Ferðatöskur til Parísar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. október 2018 07:00 Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt?
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun