Framsókn Afríku frá 1960 Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun