Vegferðin frá hruni Ásta S. Helgadóttir skrifar 5. október 2018 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun