Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi „þrátt fyrir ærna ástæðu.“
Selfoss kærði framkvæmd leiks Fram og ÍBV í lokaumferð Olís deildar karla, en Fram hefði með réttu átt að fá vítakast undir lok leiksins sem hefði getað kostað ÍBV deildarmeistartitilinn og sent bikarinn á Selfoss.
Dómstóll HSÍ vísaði kærunni frá með þeim rökum að Selfoss hafi ekki verið aðili að leiknum.
Gunnar Berg Viktorsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, var nærri orðlaus af hneykslun eftir kæru Selfyssinga, en handknattleiksdeild Selfoss taldi sig hafa ærna ástæðu til að kæra þar sem félagið hafði mikilla hagsmuna að gæta.
Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“

Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: „Er svo hneykslaður á þessu að ég næ ekki upp í nefið á mér“
Eitt helsta umræðumál íslensks handbolta eftir loka umferð Olís deildar karla var að ÍBV var með átta leikmenn inni á vellinum eftir sigurmark þeirra gegn Fram, sem jafnframt tryggði þeim deildarmeistaratitilinn.

Selfoss kærir leik ÍBV og Fram
Handknattleiksdeild UMF Selfoss hefur kært framkvæmd leiks Fram og ÍBV í loka umferð Olís deildar karla sem fram fór á miðvikudag. Stjórn handknattleiksdeildar gaf út yfirlýsingu þess efnis í dag.

Fram átti að fá vítakast eftir sigurmark ÍBV
Fram hefði átt að fá vítakast eftir að Agnar Smári Jónsson skoraði sigurmark ÍBV i leik liðanna í gær. Markið tryggði Eyjamönnum deildarmeistaratitilinn á meðan Selfoss sat eftir með sárt ennið.

Dómstóll HSÍ vísar kæru Selfoss frá
Selfoss kærði í vikunni framkvæmd leiks Fram og ÍBV í lokaumferð Olísdeildar karla sem fram fór á miðvikudag. Dómstóll HSÍ hefur vísað málinu frá.