Innlent

Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Dómarar við Landsrétt.
Dómarar við Landsrétt. Dómsmálaráðuneytið

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Þar með hefur Hæstiréttur einnig staðfest að Arnfríður Einarsdóttir dómari hafi ekki verið vanhæf til að dæma í málinu í Landsrétti. Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason saksóknari hjá ríkissaksóknara.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi.

Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. 

Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að þegar hafi verið tekin sú ákvörðun að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins. Það verði sent til Strassborgar á næstu dögum.

Dóminn má lesa hér.


Tengdar fréttir

Arnfríður ekki vanhæf

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti.

Mál Arnfríðar fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um áfrýjunarleyfi í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti í mars.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.