Framsókn Afríku frá 1960 Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Sjá meira
Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun