Eiga íþróttagarpar framtíðarinnar að drekka gos og borða ruslfæði? Anna Sigríður Ólafsdóttir og Elísabet Margeirsdóttir skrifar 4. apríl 2018 09:02 Mikill fjöldi barna og unglinga stunda íþróttir á öllum stigum á vegum íþrótta- og ungmennafélaga landsins og er vel þekkt að íþróttaiðkun stuðlar að líkamshreysti, vellíðan og félagslegri hæfni. Stefnur stjórnvalda og íþróttafélaga hafa tekið mið af því að öll börn fái jöfn tækifæri til að stunda íþróttir eða aðrar frístundir. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi en rannsóknir á börnum og unglingum sýna almennt jákvæð tengsl á milli íþróttaiðkunar og heilbrigðs lífsstíls. Skipulagðar íþróttir geta því ekki einungis af sér afreksíþróttfólk heldur geta þær haft mótandi áhrif á heilsuhegðun barna og unglinga sem þau munu búa að til framtíðar. Því er spennandi að rannsaka öll þau tækifæri sem felast í því að að efla heilsu ungra einstaklinga í gegnum íþróttaiðkun og tómstundir.Umhverfið mótar heilsuvenjur barna og unglinga Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar börn eiga í hlut er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem hafa jákvæð mótandi áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun. Matarumhverfi alls samfélagsins mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og –venjur. Það er því ógnvænlegt að sjá hversu margar tengingar eru milli íþrótta og óhollustu í formi næringarsnauðra matvæla, gosdrykkja og skyndibita. Það er ekki nýtt að fyrirtæki nýti sér vettvang íþrótta til að hafa áhrif á ímynd vörumerkja sinna. Rannsóknir sýna að með því að tengja íþróttafélög eða íþróttamenn við hvers konar vörur, til dæmis gegnum styrktarsamninga, verður ímynd þessara vara almennt jákvæðari. Meirihluti þeirra fyrirtækja sem tengjast íþróttaviðburðum markaðssetja á þann hátt mat og drykki sem ekki geta talist annað en óhollar vörur og hafa gosdrykkjaframleiðendur verið hvað mest áberandi. Þótt slíkri markaðssetningu sé ekki beint sérstaklega að börnum þá geta þær haft sérstaklega óæskileg áhrif á þau þar sem rannsóknir hafa sýnt að meiri áhrifa gætir á mótun viðhorfa og fæðuvals barna en þeirra sem eldri eru. Þannig er markvisst unnið að því að ná til neytenda framtíðarinnar – og jafnvel verið að móta heilsuhegðun íþróttagarpa næstu kynslóðar.Gosdrykkir geta verið skaðlegir heilsu Flestir vita að neysla sykraðra gosdrykkja er óholl en hún getur meðal annars aukið líkur á sykursýki 2 og offitu. Einnig gefa nýlegar rannsóknir til kynna að neysla gosdrykkja með gervisætu geti haft neikvæð áhrif á efnaskipti líkamans. Gosdrykkjaframleiðendur fegra ímynd sýna með tengingu við íþróttir. Velta má fyrir sér hvort íþróttafólk eða –félög myndu vera tilbúin til að þiggja háar upphæðir frá áfengis- eða tóbaksframleiðendum og tengja ímynd sína opinberlega við þá á sama hátt og enn viðgengst með gosdrykki.Toppurinn að gera samning við gosdrykkjaframleiðanda? Afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir ungmenni og líklega það fólk sem upprennandi íþróttastjörnur líta einna mest upp til. Það er því sorglegt að sjá hvernig íþróttahetjur eru notaðar til að auglýsa óhollustu því þær eiga auðvelt með að fanga athygli barna. Stjórnvöld ásamt íþróttahreyfingunni allri verða að marka sér stefnu í þessum málum og íhuga vel hvaða skilaboð er verið að senda börnum í gegnum íþróttir. Mikilvægt er að átta sig á þeirri miklu samfélagslegu ábyrgð sem við berum gagnvart heilsu og heilsuhegðun ungs fólks. Íþróttagarpar framtíðarinnar eiga betra skilið en að vera stanslaust áreitt með misvísandi skilaboðum þar sem jafnvel stærstu fyrirmyndirnar eru notaðar til að markaðssetja þá óhollustu sem við myndum vilja halda frá börnunum okkar. Nær væri að við legðumst öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum. Þannig gæti íþróttahreyfingin gert kröfur um að aðeins séu leyfðir styrktaraðilar sem bjóða hollari valkosti, en til að slíkt geti orðið þarf einnig viðhorfsbreytingu hjá leiðandi fyrirtækjum. Ísland ætti og gæti verið brautryðjandi sem fyrirmynd með það öfluga íþróttafólk sem við eigum. Úr hverju mótum við íþróttagarpa framtíðarinnar?Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi barna og unglinga stunda íþróttir á öllum stigum á vegum íþrótta- og ungmennafélaga landsins og er vel þekkt að íþróttaiðkun stuðlar að líkamshreysti, vellíðan og félagslegri hæfni. Stefnur stjórnvalda og íþróttafélaga hafa tekið mið af því að öll börn fái jöfn tækifæri til að stunda íþróttir eða aðrar frístundir. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi en rannsóknir á börnum og unglingum sýna almennt jákvæð tengsl á milli íþróttaiðkunar og heilbrigðs lífsstíls. Skipulagðar íþróttir geta því ekki einungis af sér afreksíþróttfólk heldur geta þær haft mótandi áhrif á heilsuhegðun barna og unglinga sem þau munu búa að til framtíðar. Því er spennandi að rannsaka öll þau tækifæri sem felast í því að að efla heilsu ungra einstaklinga í gegnum íþróttaiðkun og tómstundir.Umhverfið mótar heilsuvenjur barna og unglinga Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar börn eiga í hlut er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem hafa jákvæð mótandi áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun. Matarumhverfi alls samfélagsins mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og –venjur. Það er því ógnvænlegt að sjá hversu margar tengingar eru milli íþrótta og óhollustu í formi næringarsnauðra matvæla, gosdrykkja og skyndibita. Það er ekki nýtt að fyrirtæki nýti sér vettvang íþrótta til að hafa áhrif á ímynd vörumerkja sinna. Rannsóknir sýna að með því að tengja íþróttafélög eða íþróttamenn við hvers konar vörur, til dæmis gegnum styrktarsamninga, verður ímynd þessara vara almennt jákvæðari. Meirihluti þeirra fyrirtækja sem tengjast íþróttaviðburðum markaðssetja á þann hátt mat og drykki sem ekki geta talist annað en óhollar vörur og hafa gosdrykkjaframleiðendur verið hvað mest áberandi. Þótt slíkri markaðssetningu sé ekki beint sérstaklega að börnum þá geta þær haft sérstaklega óæskileg áhrif á þau þar sem rannsóknir hafa sýnt að meiri áhrifa gætir á mótun viðhorfa og fæðuvals barna en þeirra sem eldri eru. Þannig er markvisst unnið að því að ná til neytenda framtíðarinnar – og jafnvel verið að móta heilsuhegðun íþróttagarpa næstu kynslóðar.Gosdrykkir geta verið skaðlegir heilsu Flestir vita að neysla sykraðra gosdrykkja er óholl en hún getur meðal annars aukið líkur á sykursýki 2 og offitu. Einnig gefa nýlegar rannsóknir til kynna að neysla gosdrykkja með gervisætu geti haft neikvæð áhrif á efnaskipti líkamans. Gosdrykkjaframleiðendur fegra ímynd sýna með tengingu við íþróttir. Velta má fyrir sér hvort íþróttafólk eða –félög myndu vera tilbúin til að þiggja háar upphæðir frá áfengis- eða tóbaksframleiðendum og tengja ímynd sína opinberlega við þá á sama hátt og enn viðgengst með gosdrykki.Toppurinn að gera samning við gosdrykkjaframleiðanda? Afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir ungmenni og líklega það fólk sem upprennandi íþróttastjörnur líta einna mest upp til. Það er því sorglegt að sjá hvernig íþróttahetjur eru notaðar til að auglýsa óhollustu því þær eiga auðvelt með að fanga athygli barna. Stjórnvöld ásamt íþróttahreyfingunni allri verða að marka sér stefnu í þessum málum og íhuga vel hvaða skilaboð er verið að senda börnum í gegnum íþróttir. Mikilvægt er að átta sig á þeirri miklu samfélagslegu ábyrgð sem við berum gagnvart heilsu og heilsuhegðun ungs fólks. Íþróttagarpar framtíðarinnar eiga betra skilið en að vera stanslaust áreitt með misvísandi skilaboðum þar sem jafnvel stærstu fyrirmyndirnar eru notaðar til að markaðssetja þá óhollustu sem við myndum vilja halda frá börnunum okkar. Nær væri að við legðumst öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum. Þannig gæti íþróttahreyfingin gert kröfur um að aðeins séu leyfðir styrktaraðilar sem bjóða hollari valkosti, en til að slíkt geti orðið þarf einnig viðhorfsbreytingu hjá leiðandi fyrirtækjum. Ísland ætti og gæti verið brautryðjandi sem fyrirmynd með það öfluga íþróttafólk sem við eigum. Úr hverju mótum við íþróttagarpa framtíðarinnar?Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun