Eiga íþróttagarpar framtíðarinnar að drekka gos og borða ruslfæði? Anna Sigríður Ólafsdóttir og Elísabet Margeirsdóttir skrifar 4. apríl 2018 09:02 Mikill fjöldi barna og unglinga stunda íþróttir á öllum stigum á vegum íþrótta- og ungmennafélaga landsins og er vel þekkt að íþróttaiðkun stuðlar að líkamshreysti, vellíðan og félagslegri hæfni. Stefnur stjórnvalda og íþróttafélaga hafa tekið mið af því að öll börn fái jöfn tækifæri til að stunda íþróttir eða aðrar frístundir. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi en rannsóknir á börnum og unglingum sýna almennt jákvæð tengsl á milli íþróttaiðkunar og heilbrigðs lífsstíls. Skipulagðar íþróttir geta því ekki einungis af sér afreksíþróttfólk heldur geta þær haft mótandi áhrif á heilsuhegðun barna og unglinga sem þau munu búa að til framtíðar. Því er spennandi að rannsaka öll þau tækifæri sem felast í því að að efla heilsu ungra einstaklinga í gegnum íþróttaiðkun og tómstundir.Umhverfið mótar heilsuvenjur barna og unglinga Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar börn eiga í hlut er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem hafa jákvæð mótandi áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun. Matarumhverfi alls samfélagsins mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og –venjur. Það er því ógnvænlegt að sjá hversu margar tengingar eru milli íþrótta og óhollustu í formi næringarsnauðra matvæla, gosdrykkja og skyndibita. Það er ekki nýtt að fyrirtæki nýti sér vettvang íþrótta til að hafa áhrif á ímynd vörumerkja sinna. Rannsóknir sýna að með því að tengja íþróttafélög eða íþróttamenn við hvers konar vörur, til dæmis gegnum styrktarsamninga, verður ímynd þessara vara almennt jákvæðari. Meirihluti þeirra fyrirtækja sem tengjast íþróttaviðburðum markaðssetja á þann hátt mat og drykki sem ekki geta talist annað en óhollar vörur og hafa gosdrykkjaframleiðendur verið hvað mest áberandi. Þótt slíkri markaðssetningu sé ekki beint sérstaklega að börnum þá geta þær haft sérstaklega óæskileg áhrif á þau þar sem rannsóknir hafa sýnt að meiri áhrifa gætir á mótun viðhorfa og fæðuvals barna en þeirra sem eldri eru. Þannig er markvisst unnið að því að ná til neytenda framtíðarinnar – og jafnvel verið að móta heilsuhegðun íþróttagarpa næstu kynslóðar.Gosdrykkir geta verið skaðlegir heilsu Flestir vita að neysla sykraðra gosdrykkja er óholl en hún getur meðal annars aukið líkur á sykursýki 2 og offitu. Einnig gefa nýlegar rannsóknir til kynna að neysla gosdrykkja með gervisætu geti haft neikvæð áhrif á efnaskipti líkamans. Gosdrykkjaframleiðendur fegra ímynd sýna með tengingu við íþróttir. Velta má fyrir sér hvort íþróttafólk eða –félög myndu vera tilbúin til að þiggja háar upphæðir frá áfengis- eða tóbaksframleiðendum og tengja ímynd sína opinberlega við þá á sama hátt og enn viðgengst með gosdrykki.Toppurinn að gera samning við gosdrykkjaframleiðanda? Afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir ungmenni og líklega það fólk sem upprennandi íþróttastjörnur líta einna mest upp til. Það er því sorglegt að sjá hvernig íþróttahetjur eru notaðar til að auglýsa óhollustu því þær eiga auðvelt með að fanga athygli barna. Stjórnvöld ásamt íþróttahreyfingunni allri verða að marka sér stefnu í þessum málum og íhuga vel hvaða skilaboð er verið að senda börnum í gegnum íþróttir. Mikilvægt er að átta sig á þeirri miklu samfélagslegu ábyrgð sem við berum gagnvart heilsu og heilsuhegðun ungs fólks. Íþróttagarpar framtíðarinnar eiga betra skilið en að vera stanslaust áreitt með misvísandi skilaboðum þar sem jafnvel stærstu fyrirmyndirnar eru notaðar til að markaðssetja þá óhollustu sem við myndum vilja halda frá börnunum okkar. Nær væri að við legðumst öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum. Þannig gæti íþróttahreyfingin gert kröfur um að aðeins séu leyfðir styrktaraðilar sem bjóða hollari valkosti, en til að slíkt geti orðið þarf einnig viðhorfsbreytingu hjá leiðandi fyrirtækjum. Ísland ætti og gæti verið brautryðjandi sem fyrirmynd með það öfluga íþróttafólk sem við eigum. Úr hverju mótum við íþróttagarpa framtíðarinnar?Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi barna og unglinga stunda íþróttir á öllum stigum á vegum íþrótta- og ungmennafélaga landsins og er vel þekkt að íþróttaiðkun stuðlar að líkamshreysti, vellíðan og félagslegri hæfni. Stefnur stjórnvalda og íþróttafélaga hafa tekið mið af því að öll börn fái jöfn tækifæri til að stunda íþróttir eða aðrar frístundir. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi en rannsóknir á börnum og unglingum sýna almennt jákvæð tengsl á milli íþróttaiðkunar og heilbrigðs lífsstíls. Skipulagðar íþróttir geta því ekki einungis af sér afreksíþróttfólk heldur geta þær haft mótandi áhrif á heilsuhegðun barna og unglinga sem þau munu búa að til framtíðar. Því er spennandi að rannsaka öll þau tækifæri sem felast í því að að efla heilsu ungra einstaklinga í gegnum íþróttaiðkun og tómstundir.Umhverfið mótar heilsuvenjur barna og unglinga Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar börn eiga í hlut er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem hafa jákvæð mótandi áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun. Matarumhverfi alls samfélagsins mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og –venjur. Það er því ógnvænlegt að sjá hversu margar tengingar eru milli íþrótta og óhollustu í formi næringarsnauðra matvæla, gosdrykkja og skyndibita. Það er ekki nýtt að fyrirtæki nýti sér vettvang íþrótta til að hafa áhrif á ímynd vörumerkja sinna. Rannsóknir sýna að með því að tengja íþróttafélög eða íþróttamenn við hvers konar vörur, til dæmis gegnum styrktarsamninga, verður ímynd þessara vara almennt jákvæðari. Meirihluti þeirra fyrirtækja sem tengjast íþróttaviðburðum markaðssetja á þann hátt mat og drykki sem ekki geta talist annað en óhollar vörur og hafa gosdrykkjaframleiðendur verið hvað mest áberandi. Þótt slíkri markaðssetningu sé ekki beint sérstaklega að börnum þá geta þær haft sérstaklega óæskileg áhrif á þau þar sem rannsóknir hafa sýnt að meiri áhrifa gætir á mótun viðhorfa og fæðuvals barna en þeirra sem eldri eru. Þannig er markvisst unnið að því að ná til neytenda framtíðarinnar – og jafnvel verið að móta heilsuhegðun íþróttagarpa næstu kynslóðar.Gosdrykkir geta verið skaðlegir heilsu Flestir vita að neysla sykraðra gosdrykkja er óholl en hún getur meðal annars aukið líkur á sykursýki 2 og offitu. Einnig gefa nýlegar rannsóknir til kynna að neysla gosdrykkja með gervisætu geti haft neikvæð áhrif á efnaskipti líkamans. Gosdrykkjaframleiðendur fegra ímynd sýna með tengingu við íþróttir. Velta má fyrir sér hvort íþróttafólk eða –félög myndu vera tilbúin til að þiggja háar upphæðir frá áfengis- eða tóbaksframleiðendum og tengja ímynd sína opinberlega við þá á sama hátt og enn viðgengst með gosdrykki.Toppurinn að gera samning við gosdrykkjaframleiðanda? Afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir ungmenni og líklega það fólk sem upprennandi íþróttastjörnur líta einna mest upp til. Það er því sorglegt að sjá hvernig íþróttahetjur eru notaðar til að auglýsa óhollustu því þær eiga auðvelt með að fanga athygli barna. Stjórnvöld ásamt íþróttahreyfingunni allri verða að marka sér stefnu í þessum málum og íhuga vel hvaða skilaboð er verið að senda börnum í gegnum íþróttir. Mikilvægt er að átta sig á þeirri miklu samfélagslegu ábyrgð sem við berum gagnvart heilsu og heilsuhegðun ungs fólks. Íþróttagarpar framtíðarinnar eiga betra skilið en að vera stanslaust áreitt með misvísandi skilaboðum þar sem jafnvel stærstu fyrirmyndirnar eru notaðar til að markaðssetja þá óhollustu sem við myndum vilja halda frá börnunum okkar. Nær væri að við legðumst öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum. Þannig gæti íþróttahreyfingin gert kröfur um að aðeins séu leyfðir styrktaraðilar sem bjóða hollari valkosti, en til að slíkt geti orðið þarf einnig viðhorfsbreytingu hjá leiðandi fyrirtækjum. Ísland ætti og gæti verið brautryðjandi sem fyrirmynd með það öfluga íþróttafólk sem við eigum. Úr hverju mótum við íþróttagarpa framtíðarinnar?Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Elísabet Margeirsdóttir, aðjúnkt í íþróttanæringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun