Íslands- og bikarmeistarar ÍBV töpuðu í gær fimmta deildarleik sínum á tímabilinu þegar þeir lágu á heimavelli á móti nýliðum KA í 9. umferð Olís deildar karla í handbolta.
ÍBV liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð og þremur af fimm heimaleikjum sínum í vetur. Fyrir vikið er liðið nú aðeins einu stigi frá fallsæti og liðið fyrir neðan (Fram) á leik inni.
Allt þetta gerir þetta líka að verkum að þetta Eyjalið er nú það Íslandsmeistaralið á öldinni sem hefur byrjað titlvörn sína verst.
ÍBV hefur aðeins náð í 6 stig af 18 mögulegum eða 33 prósent stiga í boði.
Tvö lið áttu heiðurinn af verstu byrjun Íslandsmeistara á öldinni fyrir þetta tímabil en lið Hauka 2016 og lið HK 2012 náðu bæði í aðeins átta stig í fyrstu níu leikjum sínum.
Eyjaliðið hefur aðeins unnið einn af fimm heimaleikjum sínum sem er kannski skrýtnasta við þennan slaka árangur Eyjaliðsins enda ÍBV-liðið alltaf erfitt heim að sækja.
Leikurinn á móti KA var þriðji tapleikur Eyjamanna í röð en þeir höfðu áður tapað fyrir Val (28-30) og FH (27-28). Það fylgir þó sögunni að þessum þremur leikjum tapaði Eyjaliðið þó aðeins með fimm mörkum samanlagt. Það hefur því ekki munað miklu í þessum þremur spennandi leikjum.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða Íslandsmeistarar hafa byrjað titilvörn sína verst á þessari öld.
Versta byrjun Íslandsmeistara í fyrstu níu leikjum titilvarnarinnar:
ÍBV 2018 - 6 stig (2 sigurleikir, 5 tapleikir)
Haukar 2016 - 8 stig (4 sigurleikir, 5 tapleikir)
HK 2012 - 8 stig (3 sigurleikir, 4 tapleikir)
ÍBV 2014 - 9 stig (4 sigurleikir, 4 tapleikir)
Fram 2013 - 10 stig (5 sigurleikir, 4 tapleikir)
Haukar 2010 - 10 stig (5 sigurleikir, 4 tapleikir)
Haukar 2008 - 10 stig (5 sigurleikir, 4 tapleikir)
Valur 2007 - 10 stig (4 sigurleikir, 3 tapleikir)
Fæst stig liða í síðustu fimm leikjum sínum í Olís deild karla:
Akureyri 1
Fram 2
ÍBV 3
Grótta 3
KA 4
Valur 5
ÍR 6
FH 6
Afturelding 6
Selfoss 7
Stjarnan 8
Haukar 9
Lengstu lifandi taphrinur í Olís deild karla í dag:
3 tapleikir í röð
ÍBV
Fram
2 tapleikir í röð
Grótta
Akureyri

