Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:02 Leigubílstjórar minntust félaga sinna sem fallið hafa fyrir eigin hendi á þessu ári. vísir/getty New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. Reglurnar sem samþykktar voru í gær munu hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja á borð við Uber og Lyft í borginni. Samtök leigubílstjóra og baráttufólk gegn umferðaröngþveiti hafa krafist aðgerða frá borgaryfirvöldum eftir sprengingu í fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Talið er að þær séu nú um 80 þúsund, samanborið við rúmlega 13 þúsund „gula leigubíla“ - sem lengi hafa verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Leigubílstjórar söfnuðust saman í vikunni fyrir framan samgöngustofu borgarinnar og minntust sex starfsbræða sinna sem hafa fyrirfarið sér á árinu. Sjálfsvígin eru rakin til bágrar fjárhagsstöðu bílstjóranna, sem sögð var vera tilkomin vegna aukinnar samkeppni frá deilibílaþjónustum.Ekki lausn við teppum Nýju reglurnar banna einnig nýskráningar á deilibifreiðum næsta árið, að frátöldum bifreiðum sem eru sérútbúnar fyrir hjólastóla. Þær kveða að sama skapi á um lágmarksgjald, lágmarkslaun fyrir bílstjóra og nýtt regluverk fyrir deilibílaþjónustur. Ekki er búið að ákveða hver lágmarkslaun bílstjóranna skulu vera en rúmlega 17 dalir á klukkustund hafa verið nefndir í þessu samhengi. Borgarstjóri New York mælti fyrir reglunum og segir að þær komi í veg fyrir umferðarteppur. Talsmenn deilibílaþjónustu voru eðli málsins samkvæmt andvígir reglunum, sem þeir segja að muni bitna á neytendum. Þar að auki muni þær gera lítið til að greiða úr umferðarflækjum. Þvert á móti munu New York-búar eiga erfiðara með að komast á milli staða eftir breytingarnar, sérstaklega fólk af erlendu bergi brotið og íbúar úthverfanna. New York var stærsta markaðssvæði Uber í Bandaríkjunum og talið er að íbúar borgarinnar fari að jafnaði um 17 milljón ferðir með deilibílaþjónustum í hverjum mánuði. Tækni Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. Reglurnar sem samþykktar voru í gær munu hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja á borð við Uber og Lyft í borginni. Samtök leigubílstjóra og baráttufólk gegn umferðaröngþveiti hafa krafist aðgerða frá borgaryfirvöldum eftir sprengingu í fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Talið er að þær séu nú um 80 þúsund, samanborið við rúmlega 13 þúsund „gula leigubíla“ - sem lengi hafa verið eitt helsta kennileiti borgarinnar. Leigubílstjórar söfnuðust saman í vikunni fyrir framan samgöngustofu borgarinnar og minntust sex starfsbræða sinna sem hafa fyrirfarið sér á árinu. Sjálfsvígin eru rakin til bágrar fjárhagsstöðu bílstjóranna, sem sögð var vera tilkomin vegna aukinnar samkeppni frá deilibílaþjónustum.Ekki lausn við teppum Nýju reglurnar banna einnig nýskráningar á deilibifreiðum næsta árið, að frátöldum bifreiðum sem eru sérútbúnar fyrir hjólastóla. Þær kveða að sama skapi á um lágmarksgjald, lágmarkslaun fyrir bílstjóra og nýtt regluverk fyrir deilibílaþjónustur. Ekki er búið að ákveða hver lágmarkslaun bílstjóranna skulu vera en rúmlega 17 dalir á klukkustund hafa verið nefndir í þessu samhengi. Borgarstjóri New York mælti fyrir reglunum og segir að þær komi í veg fyrir umferðarteppur. Talsmenn deilibílaþjónustu voru eðli málsins samkvæmt andvígir reglunum, sem þeir segja að muni bitna á neytendum. Þar að auki muni þær gera lítið til að greiða úr umferðarflækjum. Þvert á móti munu New York-búar eiga erfiðara með að komast á milli staða eftir breytingarnar, sérstaklega fólk af erlendu bergi brotið og íbúar úthverfanna. New York var stærsta markaðssvæði Uber í Bandaríkjunum og talið er að íbúar borgarinnar fari að jafnaði um 17 milljón ferðir með deilibílaþjónustum í hverjum mánuði.
Tækni Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Fá 550 dali fyrir að leggja einkabílnum Bandaríska farveitan Lyft hefur ákveðið að gefa eitt hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 dali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur, gegn því að þeir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. 1. ágúst 2018 06:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur