Skyldan til þess að bjarga lífi – Opið bréf til ríkissaksóknara Kári Stefánsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Hæstvirtur ríkissaksóknari, Sigríður Friðjónsdóttir. Starfshópur sem heilbrigðismálaráðherra skipaði árið 2016 til þess að setja saman tillögur um nýtingu erfðaupplýsinga til forvarna skilaði af sér á mánudaginn. Í tillögum starfshópsins kemur fram að hann geri sér grein fyrir því að þeir sem beri íslensku stökkbreytinguna í BRCA2 séu í lífshættu. Starfshópurinn tjáir síðan þá skoðun sína að það bryti í bága við lög að vara arfberana við hættunni sem væri fyrsta skrefið til þess að koma þeim til hjálpar. Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að benda þér á 221. gr almennra hegningarlaga sem er svona: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem er staddur í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ Starfshópurinn hefur ekkert gert til þess að bjarga arfberunum úr lífshættunni þótt það séu til aðferðir sem duga í flestum tilfellum og reynir að sannfæra aðra um að það væri brot á lögum ef þeir gerðu það. Þetta er klárlega margfalt brot á 221. greininni vegna þess að fjöldi manns er nú staddur í lífsháska vegna stökkbreytingarinnar. Með þessu bréfi fer ég formlega fram á að þú skoðir þann möguleika að starfshópurinn hafi gerst sekur um refsivert athæfi. Með þökk, Kári StefánssonHöfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirtur ríkissaksóknari, Sigríður Friðjónsdóttir. Starfshópur sem heilbrigðismálaráðherra skipaði árið 2016 til þess að setja saman tillögur um nýtingu erfðaupplýsinga til forvarna skilaði af sér á mánudaginn. Í tillögum starfshópsins kemur fram að hann geri sér grein fyrir því að þeir sem beri íslensku stökkbreytinguna í BRCA2 séu í lífshættu. Starfshópurinn tjáir síðan þá skoðun sína að það bryti í bága við lög að vara arfberana við hættunni sem væri fyrsta skrefið til þess að koma þeim til hjálpar. Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að benda þér á 221. gr almennra hegningarlaga sem er svona: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem er staddur í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ Starfshópurinn hefur ekkert gert til þess að bjarga arfberunum úr lífshættunni þótt það séu til aðferðir sem duga í flestum tilfellum og reynir að sannfæra aðra um að það væri brot á lögum ef þeir gerðu það. Þetta er klárlega margfalt brot á 221. greininni vegna þess að fjöldi manns er nú staddur í lífsháska vegna stökkbreytingarinnar. Með þessu bréfi fer ég formlega fram á að þú skoðir þann möguleika að starfshópurinn hafi gerst sekur um refsivert athæfi. Með þökk, Kári StefánssonHöfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar