Ófrjálsi lífeyrissjóðurinn Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar