Leiðir til verndar börnum gegn kynferðisofbeldi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. janúar 2018 11:28 Það er brýnt að leita allra leiða til að kenna börnum að verjast kynferðisofbeldi. Fræðsla af þeim toga breytir því ekki að það er fullorðna fólkið sem ber ábyrgð á börnunum. Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Kynferðisafbrotamenn fyrirfinnast í okkar samfélagi eins og öðrum. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að fría samfélagið af þessum brotamönnum fremur en öðrum. Kynferðisofbeldi getur átt sér stað inn á heimilinu, á heimili ættingja, á heimili vina barnanna og á stöðum þar sem fólk kemur saman til tómstunda og skemmtana. Sundlaugar eru t.d. staðir sem sérstaklega eru taldir laða að gerendur kynferðisofbeldis. Í þessum aðstæðum er auðvelt að fela sig bak við nekt og nafnleysi. Einnig getur verið erfitt að átta sig á tengslum fullorðins einstaklings sem gefur sig að barni í sundlaug. Um gæti verið að ræða skyldmenni sem er með barnið í sinni umsjón eða ókunnugan aðila með einbeittan brotavilja sem þykir þekkja til barnsins. Erfitt getur verið að komast að og upplýsa málið sé gerandinn nákominn barninu og býr jafnvel á heimili þess. Sé um að ræða aðila sem barnið „treystir“ og þykir vænt um er barnið síður líklegt til að vilja segja frá ofbeldinu. Ákveðinn fjöldi mála af þessu tagi koma fram í dagsljósið á ári hverju. Þess vegna er það á ábyrgð aðstandenda að kenna börnunum að þekkja hættumerkin og upplýsa þau um hvar mörkin liggja þegar kemur að snertisamskiptum. Með viðeigandi leiðbeiningum má hjálpa börnunum að verða hæfari í að leggja mat á aðstæður og atferli sem kann að vera þeim skaðlegt eða ógna öryggi þeirra. Því miður er ekki hægt að fullyrða að með fræðslu einni saman sé barnið óhult gegn þeirri vá sem hér um ræðir. Engin ein leið er í sjálfu sér skotheld. Á þessu vandamáli er engin einföld lausn. Ekkert er dýrmætara en börnin okkar og þess vegna má engin varnaraðferð eða nálgun vera undanskilin. Þau börn sem teljast helst vera í áhættuhópi eru þau sem hafa farið á mis við að vera upplýst um þessi mál með viðeigandi hætti. Önnur börn í áhættu eru t.d. þau sem eru félagslega einangruð, hafa brotna sjálfsmynd eða eiga við fötlun/röskun að stríða sem veldur því að þau geta síður greint eða varið sig í hættulegum aðstæðum eða lagt mat á einstaklinga sem hafa þann ásetning að skaða þau. Til að auðvelda fræðsluna þarf að festa ákveðin hugtök og orðaforða í huga barnsins. Hugtakið „einkastaðir“ hefur gjarnan verið notað í þessu samhengi. Börnum er bent á hverjir og hvar þeirra einkastaðir eru og að þá má enginn snerta. „Einkastaðaleikir“ eru heldur ekki leyfðir. Ræða þarf um hugtakið „leyndarmál“ og að ekki sé í boði að eiga leyndarmál sem láta manni líða illa. Fræðsla gerir barninu auðveldar að ræða um kynferðismál við þá sem það treystir. Gott er að nota dæmisögur og byrja þegar börnin eru ung og ræða þessi mál með reglubundnum hætti. Best er að nota hversdagslega atburði sem kveikju að umræðum um kynferðisofbeldi. Skólayfirvöld og foreldrar geta með markvissum hætti sameinast um að byggja upp viðeigandi fræðslukerfi. Með fræðslu og umræðu aukast líkur á því að börn beri kennsl á hættumerkin og varast þannig einstaklinga sem hafa í huga að skaða þau. Umfram allt er mikilvægt að verði barn fyrir kynferðislegu áreiti, láti það einhvern sem það treystir strax vita. Fræðsla um mál af þessu tagi er vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja upp óþarfa áhyggjur hjá barninu. Hyggist skólinn bjóða upp á hana t.d. með því að fá utanaðkomandi aðila er brýnt að foreldrar séu upplýstir svo þeir geti fylgt umræðunni eftir og svarað spurningum sem kunna að vakna í kjölfarið. Hafa skal í huga að ein besta forvörn gegn ytri vá felst í fræðslu sem samræmist aldri og þroska. Með því að viðhafa heilbrigð tjáskipti og tala opinskátt við barnið eru auknar líkur á að það muni segja frá, verði það beitt kynferðisofbeldi. Börn verða að vita að fullorðnir bera ábyrgð á að vernda það. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Það er brýnt að leita allra leiða til að kenna börnum að verjast kynferðisofbeldi. Fræðsla af þeim toga breytir því ekki að það er fullorðna fólkið sem ber ábyrgð á börnunum. Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar hverjar fyrirsjáanlegar sem auðvelt er að fræða börnin um hvernig beri að varast en aðrar leyndari og þar af leiðandi hættulegri. Kynferðisafbrotamenn fyrirfinnast í okkar samfélagi eins og öðrum. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að fría samfélagið af þessum brotamönnum fremur en öðrum. Kynferðisofbeldi getur átt sér stað inn á heimilinu, á heimili ættingja, á heimili vina barnanna og á stöðum þar sem fólk kemur saman til tómstunda og skemmtana. Sundlaugar eru t.d. staðir sem sérstaklega eru taldir laða að gerendur kynferðisofbeldis. Í þessum aðstæðum er auðvelt að fela sig bak við nekt og nafnleysi. Einnig getur verið erfitt að átta sig á tengslum fullorðins einstaklings sem gefur sig að barni í sundlaug. Um gæti verið að ræða skyldmenni sem er með barnið í sinni umsjón eða ókunnugan aðila með einbeittan brotavilja sem þykir þekkja til barnsins. Erfitt getur verið að komast að og upplýsa málið sé gerandinn nákominn barninu og býr jafnvel á heimili þess. Sé um að ræða aðila sem barnið „treystir“ og þykir vænt um er barnið síður líklegt til að vilja segja frá ofbeldinu. Ákveðinn fjöldi mála af þessu tagi koma fram í dagsljósið á ári hverju. Þess vegna er það á ábyrgð aðstandenda að kenna börnunum að þekkja hættumerkin og upplýsa þau um hvar mörkin liggja þegar kemur að snertisamskiptum. Með viðeigandi leiðbeiningum má hjálpa börnunum að verða hæfari í að leggja mat á aðstæður og atferli sem kann að vera þeim skaðlegt eða ógna öryggi þeirra. Því miður er ekki hægt að fullyrða að með fræðslu einni saman sé barnið óhult gegn þeirri vá sem hér um ræðir. Engin ein leið er í sjálfu sér skotheld. Á þessu vandamáli er engin einföld lausn. Ekkert er dýrmætara en börnin okkar og þess vegna má engin varnaraðferð eða nálgun vera undanskilin. Þau börn sem teljast helst vera í áhættuhópi eru þau sem hafa farið á mis við að vera upplýst um þessi mál með viðeigandi hætti. Önnur börn í áhættu eru t.d. þau sem eru félagslega einangruð, hafa brotna sjálfsmynd eða eiga við fötlun/röskun að stríða sem veldur því að þau geta síður greint eða varið sig í hættulegum aðstæðum eða lagt mat á einstaklinga sem hafa þann ásetning að skaða þau. Til að auðvelda fræðsluna þarf að festa ákveðin hugtök og orðaforða í huga barnsins. Hugtakið „einkastaðir“ hefur gjarnan verið notað í þessu samhengi. Börnum er bent á hverjir og hvar þeirra einkastaðir eru og að þá má enginn snerta. „Einkastaðaleikir“ eru heldur ekki leyfðir. Ræða þarf um hugtakið „leyndarmál“ og að ekki sé í boði að eiga leyndarmál sem láta manni líða illa. Fræðsla gerir barninu auðveldar að ræða um kynferðismál við þá sem það treystir. Gott er að nota dæmisögur og byrja þegar börnin eru ung og ræða þessi mál með reglubundnum hætti. Best er að nota hversdagslega atburði sem kveikju að umræðum um kynferðisofbeldi. Skólayfirvöld og foreldrar geta með markvissum hætti sameinast um að byggja upp viðeigandi fræðslukerfi. Með fræðslu og umræðu aukast líkur á því að börn beri kennsl á hættumerkin og varast þannig einstaklinga sem hafa í huga að skaða þau. Umfram allt er mikilvægt að verði barn fyrir kynferðislegu áreiti, láti það einhvern sem það treystir strax vita. Fræðsla um mál af þessu tagi er vandmeðfarin ef hún á ekki að vekja upp óþarfa áhyggjur hjá barninu. Hyggist skólinn bjóða upp á hana t.d. með því að fá utanaðkomandi aðila er brýnt að foreldrar séu upplýstir svo þeir geti fylgt umræðunni eftir og svarað spurningum sem kunna að vakna í kjölfarið. Hafa skal í huga að ein besta forvörn gegn ytri vá felst í fræðslu sem samræmist aldri og þroska. Með því að viðhafa heilbrigð tjáskipti og tala opinskátt við barnið eru auknar líkur á að það muni segja frá, verði það beitt kynferðisofbeldi. Börn verða að vita að fullorðnir bera ábyrgð á að vernda það. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar