Jörðin, við og veðrið Guðmundur Steingrímsson skrifar 30. júlí 2018 09:45 Á fimmtudaginn var ég staddur í London með konu minni og börnum. Það var heitasti dagur ársins. Hitinn fór upp í 36 gráður. Í slíkum hita inni í miðri stórborg er ekki beinlínis hægt að segja að maður njóti sólarinnar. Maður reynir frekar að forðast hana. Maður sækir í loftræstingu verslananna. Í neðanjarðarlestinni hefði maður allt eins getað reynt að snúa ferðinni upp í sauna. Setið með handklæði utan um sig miðjan, svitnað og spjallað við fólkið. En ég las frekar The Guardian á milli þess sem ég notaði The Guardian sem blævæng. Í blaðinu var greinaflokkur um einmitt þetta: Þennan óskaplega hita. Veðrið. Því var haldið fram með rökum, og vitnað í vísindasamfélagið, að við séum nú – jarðarbúar – að upplifa nákvæmlega það sem spáð hefur verið að myndi gerast. Gróðurhúsaáhrifin eru skollin á af fullum krafti.Hiti og dauðsföll Áhrifin eru að birtast okkur sem meiri öfgar í veðurfari. Við lesum fréttir af óskaplegum hita á Norðurlöndum. Skógar brenna í Svíþjóð, jafnvel norðan við heimsskautsbaug sem er fáheyrt. Skraufþurr gróður í Grikklandi logar líka og afleiðingarnar eru skelfilegar. Fólk deyr. Í Kaliforníu loga líka eldar. Í Japan hafa um 23 þúsund manns þurft að leggjast inn á spítala vegna hitans. Um 90 manns hafa látið lífið út af hitanum í Japan síðan í maí. Við Tókýo mældist hitinn um 42 gráður einn daginn. Í Alsír hefur verið sett nýtt afrískt hitamet þegar hitinn fór í 52,3 gráður. Í Kanada deyr fólk út af hita. Í Reykjavík rignir bara og rignir. Reyndar var hitabylgja í nokkrar klukkustundir í gær, þegar hitinn fór yfir 20 gráður. En svo átti að bresta á með þrumuveðri jafnvel seinnipartinn, þegar þetta er skrifað. Öfgar í veðri sem sagt. Oft með tilheyrandi stórskaða og dauðsföllum. Þetta er það sem er að gerast. Spurningin sem blasir við er sú hvort fólk telji almennt að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu, eða er þetta bara allt í sóma? Er veðrið ekki alltaf einhvern veginn hvort sem er? Getum við ekki aðlagast þessu eins og öðru?Tvenn viðbrögð Kannanir hafa sýnt, til dæmis í Bretlandi, að mikill meirihluti fólks – um tveir þriðju úrtaks – trúir því að gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar sé raunverulega að gerast. Hins vegar sýna sömu kannanir að einungis um 25% aðspurðra hafa af því miklar áhyggjur. Þetta er auðvitað svolítið merkilegt, en líka skiljanlegt. Oft hafa gárungar grínast með það á Íslandi, að hér mætti alveg hlýna pínulítið og því fínt að fá þessi gróðurhúsaáhrif. Það yrði bara huggulegt. Sama umræða hefur átt sér stað í Bretlandi. Þar hefur fólk aldeilis mátt búa við ömurleg, köld rignarsumur í gegnum tíðina. Mörgum finnst hitinn undanfarið miklu skemmtilegri og góður fyrir ferðaþjónustuna. Niðurstaðan í Guardian er athyglisverð. Í rauninni þurfa viðbrögð jarðarbúa við þessari þróun að vera af tvennum toga. Annars vegar þarf fólk að aðlagast breyttum veruleika. Öfgakenndar hitasveiflur verða tíðari. Það þarf augljóslega til dæmis í London að gera eitthvað í loftræstingunni í neðanjarðarlestunum. Það þarf að endurskoða hvernig frárennslismálum í byggingum er háttað og hvernig hús eru einangruð. Og hitt er svo alveg rétt að sums staðar er hægt að njóta lífsins í meiri hita og sleikja sólina í auknum mæli. En þó svo aðlögunin verði að eiga sér stað, þá má alls ekki missa sjónar á hinu: Þetta er vegur til helvítis. Ef gróðurhúsaáhrifin fengju að halda áfram óáreitt eins og til dæmis forseti Bandaríkjanna vill, yrðu áhrifin hrikaleg.Reykingar og jarðsprengjur Í úttekt Guardian er þetta útskýrt ágætlega. Gróðurhúsaáhrifin virka í raun og veru eins og reykingar virka á lungun, sagði einn vísindamaður þar. Reykingar geta valdið banvænu lungnakrabbameini, en fólk getur líka fengið krabbamein af öðrum völdum. Orsakasamhengi milli reykinga og krabbameins er hins vegar ótvírætt. Gróðurhúsaáhrifin virka svipað. Það er ótvírætt orsakasamhengi milli öfgakenndra veðurtilbrigða – eins og banvæns hita, fellibylja, brjálaðra storma og hrikalegra rigninga – og gróðurhúsalofttegunda. Ef við viljum reyna að afstýra því að veður verði svo válynd að við ráðum varla við búsetu á jörðinni lengur, þá verðum við semsagt að hætta að reykja. Og það verður að gerast hratt. Annar lýsti ástandinu með annarri líkingu. Hann sagði það ekki beinlínis rétt að jarðarbúar væru að stefna fram af hengiflugi, heldur væri önnur líking betri: Við erum komin inn á jarðsprengjusvæði. Og jarðsprengjunum fjölgar eftir því sem við göngum lengra inn á svæðið. Í þannig stöðu er skynsamlegt að gera tvennt: Panikera ekki. En afdráttarlaust líka: Snúa við. Og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn var ég staddur í London með konu minni og börnum. Það var heitasti dagur ársins. Hitinn fór upp í 36 gráður. Í slíkum hita inni í miðri stórborg er ekki beinlínis hægt að segja að maður njóti sólarinnar. Maður reynir frekar að forðast hana. Maður sækir í loftræstingu verslananna. Í neðanjarðarlestinni hefði maður allt eins getað reynt að snúa ferðinni upp í sauna. Setið með handklæði utan um sig miðjan, svitnað og spjallað við fólkið. En ég las frekar The Guardian á milli þess sem ég notaði The Guardian sem blævæng. Í blaðinu var greinaflokkur um einmitt þetta: Þennan óskaplega hita. Veðrið. Því var haldið fram með rökum, og vitnað í vísindasamfélagið, að við séum nú – jarðarbúar – að upplifa nákvæmlega það sem spáð hefur verið að myndi gerast. Gróðurhúsaáhrifin eru skollin á af fullum krafti.Hiti og dauðsföll Áhrifin eru að birtast okkur sem meiri öfgar í veðurfari. Við lesum fréttir af óskaplegum hita á Norðurlöndum. Skógar brenna í Svíþjóð, jafnvel norðan við heimsskautsbaug sem er fáheyrt. Skraufþurr gróður í Grikklandi logar líka og afleiðingarnar eru skelfilegar. Fólk deyr. Í Kaliforníu loga líka eldar. Í Japan hafa um 23 þúsund manns þurft að leggjast inn á spítala vegna hitans. Um 90 manns hafa látið lífið út af hitanum í Japan síðan í maí. Við Tókýo mældist hitinn um 42 gráður einn daginn. Í Alsír hefur verið sett nýtt afrískt hitamet þegar hitinn fór í 52,3 gráður. Í Kanada deyr fólk út af hita. Í Reykjavík rignir bara og rignir. Reyndar var hitabylgja í nokkrar klukkustundir í gær, þegar hitinn fór yfir 20 gráður. En svo átti að bresta á með þrumuveðri jafnvel seinnipartinn, þegar þetta er skrifað. Öfgar í veðri sem sagt. Oft með tilheyrandi stórskaða og dauðsföllum. Þetta er það sem er að gerast. Spurningin sem blasir við er sú hvort fólk telji almennt að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessu, eða er þetta bara allt í sóma? Er veðrið ekki alltaf einhvern veginn hvort sem er? Getum við ekki aðlagast þessu eins og öðru?Tvenn viðbrögð Kannanir hafa sýnt, til dæmis í Bretlandi, að mikill meirihluti fólks – um tveir þriðju úrtaks – trúir því að gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar sé raunverulega að gerast. Hins vegar sýna sömu kannanir að einungis um 25% aðspurðra hafa af því miklar áhyggjur. Þetta er auðvitað svolítið merkilegt, en líka skiljanlegt. Oft hafa gárungar grínast með það á Íslandi, að hér mætti alveg hlýna pínulítið og því fínt að fá þessi gróðurhúsaáhrif. Það yrði bara huggulegt. Sama umræða hefur átt sér stað í Bretlandi. Þar hefur fólk aldeilis mátt búa við ömurleg, köld rignarsumur í gegnum tíðina. Mörgum finnst hitinn undanfarið miklu skemmtilegri og góður fyrir ferðaþjónustuna. Niðurstaðan í Guardian er athyglisverð. Í rauninni þurfa viðbrögð jarðarbúa við þessari þróun að vera af tvennum toga. Annars vegar þarf fólk að aðlagast breyttum veruleika. Öfgakenndar hitasveiflur verða tíðari. Það þarf augljóslega til dæmis í London að gera eitthvað í loftræstingunni í neðanjarðarlestunum. Það þarf að endurskoða hvernig frárennslismálum í byggingum er háttað og hvernig hús eru einangruð. Og hitt er svo alveg rétt að sums staðar er hægt að njóta lífsins í meiri hita og sleikja sólina í auknum mæli. En þó svo aðlögunin verði að eiga sér stað, þá má alls ekki missa sjónar á hinu: Þetta er vegur til helvítis. Ef gróðurhúsaáhrifin fengju að halda áfram óáreitt eins og til dæmis forseti Bandaríkjanna vill, yrðu áhrifin hrikaleg.Reykingar og jarðsprengjur Í úttekt Guardian er þetta útskýrt ágætlega. Gróðurhúsaáhrifin virka í raun og veru eins og reykingar virka á lungun, sagði einn vísindamaður þar. Reykingar geta valdið banvænu lungnakrabbameini, en fólk getur líka fengið krabbamein af öðrum völdum. Orsakasamhengi milli reykinga og krabbameins er hins vegar ótvírætt. Gróðurhúsaáhrifin virka svipað. Það er ótvírætt orsakasamhengi milli öfgakenndra veðurtilbrigða – eins og banvæns hita, fellibylja, brjálaðra storma og hrikalegra rigninga – og gróðurhúsalofttegunda. Ef við viljum reyna að afstýra því að veður verði svo válynd að við ráðum varla við búsetu á jörðinni lengur, þá verðum við semsagt að hætta að reykja. Og það verður að gerast hratt. Annar lýsti ástandinu með annarri líkingu. Hann sagði það ekki beinlínis rétt að jarðarbúar væru að stefna fram af hengiflugi, heldur væri önnur líking betri: Við erum komin inn á jarðsprengjusvæði. Og jarðsprengjunum fjölgar eftir því sem við göngum lengra inn á svæðið. Í þannig stöðu er skynsamlegt að gera tvennt: Panikera ekki. En afdráttarlaust líka: Snúa við. Og það strax.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun