Fóstureyðingar gætu fellt ríkisstjórn May og sameinað Írland á ný Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 29. maí 2018 10:56 Mikill meirihluti Íra fagnaði niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hún gæti á endanum leitt til endursameiningar landsins að mati fréttaskýrenda. Vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er komin í ómögulega stöðu eftir að mikill meirihluti Íra kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema bann við fóstureyðingum. Fóstureyðingar eru enn bannaðar á Norður-Írlandi, sem er undir breskri stjórn, og May getur ekki breytt því án þess að fella eigin ríkisstjórn. Ástæðan er sú að breski Íhaldsflokkurinn neyddist til að semja við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP, til að koma á ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi er gríðarlega íhaldssamur og byggir á strangri mótmælendatrú og andúð á kaþólikkum. Það er nánast útilokað að Sambandsflokkurinn myndi samþykkja breytingar á lögum um fóstureyðingar, sérstaklega af því að svarnir andstæðingar þeirra í Sinn Fein eru fylgjandi slíkum breytingum. Sinn Fein var upphaflega hinn pólitíski armur írska lýðveldishersins, IRA. Flokkurinn hallar töluvert til vinstri og styður lögleyðingu fóstureyðinga og full mannréttindi hinsegin fólks, þrátt fyrir að vera að nafninu til kaþólskur flokkur. Bæði málefni hinsegin fólks og fóstureyðingar eru sem eitur í beinum sambandssinna en það situr bandamenn þeirra í Lundúnum í afar vandræðalega stöðu. Norður-Írar eru nú búnir að dragast langt aftur úr bæði öðrum Bretum og Írum hvað varðar þessi mál og aukinn þrýstingur er á stjórnvöld að gera breytingar. Í leiðara í breska dagblaðinu The Guardian í dag er því meira að segja spáð að þetta geti leitt til sameiningu Írlands. Leiðtogar Sambandsflokksins séu algjörlega andsnúnir öllum málamiðlunum og líti réttilega svo á að þeir hafi öll spil á hendi. Þeir séu eins og drukkinn gestur í samkvæmi ríkisstjórnarinnar, á endanum þurfi að vísa þeim á dyr eða sætta sig við algjöra upplausn sem gæti endað með endalokum breskra yfirráða á Írlandi. Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Gerð nýrra laga hefst í vikunni Tveir af hverjum þremur kusu með því að fella stjórnarskrárviðauka úr gildi sem bannar fóstureyðingar. Fóstureyðingar hafa verið ólöglegar á Írlandi frá 1983. Mikill fjöldi kom saman til að fagna niðurstöðunni. 28. maí 2018 06:00 Banna auglýsingar útlendinga fyrir þjóðaratkvæði um fóstureyðingar Bandarískir hópar andsnúnir fóstureyðingum hafa keypt auglýsingar á netinu til að hafa áhrif á niðurstöðuna. 8. maí 2018 15:09 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er komin í ómögulega stöðu eftir að mikill meirihluti Íra kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema bann við fóstureyðingum. Fóstureyðingar eru enn bannaðar á Norður-Írlandi, sem er undir breskri stjórn, og May getur ekki breytt því án þess að fella eigin ríkisstjórn. Ástæðan er sú að breski Íhaldsflokkurinn neyddist til að semja við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP, til að koma á ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Sambandsflokkurinn á Norður-Írlandi er gríðarlega íhaldssamur og byggir á strangri mótmælendatrú og andúð á kaþólikkum. Það er nánast útilokað að Sambandsflokkurinn myndi samþykkja breytingar á lögum um fóstureyðingar, sérstaklega af því að svarnir andstæðingar þeirra í Sinn Fein eru fylgjandi slíkum breytingum. Sinn Fein var upphaflega hinn pólitíski armur írska lýðveldishersins, IRA. Flokkurinn hallar töluvert til vinstri og styður lögleyðingu fóstureyðinga og full mannréttindi hinsegin fólks, þrátt fyrir að vera að nafninu til kaþólskur flokkur. Bæði málefni hinsegin fólks og fóstureyðingar eru sem eitur í beinum sambandssinna en það situr bandamenn þeirra í Lundúnum í afar vandræðalega stöðu. Norður-Írar eru nú búnir að dragast langt aftur úr bæði öðrum Bretum og Írum hvað varðar þessi mál og aukinn þrýstingur er á stjórnvöld að gera breytingar. Í leiðara í breska dagblaðinu The Guardian í dag er því meira að segja spáð að þetta geti leitt til sameiningu Írlands. Leiðtogar Sambandsflokksins séu algjörlega andsnúnir öllum málamiðlunum og líti réttilega svo á að þeir hafi öll spil á hendi. Þeir séu eins og drukkinn gestur í samkvæmi ríkisstjórnarinnar, á endanum þurfi að vísa þeim á dyr eða sætta sig við algjöra upplausn sem gæti endað með endalokum breskra yfirráða á Írlandi.
Tengdar fréttir Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Gerð nýrra laga hefst í vikunni Tveir af hverjum þremur kusu með því að fella stjórnarskrárviðauka úr gildi sem bannar fóstureyðingar. Fóstureyðingar hafa verið ólöglegar á Írlandi frá 1983. Mikill fjöldi kom saman til að fagna niðurstöðunni. 28. maí 2018 06:00 Banna auglýsingar útlendinga fyrir þjóðaratkvæði um fóstureyðingar Bandarískir hópar andsnúnir fóstureyðingum hafa keypt auglýsingar á netinu til að hafa áhrif á niðurstöðuna. 8. maí 2018 15:09 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25
Gerð nýrra laga hefst í vikunni Tveir af hverjum þremur kusu með því að fella stjórnarskrárviðauka úr gildi sem bannar fóstureyðingar. Fóstureyðingar hafa verið ólöglegar á Írlandi frá 1983. Mikill fjöldi kom saman til að fagna niðurstöðunni. 28. maí 2018 06:00
Banna auglýsingar útlendinga fyrir þjóðaratkvæði um fóstureyðingar Bandarískir hópar andsnúnir fóstureyðingum hafa keypt auglýsingar á netinu til að hafa áhrif á niðurstöðuna. 8. maí 2018 15:09
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent