil sjá alþingismenn sem sinna starfinu sínu af alúð og festu, þykir vænt um alla þjóðfélagshópa og sjá til þess að allir fái að njóta sín. Menn sem setja almannahagsmuni ofar sínum eigin hagsmunum eða vildarvina sinna. Svona þingmenn myndu geisla af innri fegurð og væru sennilega vísir til þess að færa álit Alþingis á hærra plan. Þeir mættu mín vegna mæta til starfa klæddir í gamla kartöflupoka.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun