Sjúkratryggingar Íslands – Hvítbók Steingrímur Ari Arason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun