Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 07:00 Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar