Kominn tími á gott flashmob Guðmundur Steingrímsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Þegar ég gegndi þingmennsku leitaði ég stundum á náðir ímyndunaraflsins til þess að gera mestu þrætutímabilin í þingsal bærilegri. Kannski þegar Jón Gunnarsson hafði lagt fram tillögu um að henda upp átta virkjunum með tilheyrandi náttúruspjöllum sísvona, og fólk var almennt og skiljanlega snælduvitlaust – ég meðtalinn – svo dögum skipti í pontu þingsins, þá var aðkallandi að flýja veruleikann einstaka sinnum í huganum. Ég sá fyrir mér að þegar deilur væru í hámarki og fólk væri að drepast úr depurð myndi heyrast taktur í þingsal, penna slegið í borð. Það myndi slá þögn á ræðumann. Hann yrði undrandi. Svo heyrðist annar sláttur, annars staðar úr salnum. Annar þingmaður slægi penna í borð. Þá myndi forsetinn ranka við sér. Í stað þess að stöðva þessa harmóníu í fæðingu myndi hann lymskulega, með brosvipru á vör, slá í bjölluna í takt við pennana. Ræðumaður væri þá alveg þagnaður. Skyndilega myndi áhorfandi á pöllunum bresta í söng, ung stúlka. Hún myndi syngja eitthvað dásamlega fallegt, uppörvandi og skemmtilegt. Þingheimur stæði upp. Í viðlaginu myndu þingverðir streyma inn í vel skipulagðri röð og hefja dans á gólfi og borðum og henda skjölum upp í loftið. Allir myndu dansa. Hurðir yrðu opnaðar upp á gátt. Allir streymdu út, starfsmenn, þingmenn, áhorfendur, valhoppandi út á Austurvöll. Þar hitti þingheimur fólkið í landinu. Mótmælendur með tunnur kæmu með í taktinn. Lúðrablásarar blésu flottar línur. Túristar dönsuðu hliðar saman hliðar í fallegri röð í alls konar lituðum goretexjökkum. Út úr búðunum og veitingastöðunum streymdi fólk, konur í doppóttum kjólum og menn með uppbrettar skyrtuermar og sixpensara á höfði. Það yrði dansað niður á höfn, þar sem sjómennirnir slægjust í hópinn. Og svo áfram og upp. Þetta yrði eins og byrjunaratriðið í La la land. Allsherjar söng- og dansleikur.Kærleikur í Kóreu Ég hafna því að ég sé afbrigðilegur hvað þetta varðar. Þörfin á því að upplifa hversdagsleikann sem söngleik er sammannleg. Þegar þetta er skrifað hafa 17 milljón manns horft á Facebook á þrjár systur í írsku fjósi syngja og dansa með kústsköftum við lagið Don’t stop believin’. Fyrir nokkrum árum var efnt til skipulagðra, og óvæntra, dansatriða út um allt. Eiginlega alls staðar nema í þinginu. Það hét flashmob. Heilu verslunarmiðstöðvarnar brustu í söng og dans. Fyrir helgi varð mér hugsað til möguleikans á því að eitt svona atriði myndi eiga sér stað á stjarnfræðilegum skala. Ég eygi möguleika á allsherjar söng- og dansleik á Kóreuskaga. Eftir áratuga vopnaskak þjóðanna þar hittust þeir Kim Jung-un og Moon Jae-in loksins og ræddu málin á löngum fundi. Þeir voru brosandi. Þeir göntuðust. Þeir féllust í faðma. Það jaðraði við flashmob. Maður spyr sig: Leyfist manni að vona að loksins hafi þannig ákvarðanir verið teknar innan hins alræmda einræðisríkis, Norður-Kóreu, að fegurð og birta geti loksins flætt þangað inn? Að fólk verði laust úr ánauð? Ég fór eitt sinn að þessum landamærum. Það er ótrúlegt að horfa yfir. Í Norður-Kóreu er enginn skógur. Þar hefur allt verið brennt til að hita upp húsin. Þar eru gerviþorp, leikmyndir, sem byggð voru af einræðisstjórninni til að telja umheiminum trú um að allt stæði í blóma. Í hlíðinni á einu fjallinu stendur risastór stytta af Kim Il-sung. Mikið yrði veröldin betri ef þeir félagar, Moon og Kim, myndu leysa ágreininginn með einu góðu söngleikjaatriði, steppa sig inn í frið og kærleika fyrir þjóðirnar báðar. Kannski er það nógu merkilegt atriði í bili, og fagurt, að leiðtogarnir tveir ætli sér að sameina fjölskyldur sem hafa verið aðskildar í áratugi. Íslenskur söng- og dansleikur Svona tíðindi eru æðisleg. Þau vekja von. Kannski eru þetta falsvonir. Kannski er þetta plott vondra manna. En maður getur samt leyft sér að vona. Lífið verður aldrei alveg söngleikur. En það má ímynda sér það, eins og í þinginu forðum. Kannski gerist það næstum því. Það nægir. Góð tíðindi geta gerst og heimurinn getur tekið framförum. Tökum Ísland: Það væri æðislegt ef á Íslandi væru einhvern tímann lágir vextir á húsnæðislánum og efnahagslífið væri stöðugt. Ef hér væri fullt af góðum, fjölbreyttum, vel launuðum störfum fyrir fólk með alls konar menntun og hæfileika. Ef heilbrigðisþjónustan væri fullfjármögnuð og skólakerfið líka. Ef vegirnir væru góðir. Ef allir gætu fengið þak yfir höfuðið án þess að eiga 23 þúsund milljónir. Ef allt væri ekki svona rosalega dýrt, þannig að maður gæti sleppt því að fá hjartaflökt og aðsvif um hver mánaðamót. Ef allir væru sammála um það, alltaf, að við ætluðum að vernda íslenska náttúru. Allt er þetta vel mögulegt. Og það sem meira er: Þetta væri efni í mjög flott flashmob. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég gegndi þingmennsku leitaði ég stundum á náðir ímyndunaraflsins til þess að gera mestu þrætutímabilin í þingsal bærilegri. Kannski þegar Jón Gunnarsson hafði lagt fram tillögu um að henda upp átta virkjunum með tilheyrandi náttúruspjöllum sísvona, og fólk var almennt og skiljanlega snælduvitlaust – ég meðtalinn – svo dögum skipti í pontu þingsins, þá var aðkallandi að flýja veruleikann einstaka sinnum í huganum. Ég sá fyrir mér að þegar deilur væru í hámarki og fólk væri að drepast úr depurð myndi heyrast taktur í þingsal, penna slegið í borð. Það myndi slá þögn á ræðumann. Hann yrði undrandi. Svo heyrðist annar sláttur, annars staðar úr salnum. Annar þingmaður slægi penna í borð. Þá myndi forsetinn ranka við sér. Í stað þess að stöðva þessa harmóníu í fæðingu myndi hann lymskulega, með brosvipru á vör, slá í bjölluna í takt við pennana. Ræðumaður væri þá alveg þagnaður. Skyndilega myndi áhorfandi á pöllunum bresta í söng, ung stúlka. Hún myndi syngja eitthvað dásamlega fallegt, uppörvandi og skemmtilegt. Þingheimur stæði upp. Í viðlaginu myndu þingverðir streyma inn í vel skipulagðri röð og hefja dans á gólfi og borðum og henda skjölum upp í loftið. Allir myndu dansa. Hurðir yrðu opnaðar upp á gátt. Allir streymdu út, starfsmenn, þingmenn, áhorfendur, valhoppandi út á Austurvöll. Þar hitti þingheimur fólkið í landinu. Mótmælendur með tunnur kæmu með í taktinn. Lúðrablásarar blésu flottar línur. Túristar dönsuðu hliðar saman hliðar í fallegri röð í alls konar lituðum goretexjökkum. Út úr búðunum og veitingastöðunum streymdi fólk, konur í doppóttum kjólum og menn með uppbrettar skyrtuermar og sixpensara á höfði. Það yrði dansað niður á höfn, þar sem sjómennirnir slægjust í hópinn. Og svo áfram og upp. Þetta yrði eins og byrjunaratriðið í La la land. Allsherjar söng- og dansleikur.Kærleikur í Kóreu Ég hafna því að ég sé afbrigðilegur hvað þetta varðar. Þörfin á því að upplifa hversdagsleikann sem söngleik er sammannleg. Þegar þetta er skrifað hafa 17 milljón manns horft á Facebook á þrjár systur í írsku fjósi syngja og dansa með kústsköftum við lagið Don’t stop believin’. Fyrir nokkrum árum var efnt til skipulagðra, og óvæntra, dansatriða út um allt. Eiginlega alls staðar nema í þinginu. Það hét flashmob. Heilu verslunarmiðstöðvarnar brustu í söng og dans. Fyrir helgi varð mér hugsað til möguleikans á því að eitt svona atriði myndi eiga sér stað á stjarnfræðilegum skala. Ég eygi möguleika á allsherjar söng- og dansleik á Kóreuskaga. Eftir áratuga vopnaskak þjóðanna þar hittust þeir Kim Jung-un og Moon Jae-in loksins og ræddu málin á löngum fundi. Þeir voru brosandi. Þeir göntuðust. Þeir féllust í faðma. Það jaðraði við flashmob. Maður spyr sig: Leyfist manni að vona að loksins hafi þannig ákvarðanir verið teknar innan hins alræmda einræðisríkis, Norður-Kóreu, að fegurð og birta geti loksins flætt þangað inn? Að fólk verði laust úr ánauð? Ég fór eitt sinn að þessum landamærum. Það er ótrúlegt að horfa yfir. Í Norður-Kóreu er enginn skógur. Þar hefur allt verið brennt til að hita upp húsin. Þar eru gerviþorp, leikmyndir, sem byggð voru af einræðisstjórninni til að telja umheiminum trú um að allt stæði í blóma. Í hlíðinni á einu fjallinu stendur risastór stytta af Kim Il-sung. Mikið yrði veröldin betri ef þeir félagar, Moon og Kim, myndu leysa ágreininginn með einu góðu söngleikjaatriði, steppa sig inn í frið og kærleika fyrir þjóðirnar báðar. Kannski er það nógu merkilegt atriði í bili, og fagurt, að leiðtogarnir tveir ætli sér að sameina fjölskyldur sem hafa verið aðskildar í áratugi. Íslenskur söng- og dansleikur Svona tíðindi eru æðisleg. Þau vekja von. Kannski eru þetta falsvonir. Kannski er þetta plott vondra manna. En maður getur samt leyft sér að vona. Lífið verður aldrei alveg söngleikur. En það má ímynda sér það, eins og í þinginu forðum. Kannski gerist það næstum því. Það nægir. Góð tíðindi geta gerst og heimurinn getur tekið framförum. Tökum Ísland: Það væri æðislegt ef á Íslandi væru einhvern tímann lágir vextir á húsnæðislánum og efnahagslífið væri stöðugt. Ef hér væri fullt af góðum, fjölbreyttum, vel launuðum störfum fyrir fólk með alls konar menntun og hæfileika. Ef heilbrigðisþjónustan væri fullfjármögnuð og skólakerfið líka. Ef vegirnir væru góðir. Ef allir gætu fengið þak yfir höfuðið án þess að eiga 23 þúsund milljónir. Ef allt væri ekki svona rosalega dýrt, þannig að maður gæti sleppt því að fá hjartaflökt og aðsvif um hver mánaðamót. Ef allir væru sammála um það, alltaf, að við ætluðum að vernda íslenska náttúru. Allt er þetta vel mögulegt. Og það sem meira er: Þetta væri efni í mjög flott flashmob.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar