Upphitun fyrir Barein: Slagurinn í eyðimörkinni Bragi Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 22:00 Lewis Hamilton á brautinni í Barein. Vísir/Getty Önnur umferðin í Formúlu 1 fer fram í konungsveldinu Barein núna um helgina. Þetta verður í 14. skiptið sem að Formúlu 1 kappakstur verður haldinn á Barein-brautinni sem er 5,4 km að lengd, sem gerir hana að einni lengstu braut mótsins. Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu umferðinni í Ástralíu fyrir tveimur vikum og annar varð helsti keppinautur hans Lewis Hamilton á Mercedes. Báðir þessir ökumenn eru að berjast um sinn fimmta titil í íþróttinni og er því alveg ljóst að slagurinn verður harður milli þeirra um helgina. Þó að það hafi verið Ferrari sem náði sigri í Ástralíu er greinilegt að ítalski bílaframleiðandinn er aðeins á eftir Mercedes í ár hvað hraða varðar. Það voru einföld reiknimistök sem urðu þýska liðinu að falli fyrir tveimur vikum en Lewis Hamilton var fljótari en Vettel í Melbourne. Ferrari mun þó koma bjartsýnt til leiks um helgina þar sem ekkert lið hefur unnið oftar í Barein heldur en ítalska liðið og Vettel hefur þar af auki náð þremur sigrum í eyðimörkinni. Nokkrar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á brautinni fyrir kappaksturinn um helgina. Þar má helst nefna að DRS svæðið á ráskaflanum hefur verið lengt um 100 metra frá því í fyrra til þess að auka líkurnar á framúrakstri. Á DRS svæðum geta ökumenn opnað afturvæng bílsins sem minnkar loftmótstöðu sem gerir þeim auðvaldara fyrir að taka framúr. Brautin í Barein er mjög krefjandi bæði fyrir ökumenn og bíla. Margar tæknilegar beygjur og hröðunarsvæði reyna gríðarlega á afturdekk bílana og hitinn í eyðimörkinni kann að verða bæði ökumönnum og vélbúnaði erfiður. Æfingar, tímatökur og að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Önnur umferðin í Formúlu 1 fer fram í konungsveldinu Barein núna um helgina. Þetta verður í 14. skiptið sem að Formúlu 1 kappakstur verður haldinn á Barein-brautinni sem er 5,4 km að lengd, sem gerir hana að einni lengstu braut mótsins. Sebastian Vettel á Ferrari stóð uppi sem sigurvegari í fyrstu umferðinni í Ástralíu fyrir tveimur vikum og annar varð helsti keppinautur hans Lewis Hamilton á Mercedes. Báðir þessir ökumenn eru að berjast um sinn fimmta titil í íþróttinni og er því alveg ljóst að slagurinn verður harður milli þeirra um helgina. Þó að það hafi verið Ferrari sem náði sigri í Ástralíu er greinilegt að ítalski bílaframleiðandinn er aðeins á eftir Mercedes í ár hvað hraða varðar. Það voru einföld reiknimistök sem urðu þýska liðinu að falli fyrir tveimur vikum en Lewis Hamilton var fljótari en Vettel í Melbourne. Ferrari mun þó koma bjartsýnt til leiks um helgina þar sem ekkert lið hefur unnið oftar í Barein heldur en ítalska liðið og Vettel hefur þar af auki náð þremur sigrum í eyðimörkinni. Nokkrar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á brautinni fyrir kappaksturinn um helgina. Þar má helst nefna að DRS svæðið á ráskaflanum hefur verið lengt um 100 metra frá því í fyrra til þess að auka líkurnar á framúrakstri. Á DRS svæðum geta ökumenn opnað afturvæng bílsins sem minnkar loftmótstöðu sem gerir þeim auðvaldara fyrir að taka framúr. Brautin í Barein er mjög krefjandi bæði fyrir ökumenn og bíla. Margar tæknilegar beygjur og hröðunarsvæði reyna gríðarlega á afturdekk bílana og hitinn í eyðimörkinni kann að verða bæði ökumönnum og vélbúnaði erfiður. Æfingar, tímatökur og að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira