Ófrjálsi lífeyrissjóðurinn Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun