Upplýsingastríð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. mars 2018 07:00 Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt. Rúmlega hálf milljón manna liggur í valnum. Í kringum 85 prósent þeirra sem farist hafa í átökum stríðandi fylkinga eru óbreyttir borgarar. Helmingur allra Sýrlendinga hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þeir glæpir sem framdir hafa verið af vígasveitum Assads Sýrlandsforseta eru svívirða. Efnavopnum og klasasprengjum hefur verið beitt gegnum borgurum. Skólar, leikskólar og spítalar hafa verið jafnaðir við jörðu, og í þeim umsáturshernaði sem stríðandi fylkingar hafa stundað undanfarin misseri hefur velferð íbúa verið hervædd og misnotuð. Hörmungarnar, mannfyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallarmannréttindum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Þessa mannfyrirlitningu má finna víða í tengslum við átökin í Sýrlandi. Hana er að finna á vígvellinum, þar sem óbreyttir borgarar, lífsnauðsynlegir innviðir og jafnvel sjálfboðaliðar hjálparsveita eru skotmörk vígamanna, en einnig í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins sem hefur brugðist í hvívetna. Sagnfræðinga framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rýna í það hvernig okkur mistókst svo stórkostlega að koma Sýrlendingum til aðstoðar. Það upplýsingastríð sem geisar um borgarastyrjöldina er síðan svívirða af öðrum toga. Áróðursvél rússneskra og sýrlenskra yfirvalda hefur sáð fræjum efasemda um flestallt sem viðkemur átökunum og ýtt undir þær með hjálp samsæriskenningasmiða og nettrölla. Tilraunir þessara einstaklinga og hópa hafa sannarlega borið árangur. Öll umræða um átökin í Sýrland er orðin þvæld og nánast óskiljanleg. Í þessari mannfjandsamlegu heimssýn er ekkert til sem heitir Staðreynd, aðeins áróður og sérhagsmunir. Jafnvel Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýgur í átökum upplýsingastríðsins þar sem Hvítu hjálmarnir eru málaliðar Al-Kaída. Þeir sem bera út boðskap rússneskra yfirvalda hafa stuðlað að enn frekara aðgerðaleysi. Almenningur, sem sannarlega hefur burði til að krefjast aðgerða, hefur nú takmarkaðri aðgang að staðreyndum en áður. Það er augljóslega margt sem við vitum ekki um átökin í Sýrlandi og eðlilegt er að ræða mismunandi hugmyndir og sjónarmið þegar tilurð og tilgangur þessara flóknu, fjölþjóðlegu átaka er annars vegar. Hins vegar er það aðeins til þess fallið að gera illt verra að vilja „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin í Safnahúsinu á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?“. Hálfri milljón mannslífa seinna, þegar forn og göfug þjóð mætir hörmungunum einangruð og einsömul, er þetta umræðan sem við erum hvött til að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt. Rúmlega hálf milljón manna liggur í valnum. Í kringum 85 prósent þeirra sem farist hafa í átökum stríðandi fylkinga eru óbreyttir borgarar. Helmingur allra Sýrlendinga hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þeir glæpir sem framdir hafa verið af vígasveitum Assads Sýrlandsforseta eru svívirða. Efnavopnum og klasasprengjum hefur verið beitt gegnum borgurum. Skólar, leikskólar og spítalar hafa verið jafnaðir við jörðu, og í þeim umsáturshernaði sem stríðandi fylkingar hafa stundað undanfarin misseri hefur velferð íbúa verið hervædd og misnotuð. Hörmungarnar, mannfyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallarmannréttindum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Þessa mannfyrirlitningu má finna víða í tengslum við átökin í Sýrlandi. Hana er að finna á vígvellinum, þar sem óbreyttir borgarar, lífsnauðsynlegir innviðir og jafnvel sjálfboðaliðar hjálparsveita eru skotmörk vígamanna, en einnig í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins sem hefur brugðist í hvívetna. Sagnfræðinga framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rýna í það hvernig okkur mistókst svo stórkostlega að koma Sýrlendingum til aðstoðar. Það upplýsingastríð sem geisar um borgarastyrjöldina er síðan svívirða af öðrum toga. Áróðursvél rússneskra og sýrlenskra yfirvalda hefur sáð fræjum efasemda um flestallt sem viðkemur átökunum og ýtt undir þær með hjálp samsæriskenningasmiða og nettrölla. Tilraunir þessara einstaklinga og hópa hafa sannarlega borið árangur. Öll umræða um átökin í Sýrland er orðin þvæld og nánast óskiljanleg. Í þessari mannfjandsamlegu heimssýn er ekkert til sem heitir Staðreynd, aðeins áróður og sérhagsmunir. Jafnvel Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýgur í átökum upplýsingastríðsins þar sem Hvítu hjálmarnir eru málaliðar Al-Kaída. Þeir sem bera út boðskap rússneskra yfirvalda hafa stuðlað að enn frekara aðgerðaleysi. Almenningur, sem sannarlega hefur burði til að krefjast aðgerða, hefur nú takmarkaðri aðgang að staðreyndum en áður. Það er augljóslega margt sem við vitum ekki um átökin í Sýrlandi og eðlilegt er að ræða mismunandi hugmyndir og sjónarmið þegar tilurð og tilgangur þessara flóknu, fjölþjóðlegu átaka er annars vegar. Hins vegar er það aðeins til þess fallið að gera illt verra að vilja „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhaldandi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin í Safnahúsinu á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?“. Hálfri milljón mannslífa seinna, þegar forn og göfug þjóð mætir hörmungunum einangruð og einsömul, er þetta umræðan sem við erum hvött til að taka.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun