FRÍSK hefur fengið lagt lögbann á IPTV Iceland Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 16:17 IPTV Iceland hefur meðal annars selt aðgang að ensku deildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. vísir/getty Að gefnu tilefni er rétt að árétta að greinin birtist í maí 2018. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndiðnaði, í umboði Sýnar hf. hefur fengið lagt á lögbann gagnvart forsvarsmanni IPTV Iceland, sem bæði veitir eða selur aðgang að sjónvarpsútsendingum, þ.m.t. hljóð- og myndefni, sem og dagskrá þar sem sýnt er meðal annars frá knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en þar segir að IPTV Iceland selji viðskiptavinum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi“ sem inniheldur aðgang að útsendingum hundruð sjónvarpsstöðva, auk aðgangs að kvikmyndum sem horfa má á samkvæmt pöntun. Á öllum þeim sjónvarpsrásum er sýnt sjónvarpsefni sem verndað er af höfundarrétti og reglum höfundalaga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að IPTV Iceland hafi ekki aflað sér heimildar frá rétthöfum til sýningar á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum sjálfum, né frá rétthöfum og eigendum höfundarréttinda að einstökum dagskrárliðum. Þær sjónvarpsstöðvar hafa þar að auki hvorki vilja né heimildir frá rétthöfum þess myndefnis sem þar er sýnt, til að sýna umrætt efni hér á landi. Háttsemin er sögð brjóta gegn fjölmörgum ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga. Þess var krafist að fyrirsvarsmaður IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar meða talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni. Sýslumaður tók undir þær kröfur og lagði lögbann við starfseminni. „Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði. Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ er haft eftir Hallgrími Kristinssyni, formanni FRÍSK. „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum. Íslenskir rétthafar tapa um 1.1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals, að því er fram kemur í tilkynningunni. Greinin skapar þúsundir starfa og samanlagt renna um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins. Verður leitað staðfestingar á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Þá verður háttsemi fyrirsvarsmanns einnig kærð til lögreglu von bráðar.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Að gefnu tilefni er rétt að árétta að greinin birtist í maí 2018. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndiðnaði, í umboði Sýnar hf. hefur fengið lagt á lögbann gagnvart forsvarsmanni IPTV Iceland, sem bæði veitir eða selur aðgang að sjónvarpsútsendingum, þ.m.t. hljóð- og myndefni, sem og dagskrá þar sem sýnt er meðal annars frá knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en þar segir að IPTV Iceland selji viðskiptavinum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi“ sem inniheldur aðgang að útsendingum hundruð sjónvarpsstöðva, auk aðgangs að kvikmyndum sem horfa má á samkvæmt pöntun. Á öllum þeim sjónvarpsrásum er sýnt sjónvarpsefni sem verndað er af höfundarrétti og reglum höfundalaga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að IPTV Iceland hafi ekki aflað sér heimildar frá rétthöfum til sýningar á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum sjálfum, né frá rétthöfum og eigendum höfundarréttinda að einstökum dagskrárliðum. Þær sjónvarpsstöðvar hafa þar að auki hvorki vilja né heimildir frá rétthöfum þess myndefnis sem þar er sýnt, til að sýna umrætt efni hér á landi. Háttsemin er sögð brjóta gegn fjölmörgum ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga. Þess var krafist að fyrirsvarsmaður IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar meða talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni. Sýslumaður tók undir þær kröfur og lagði lögbann við starfseminni. „Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði. Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ er haft eftir Hallgrími Kristinssyni, formanni FRÍSK. „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum. Íslenskir rétthafar tapa um 1.1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals, að því er fram kemur í tilkynningunni. Greinin skapar þúsundir starfa og samanlagt renna um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins. Verður leitað staðfestingar á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Þá verður háttsemi fyrirsvarsmanns einnig kærð til lögreglu von bráðar.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira