Fjallkall Haukur Örn Birgisson skrifar 26. júní 2018 07:00 Líkt og svo margir aðrir tók ég þátt í hátíðarhöldum á 17. júní. Þrátt fyrir rigninguna var skemmtunin fín og augljóslega mikið lagt í viðburðina. Einn af fastapunktunum í dagskrá þjóðhátíðarinnar ár hvert er framkoma Fjallkonunnar en hún hefur verið á sínum stað frá árinu 1944, þegar dótturdóttur Hannesar Hafstein hlotnaðist heiðurinn. Í ár voru, aldrei þessu vant, tvær Fjallkonur í Reykjavík. Það vakti athygli mína að önnur þeirra var alls ekki kona, heldur þvert á móti karlmaður – dragdrottning. Þótti þetta vera til marks um að samfélagið sé að verða opnara fyrir hinsegin menningu. Ég verð að fá að gera smá athugasemd við þetta. Fjallkonan er þjóðartákn, kvengervingur Íslands. Það er því alls ekki fráleitt að Fjallkonan sé leikin af konu. Í fyrra var Fjallkonan í Hafnarfirði transkona og var það hið besta mál. Tímarnir hafa breyst og fullt tilefni er til þess að fagna fjölbreytileikanum. Ég velti samt fyrir mér hversu illa við erum orðin flækt í rétttrúnaði þegar fenginn er gaur til þess að vera kvengervingur Íslands. Eflaust besti gaur, en engu að síður gaur! Konur hafa, áratugum saman, barist fyrir því að hafa sömu möguleika og karlar á vinnumarkaði. Til þessa hefur verið til eitt starf í „opinbera geiranum“ sem konurnar hafa getað gengið öruggar að. Jafnréttisbaráttan hlýtur hins vegar að vera komin í öfugan hring þegar karlmaður í kvenmannsfötum er ráðinn í starfið. Af hverju mega konur ekki bara fá að vera konur? Líka Fjallkonur. Sérstaklega á ári #metoo byltingarinnar. Þurfum við karlmennirnir virkilega að hirða af þeim öll störf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Líkt og svo margir aðrir tók ég þátt í hátíðarhöldum á 17. júní. Þrátt fyrir rigninguna var skemmtunin fín og augljóslega mikið lagt í viðburðina. Einn af fastapunktunum í dagskrá þjóðhátíðarinnar ár hvert er framkoma Fjallkonunnar en hún hefur verið á sínum stað frá árinu 1944, þegar dótturdóttur Hannesar Hafstein hlotnaðist heiðurinn. Í ár voru, aldrei þessu vant, tvær Fjallkonur í Reykjavík. Það vakti athygli mína að önnur þeirra var alls ekki kona, heldur þvert á móti karlmaður – dragdrottning. Þótti þetta vera til marks um að samfélagið sé að verða opnara fyrir hinsegin menningu. Ég verð að fá að gera smá athugasemd við þetta. Fjallkonan er þjóðartákn, kvengervingur Íslands. Það er því alls ekki fráleitt að Fjallkonan sé leikin af konu. Í fyrra var Fjallkonan í Hafnarfirði transkona og var það hið besta mál. Tímarnir hafa breyst og fullt tilefni er til þess að fagna fjölbreytileikanum. Ég velti samt fyrir mér hversu illa við erum orðin flækt í rétttrúnaði þegar fenginn er gaur til þess að vera kvengervingur Íslands. Eflaust besti gaur, en engu að síður gaur! Konur hafa, áratugum saman, barist fyrir því að hafa sömu möguleika og karlar á vinnumarkaði. Til þessa hefur verið til eitt starf í „opinbera geiranum“ sem konurnar hafa getað gengið öruggar að. Jafnréttisbaráttan hlýtur hins vegar að vera komin í öfugan hring þegar karlmaður í kvenmannsfötum er ráðinn í starfið. Af hverju mega konur ekki bara fá að vera konur? Líka Fjallkonur. Sérstaklega á ári #metoo byltingarinnar. Þurfum við karlmennirnir virkilega að hirða af þeim öll störf?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar