Brúum bilið í leikskólum Reykjavíkur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 22. nóvember 2018 12:29 Í vikunni var kynnt metnaðarfull áætlun hjá Reykjavíkurborg sem miðar að því að börn frá 12 mánaða aldri komist inn á leikskóla Reykjavíkur. Þegar verið er að kynna svona stórar breytingar þá spyr maður sig hvernig er ástandið í dag. Erum við með það góða þjónustu að við sjáum fram á það að geta boðið öllum 12 mánaða börnum pláss árið 2023? Það hefur verið kosningaloforð síðan 2002 að börn 18 mánaða og eldri eigi að komast inn á leikskóla. Því miður þá vantar okkur töluvert upp á að ná því markmiði núna sextán árum síðar. Í dag hefur ekki tekist að koma öllum börnum að á leikskóla sem var boðið vistun í haust. Það er að koma desember og allir eiga að vera komnir inn um áramót. Það finnst mér óásættanlegt, það að þurfa að bíða í um sex mánuði eftir að þú færð bréf um vistun og þangað til þú kemst inn er ekki í lagi eða góð þjónusta. Um áramót þegar þessi börn hafa komist inn eru þá öll börn 18 mánaða og eldri kominn inn á leikskóla Reykjavíkur? Það er ekki svo gott því í dag eru 60 börn eldri en 18 mánaða á biðlista og þeim hefur ekki verið boðið pláss á leikskólum. Því eru stór verkefni fram undan og miklar áskoranir hjá núverandi meirihluta.Hver er staðan hjá Reykjavíkurborg í dagÍ október 2017 var búið að ráða í 1430 stöður samanborið við októbermánuð sl. en þá var búið að ráða í 1423 stöður. Þannig er búið að ráða í færri stöður en í fyrra. Laus pláss árið 2017 voru 200, núna eru þau 370. Árið 2016 starfaði 321 leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg en árið 2017 265, þannig hættu 56 leikskólakennarar á einu ári. 4 leikskólar Reykjavíkurborgar eru með engan leikskólakennara. 7 skólar með 1 leikskólakennara og 11 með 2 leikskólakennara.Vandi Reykjavíkurborgar er ekki húsnæðisvandi hann er mönnunarvandiÞað ætti því að vera auðvelt að koma öllum þeim börnum sem eru á biðlistum að á leikskólum miða við það að 370 pláss eru laus. En það er ekki hægt vegna þess að Reykjavíkurborg skortir mannskap. Þessi mikla mannekla er það sem stendur í vegi fyrir því að við getum boðið börnum pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar. Það er gott að hafa framtíðarsýn en þegar ekki er hægt að standa við gömul loforð þá er einkennilegt að koma með ný loforð sem ekki er auðvelt að sjá að eigi eftir að ganga eftir miða við núverandi ástand í mönnunarmálum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og á sæti í skóla- og frístundaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Í vikunni var kynnt metnaðarfull áætlun hjá Reykjavíkurborg sem miðar að því að börn frá 12 mánaða aldri komist inn á leikskóla Reykjavíkur. Þegar verið er að kynna svona stórar breytingar þá spyr maður sig hvernig er ástandið í dag. Erum við með það góða þjónustu að við sjáum fram á það að geta boðið öllum 12 mánaða börnum pláss árið 2023? Það hefur verið kosningaloforð síðan 2002 að börn 18 mánaða og eldri eigi að komast inn á leikskóla. Því miður þá vantar okkur töluvert upp á að ná því markmiði núna sextán árum síðar. Í dag hefur ekki tekist að koma öllum börnum að á leikskóla sem var boðið vistun í haust. Það er að koma desember og allir eiga að vera komnir inn um áramót. Það finnst mér óásættanlegt, það að þurfa að bíða í um sex mánuði eftir að þú færð bréf um vistun og þangað til þú kemst inn er ekki í lagi eða góð þjónusta. Um áramót þegar þessi börn hafa komist inn eru þá öll börn 18 mánaða og eldri kominn inn á leikskóla Reykjavíkur? Það er ekki svo gott því í dag eru 60 börn eldri en 18 mánaða á biðlista og þeim hefur ekki verið boðið pláss á leikskólum. Því eru stór verkefni fram undan og miklar áskoranir hjá núverandi meirihluta.Hver er staðan hjá Reykjavíkurborg í dagÍ október 2017 var búið að ráða í 1430 stöður samanborið við októbermánuð sl. en þá var búið að ráða í 1423 stöður. Þannig er búið að ráða í færri stöður en í fyrra. Laus pláss árið 2017 voru 200, núna eru þau 370. Árið 2016 starfaði 321 leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg en árið 2017 265, þannig hættu 56 leikskólakennarar á einu ári. 4 leikskólar Reykjavíkurborgar eru með engan leikskólakennara. 7 skólar með 1 leikskólakennara og 11 með 2 leikskólakennara.Vandi Reykjavíkurborgar er ekki húsnæðisvandi hann er mönnunarvandiÞað ætti því að vera auðvelt að koma öllum þeim börnum sem eru á biðlistum að á leikskólum miða við það að 370 pláss eru laus. En það er ekki hægt vegna þess að Reykjavíkurborg skortir mannskap. Þessi mikla mannekla er það sem stendur í vegi fyrir því að við getum boðið börnum pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar. Það er gott að hafa framtíðarsýn en þegar ekki er hægt að standa við gömul loforð þá er einkennilegt að koma með ný loforð sem ekki er auðvelt að sjá að eigi eftir að ganga eftir miða við núverandi ástand í mönnunarmálum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og á sæti í skóla- og frístundaráði
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar