Ford ákært fyrir dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2018 12:33 Ford Super Duty F-Series pallbílarnir eru engin smásmíði. Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur verið ákærður fyrir svindl á útblæstri Ford Super Duty F-Series pallbíla sinna en þeir mældust menga allt að fimmtíu sinnum meira en uppgefið var. Á þetta við um Ford F-250 og F-350 pallbíla sem framleiddir voru á árunum milli 2011 og 2017 og eru þeir bílar um 500.000 talsins. Með þessari ákæru er Ford búið að skipa sér í langa röð bílaframleiðenda sem ásakaðir hafa verið fyrir að gefa upp rangar mengunartölur fyrir dísilbíla sína. Þessi ákæra kemur á sama tíma og Ford er að kynna fyrstu dísilvélina í Ford -150 pallbílinn, en hann er talsvert minni bíll en F-250 og F-350 bílarnir. Ekki aðeins er Ford ákært fyrir þetta dísilvélasvindl heldur er Bosch fyrirtækið einnig ákært en það útvegaði Ford hugbúnaðinn sem svindlið byggir á. Líkt og hjá Volkswagen virkar svindlhugbúnaður Bosch þannig að hann les hvenær bílarnir eru í prófunum, en slekkur á mengunarvarnarbúnaðinum þess utan. Bosch situr nú undir ákærum vegna slíks búnaðar í bílum Volkswagen, Fiat Chrysler og General Motors og nú einnig Ford. Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent
Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur verið ákærður fyrir svindl á útblæstri Ford Super Duty F-Series pallbíla sinna en þeir mældust menga allt að fimmtíu sinnum meira en uppgefið var. Á þetta við um Ford F-250 og F-350 pallbíla sem framleiddir voru á árunum milli 2011 og 2017 og eru þeir bílar um 500.000 talsins. Með þessari ákæru er Ford búið að skipa sér í langa röð bílaframleiðenda sem ásakaðir hafa verið fyrir að gefa upp rangar mengunartölur fyrir dísilbíla sína. Þessi ákæra kemur á sama tíma og Ford er að kynna fyrstu dísilvélina í Ford -150 pallbílinn, en hann er talsvert minni bíll en F-250 og F-350 bílarnir. Ekki aðeins er Ford ákært fyrir þetta dísilvélasvindl heldur er Bosch fyrirtækið einnig ákært en það útvegaði Ford hugbúnaðinn sem svindlið byggir á. Líkt og hjá Volkswagen virkar svindlhugbúnaður Bosch þannig að hann les hvenær bílarnir eru í prófunum, en slekkur á mengunarvarnarbúnaðinum þess utan. Bosch situr nú undir ákærum vegna slíks búnaðar í bílum Volkswagen, Fiat Chrysler og General Motors og nú einnig Ford.
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent