Tröllamenning Benjamín Hrafn Böðvarsson skrifar 6. nóvember 2018 10:43 Nú fer sólin að setjast og það styttist í að tröllin fari á stjá. Allir þekkja tröllin og allir eru hræddir við tröllin. Það er fátt jafn óhugnanlegt en að vita til þess að tröll sé að koma í áttina til manns til að éta mann. Ef það nær ekki að éta mann þá mun það líklega skilja eftir sig ör sem endist ævilangt. Það er vissara að halda sig sem lengst í burtu frá þeim, burt frá hættusvæðunum. Tröllin hafa verið á stjá svolítið lengi og ef maður bara heldur sig frá hættusvæðunum þá tekur maður varla eftir þeim. Ekki fyrr en einhver úr þorpinu hættir sér of nærri þeim og verður ýmist étinn eða slasast. Tröllin eru alger pest en verstur er óttinn við þau sem heldur manni frá því að kynnast heiminum betur og sjá hann í nýju ljósi. Ég er auðvitað ekki að tala um alvöru tröll, því alvöru tröll eru ekki til... eða hvað? Þau tröll sem ég er að tala um, þau sem myndmálið hér að ofan lýsir eru tröllin sem búa á samfélagsmiðlunum og kommentakerfunum. Tröllin þar hafa hátt, valda usla, sundrung og skapa ótta. Þau halda að þau séu rosalega gáfuð og upplýst en þau eru ekkert sérstaklega opin fyrir gagnrýni. Þau hata ekkert meira en upplýstar umræður eða samræður sem ræddar eru með virðingu. Líkt og við mannfólkið þá eru tröllin mismunandi. Sum eru einfarar og kunna að meta að stunda „góða hatursorðræðu“ á facebook en önnur tröll mynda bandalög og hópa og safnast saman til að ráðast á einn einstakling eða strunsa inn í þorpin og valda skelfingu. „Pólitískur rétttrúnaður lifi!” Og ,,tölum ekki um tabú-málefni!” Eru kjörorð tröllanna en þau eru sérstakir talsmenn gegn tjáningarfrelsi. Hver sá sem segir eitthvað sem þeim líkar ekki fær að kenna á því. Tröllinn hafa nefnilega búið til sérstakan stimpil fyrir hvern og einn sem rís gegn þeim. Þau er svo sannarlega dugleg í að skapa andrúmsloft þöggunar þar sem fólk er orðið of hrætt til að tjá sig eða bara einfaldlega segja sína skoðun, skoðun sem er líkleg til að breytast og þróast með upplýstri umræðu. Við þekkjum flest þessi tröll sem ég er að tala um og flestir þekkja eflaust nokkur tröll persónulega. Það er ekki fyrr en nýlega sem ég fór að taka eftir þessum ótta við tröll hjá sjálfum mér. En óttinn endurspeglast í hræðslu við að ræða erfið málefni. Það er svo mikið af pólitískum rétttrúnaði og tabú umræðum, sérstaklega í pólitískum og siðferðilegum umræðum á samfélagsmiðlum. Það er ýmislegt sem ég væri til í að fræðast um og mynda mér upplýsta skoðun á. Það er hinsvegar hægara sagt en gert þegar tröllin hafa skapað svo mikinn ótta í samfélaginu að skynsamt fólk heldur sig í sem mestri fjarlægð frá umræðunni og unnt er. Helst segi ég sem minnst, því ef tröllin þefa uppi "ranga skoðun," sem líkleg er til að breytast eða þróast, stimpla þau fólk með tröllableki sem hefur langan endingartíma. Það er kominn tími til að rísa gegn tröllunum. flestar tröllasögur sem ég hef lært hafa kennt mér að þau þola ekki dagsljósið. Því þegar dagsljósið skín á tröllinn þá verða þau að steini og haldast þannig að eilífu. Upplýst umræða er þetta dagsljós. Umræða byggð á traustum stoðum tjáningarfrelsisins. Þar sem umræður fara fram með virðingu. Tabú umræður eru alltaf flókin fyrirbæri, annars væru þau ekki tabú. Gjarnan eru forsendur skoðana mismunandi. Þær geta verið líffræðilegar, félagslegar, siðferðilegar, guðfræðilegar, heimspekilegar o.s.frv. og í því ljósi er augljóst að skoða þarf málin gaumgæfilega með opin huga. Tröllin hafa ekki tíma í svoleiðis. Nóttinn er stutt, (reyndar ekki hér á Íslandi á veturnar, það er kannski þess vegna sem tröllin lifa svo góðu lífi hérna), en það kemur alltaf að því að dagsljósið skín og þau flýja í hellana sína, eða hvar sem þau búa. Það er mín einlæga von að skapaður verður vettvangur fyrir þessar erfiðu umræður, þar sem sérfræðingum verði boðið að taka þátt í umræðum og ræða þessi erfiðu málefni. Við eigum svo mikið af kláru fólki í samfélaginu okkar sem hefur ólíka reynslu, þekkingu og persónugerðir. Það er nauðsynlegt að samnýta krafta okkar, þekkingu og bakgrunn til að móta samfélagið fyrir komandi kynslóðir. Við sköpum ekki bjarta framtíð með því að leyfa nokkrum tröllum að skapa andrúmsloft þar sem stærsti hluti þjóðarinnar lifir í ótta við að tjá sig. Í ótta við að gera mistök sem mögulega verða ekki fyrirgefin. Við erum öll bara mennsk og til að verða að betri manneskjum þurfum við að hafa svigrúm til að mega gera mistök. Svigrúm til þess að læra af þeim og að tala um erfiðu málin af virðingu og læra hvort af öðru. Látum ekki tröllinn hræða okkur lengur – Tölum saman.Höfundur er guðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú fer sólin að setjast og það styttist í að tröllin fari á stjá. Allir þekkja tröllin og allir eru hræddir við tröllin. Það er fátt jafn óhugnanlegt en að vita til þess að tröll sé að koma í áttina til manns til að éta mann. Ef það nær ekki að éta mann þá mun það líklega skilja eftir sig ör sem endist ævilangt. Það er vissara að halda sig sem lengst í burtu frá þeim, burt frá hættusvæðunum. Tröllin hafa verið á stjá svolítið lengi og ef maður bara heldur sig frá hættusvæðunum þá tekur maður varla eftir þeim. Ekki fyrr en einhver úr þorpinu hættir sér of nærri þeim og verður ýmist étinn eða slasast. Tröllin eru alger pest en verstur er óttinn við þau sem heldur manni frá því að kynnast heiminum betur og sjá hann í nýju ljósi. Ég er auðvitað ekki að tala um alvöru tröll, því alvöru tröll eru ekki til... eða hvað? Þau tröll sem ég er að tala um, þau sem myndmálið hér að ofan lýsir eru tröllin sem búa á samfélagsmiðlunum og kommentakerfunum. Tröllin þar hafa hátt, valda usla, sundrung og skapa ótta. Þau halda að þau séu rosalega gáfuð og upplýst en þau eru ekkert sérstaklega opin fyrir gagnrýni. Þau hata ekkert meira en upplýstar umræður eða samræður sem ræddar eru með virðingu. Líkt og við mannfólkið þá eru tröllin mismunandi. Sum eru einfarar og kunna að meta að stunda „góða hatursorðræðu“ á facebook en önnur tröll mynda bandalög og hópa og safnast saman til að ráðast á einn einstakling eða strunsa inn í þorpin og valda skelfingu. „Pólitískur rétttrúnaður lifi!” Og ,,tölum ekki um tabú-málefni!” Eru kjörorð tröllanna en þau eru sérstakir talsmenn gegn tjáningarfrelsi. Hver sá sem segir eitthvað sem þeim líkar ekki fær að kenna á því. Tröllinn hafa nefnilega búið til sérstakan stimpil fyrir hvern og einn sem rís gegn þeim. Þau er svo sannarlega dugleg í að skapa andrúmsloft þöggunar þar sem fólk er orðið of hrætt til að tjá sig eða bara einfaldlega segja sína skoðun, skoðun sem er líkleg til að breytast og þróast með upplýstri umræðu. Við þekkjum flest þessi tröll sem ég er að tala um og flestir þekkja eflaust nokkur tröll persónulega. Það er ekki fyrr en nýlega sem ég fór að taka eftir þessum ótta við tröll hjá sjálfum mér. En óttinn endurspeglast í hræðslu við að ræða erfið málefni. Það er svo mikið af pólitískum rétttrúnaði og tabú umræðum, sérstaklega í pólitískum og siðferðilegum umræðum á samfélagsmiðlum. Það er ýmislegt sem ég væri til í að fræðast um og mynda mér upplýsta skoðun á. Það er hinsvegar hægara sagt en gert þegar tröllin hafa skapað svo mikinn ótta í samfélaginu að skynsamt fólk heldur sig í sem mestri fjarlægð frá umræðunni og unnt er. Helst segi ég sem minnst, því ef tröllin þefa uppi "ranga skoðun," sem líkleg er til að breytast eða þróast, stimpla þau fólk með tröllableki sem hefur langan endingartíma. Það er kominn tími til að rísa gegn tröllunum. flestar tröllasögur sem ég hef lært hafa kennt mér að þau þola ekki dagsljósið. Því þegar dagsljósið skín á tröllinn þá verða þau að steini og haldast þannig að eilífu. Upplýst umræða er þetta dagsljós. Umræða byggð á traustum stoðum tjáningarfrelsisins. Þar sem umræður fara fram með virðingu. Tabú umræður eru alltaf flókin fyrirbæri, annars væru þau ekki tabú. Gjarnan eru forsendur skoðana mismunandi. Þær geta verið líffræðilegar, félagslegar, siðferðilegar, guðfræðilegar, heimspekilegar o.s.frv. og í því ljósi er augljóst að skoða þarf málin gaumgæfilega með opin huga. Tröllin hafa ekki tíma í svoleiðis. Nóttinn er stutt, (reyndar ekki hér á Íslandi á veturnar, það er kannski þess vegna sem tröllin lifa svo góðu lífi hérna), en það kemur alltaf að því að dagsljósið skín og þau flýja í hellana sína, eða hvar sem þau búa. Það er mín einlæga von að skapaður verður vettvangur fyrir þessar erfiðu umræður, þar sem sérfræðingum verði boðið að taka þátt í umræðum og ræða þessi erfiðu málefni. Við eigum svo mikið af kláru fólki í samfélaginu okkar sem hefur ólíka reynslu, þekkingu og persónugerðir. Það er nauðsynlegt að samnýta krafta okkar, þekkingu og bakgrunn til að móta samfélagið fyrir komandi kynslóðir. Við sköpum ekki bjarta framtíð með því að leyfa nokkrum tröllum að skapa andrúmsloft þar sem stærsti hluti þjóðarinnar lifir í ótta við að tjá sig. Í ótta við að gera mistök sem mögulega verða ekki fyrirgefin. Við erum öll bara mennsk og til að verða að betri manneskjum þurfum við að hafa svigrúm til að mega gera mistök. Svigrúm til þess að læra af þeim og að tala um erfiðu málin af virðingu og læra hvort af öðru. Látum ekki tröllinn hræða okkur lengur – Tölum saman.Höfundur er guðfræðinemi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar