Trúverðugleiki stjórnmálamanna Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. apríl 2018 09:00 Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um trúverðugleika stjórnmálamanna undanfarin misseri, nú síðast í tengslum við þátttöku Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það hefur lengi verið viðloðandi stjórnmálin að almenningur upplifi það að stjórnmálamenn tali líkt og tveimur tungum allt eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þingmaður sinnir ýmist hlutverki ráðherra, stjórnarþingmanns eða stjórnarandstöðuþingmanns og það felur í sér að þingmaður er annað hvort í hlutverki þess sem stjórnar, þess sem styður stjórnina eða þess sem veitir stjórninni aðhald. Eðli málsins samkvæmt getur þingmaður þurft að fara úr einu af þessum hlutverkum í annað, þess vegna á sama kjörtímabili. Þingmenn gagnrýna og jafnvel úthrópa ráðherra og stjórnarliða harðlega á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu en svo kveður við allt annan tón þegar viðkomandi þingmenn eru komnir í ríkisstjórnarsamstarf við viðkomandi flokk og svo öfugt. Oft getur orðið algjör kúvending á málflutningi þingmanna fyrir og eftir kosningar, á jafnvel innan við viku. Þetta dregur óhjákvæmilega úr trúverðugleika stjórnmálamanna og gerir stjórnmálin einhvern veginn of fyrirsjáanleg. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig kerfið sjálft ætti að virka öðruvísi. Við viljum jú að ríkisstjórn hverju sinni sé veitt ríkt aðhald við störf sín. Eins viljum við að flokkar geti myndað starfhæfar ríkisstjórnir. Það eru þó ákveðin atriði sem stjórnmálamenn gætu tekið til athugunar, í viðleitni til að auka trú almennings á stjórnmálunum og draga úr þeirri ríkjandi tilhneigingu að hópast í tvær andstæðar fylkingar. Eitt væri að beita alltaf málefnalegum rökum, vera sannleikanum samkvæmir og gæta ákveðins meðalhófs í gagnrýni sinni á pólitíska andstæðinga. Annað væri að viðurkenna í auknu mæli góðan árangur pólitískra andstæðinga þegar við á en ekki fara sjálfkrafa í andstöðugírinn, skotgrafahernaðinn. Þriðja væri að leitast í ríkara mæli eftir að ná samstöðu við pólitíska andstæðinga um málefni sem falla vel að stefnu beggja. Og þá raunverulega leggja sitt að mörkum svo að slíkt geti tekist. Loks mættu stjórnmálamenn oftar viðurkenna mistök sín þegar það á við í stað þess að afvegaleiða umræðuna með árásum á pólitíska andstæðinga. Allt ofangreint gæti dregið úr þeirri tilfinningu almennings að stjórnmálamenn hagi seglum einfaldlega eftir vindi, óháð hag almennings í landinu eða því sem þeir lofuðu kjósendum sínum. Það mundi óhjákvæmilega auka trúverðugleika stjórnmálanna og þar með traust almennings til Alþingis. Það er ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þing hafi hug á að leggja sitt af mörkum til að bæta stjórnmálamenninguna í landinu, með auknu samstarfi þvert á flokka og málefnalegum málflutningi. Nú er að vona og sjá.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun