Úlfar í sauðargæru Ólafur Loftsson skrifar 19. mars 2018 11:19 Í febrúarmánuði var kosið til trúnaðarstarfa í Félagi grunnskólakennara (FG). Eins og gengur kynna frambjóðendur sig og fyrir hvað þeir standa. Margir frambærilegir frambjóðendur komu fram. Meðal frambjóðenda voru tveir aðilar sem starfa í fremstu röð í Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hvorugum aðilanum fannst ástæða til að upplýsa að félagsmenn FG um það sem síðar kom í ljós að annar er formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík, Jón Ingi Gíslason, og hinn er í þriðja sæti á framboðslista Framsóknar í vor til borgarstjórnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem tók ákvörðun um framboð eftir kjör í stjórn FG og greindi félagsmönnum aldrei frá því. Þau náðu bæði kjöri til trúnaðarstarfa fyrir grunnskólakennara og að óbreyttu setjast þau í nýja samninganefnd Félags grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning í síðustu viku og eins og gengur sýnist sitt hverjum um það. Við viljum öll alltaf gera betur og semja um meira. Félagsmenn skiptast á skoðunum um innihaldið og hvað muni gerast ef samningurinn verður felldur og hvað gerist ef hann verður samþykktur. Sumir ætla að samþykkja, aðrir ekki. Allir þurfa að meta kosti og galla og taka svo ákvörðun um það hvernig þeir ætla að kjósa. Það er rétt að halda því til haga að laun háskólamenntaðra stétta á Íslandi eru allt of lág. Laun starfsmanna sveitarfélaga eru kerfisbundið lægri en laun sambærilegra hópa hjá ríkinu, hvað þá á hinum opinbera markaði. Þetta verður að laga – það vantar kennara, hjúkrunarfræðinga og svo framvegis og þetta ástand verður ekki lagað nema með bættum launum. Þrátt fyrir þetta allt er það mat núverandi samninganefndar FG og 10 svæðaformanna félagsins að við þær aðstæður, sem nú eru uppi, sé skynsamlegast að ganga að þessum samningi, sem er til eins árs og undirbúa sig þeim mun betur undir þau átök sem virðast vera fram undan á vinnumarkaði næsta vetur. Nú bregður svo við að áðurnefndir tveir fulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík stíga fram og fara fremstir í flokki við að hvetja félagsmenn til að taka þátt í herferð undir merkinu, #fellumfeitt – þ.e.a.s. Ásthildur Lóa og Jón Ingi hvetja félagsmenn FG til að fella hinn nýgerða kjarasamning. Þegar þessir verðandi fulltrúar í samninganefnd grunnskólakennara ganga þannig fram hlýtur maður að spyrja sig hvað þeim gangi til. Maður skyldi ætla að í ljósi þess að þau beita sér af alefli fyrir því að samningur verði felldur, að það væri vegna þess að þau hafi upp á eitthvað betra og trúverðugra að bjóða. Verði samningurinn ekki samþykktur kemur það meðal annars í hlut þeirra að taka við samningsumboðinu 18. maí næstkomandi. Og úr því þau eru svona viss um að það sé betra að fella, þá hlýtur það að byggjast á trú þeirra og vissu um að eitthvað betra komi í staðinn. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir á samfélagsmiðlum um að þau skýri frá hvað þau hyggist gera, verði það raunin að samningurinn verði felldur, fást engin svör. Ekki orð um það hvernig þau sjá fyrir sér að sú stjórn og samninganefnd sem tekur við 18. maí ætlar að tryggja félagsmönnum nýjan samning þannig að í honum verði meiri verðmæti en í samningnum sem nú liggur fyrir. Í þessu ljósi hlýtur maður að spyrja; hver er tilgangurinn fyrir verðandi samninganefndarmenn að hvetja með jafn afgerandi hætti til þess að kjarasamningurinn verði felldur án nokkurra fyrirheita um það sem kemur í staðinn? Getur verið að ástæðan sé sú að sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí? Getur verið að þessir aðilar ætli sér að þyrla upp moldviðri, í pólitískum tilgangi, um að allir stjórnmálaflokkar aðrir en Framsókn beri ábyrgð á því að ekki hafi verið samið vel við grunnskólakennara? EN óttist ekki – komist Framsóknarflokkurinn til valda í Reykjavík þá verður allt gott og laun kennara munu loksins ná nýjum hæðum. Allt sem þarf að gera er að kjósa Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Reynist þetta ástæðan fyrir því að þessir aðilar ganga svona hart fram í að koma í veg fyrir að samningurinn verði samþykktur, er það með öllu óþolandi að pólitísk öfl skuli með þessum hætti blanda sér beint inn í kosningar um kjarasamning stéttarfélags. Grunnskólakennarar eru hvattir til að fella samninginn – ekki að því er virðist vegna þess hvað er í honum – heldur vegna þess að það gæti þjónað pólitískum tilgangi. Tilgangurinn skal helga meðalið. Fellum #aþþíbara. Ég hvet alla félagsmenn FG til að kynna sér innihald samningsins, vega og meta kosti og galla þess að samþykkja eða ekki og velta fyrir sér hvað framhaldið ber í skauti sér. Og síðast en ekki síst hvet ég alla félagsmenn til að nýta kosningaréttinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í febrúarmánuði var kosið til trúnaðarstarfa í Félagi grunnskólakennara (FG). Eins og gengur kynna frambjóðendur sig og fyrir hvað þeir standa. Margir frambærilegir frambjóðendur komu fram. Meðal frambjóðenda voru tveir aðilar sem starfa í fremstu röð í Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hvorugum aðilanum fannst ástæða til að upplýsa að félagsmenn FG um það sem síðar kom í ljós að annar er formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík, Jón Ingi Gíslason, og hinn er í þriðja sæti á framboðslista Framsóknar í vor til borgarstjórnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem tók ákvörðun um framboð eftir kjör í stjórn FG og greindi félagsmönnum aldrei frá því. Þau náðu bæði kjöri til trúnaðarstarfa fyrir grunnskólakennara og að óbreyttu setjast þau í nýja samninganefnd Félags grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning í síðustu viku og eins og gengur sýnist sitt hverjum um það. Við viljum öll alltaf gera betur og semja um meira. Félagsmenn skiptast á skoðunum um innihaldið og hvað muni gerast ef samningurinn verður felldur og hvað gerist ef hann verður samþykktur. Sumir ætla að samþykkja, aðrir ekki. Allir þurfa að meta kosti og galla og taka svo ákvörðun um það hvernig þeir ætla að kjósa. Það er rétt að halda því til haga að laun háskólamenntaðra stétta á Íslandi eru allt of lág. Laun starfsmanna sveitarfélaga eru kerfisbundið lægri en laun sambærilegra hópa hjá ríkinu, hvað þá á hinum opinbera markaði. Þetta verður að laga – það vantar kennara, hjúkrunarfræðinga og svo framvegis og þetta ástand verður ekki lagað nema með bættum launum. Þrátt fyrir þetta allt er það mat núverandi samninganefndar FG og 10 svæðaformanna félagsins að við þær aðstæður, sem nú eru uppi, sé skynsamlegast að ganga að þessum samningi, sem er til eins árs og undirbúa sig þeim mun betur undir þau átök sem virðast vera fram undan á vinnumarkaði næsta vetur. Nú bregður svo við að áðurnefndir tveir fulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík stíga fram og fara fremstir í flokki við að hvetja félagsmenn til að taka þátt í herferð undir merkinu, #fellumfeitt – þ.e.a.s. Ásthildur Lóa og Jón Ingi hvetja félagsmenn FG til að fella hinn nýgerða kjarasamning. Þegar þessir verðandi fulltrúar í samninganefnd grunnskólakennara ganga þannig fram hlýtur maður að spyrja sig hvað þeim gangi til. Maður skyldi ætla að í ljósi þess að þau beita sér af alefli fyrir því að samningur verði felldur, að það væri vegna þess að þau hafi upp á eitthvað betra og trúverðugra að bjóða. Verði samningurinn ekki samþykktur kemur það meðal annars í hlut þeirra að taka við samningsumboðinu 18. maí næstkomandi. Og úr því þau eru svona viss um að það sé betra að fella, þá hlýtur það að byggjast á trú þeirra og vissu um að eitthvað betra komi í staðinn. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir á samfélagsmiðlum um að þau skýri frá hvað þau hyggist gera, verði það raunin að samningurinn verði felldur, fást engin svör. Ekki orð um það hvernig þau sjá fyrir sér að sú stjórn og samninganefnd sem tekur við 18. maí ætlar að tryggja félagsmönnum nýjan samning þannig að í honum verði meiri verðmæti en í samningnum sem nú liggur fyrir. Í þessu ljósi hlýtur maður að spyrja; hver er tilgangurinn fyrir verðandi samninganefndarmenn að hvetja með jafn afgerandi hætti til þess að kjarasamningurinn verði felldur án nokkurra fyrirheita um það sem kemur í staðinn? Getur verið að ástæðan sé sú að sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí? Getur verið að þessir aðilar ætli sér að þyrla upp moldviðri, í pólitískum tilgangi, um að allir stjórnmálaflokkar aðrir en Framsókn beri ábyrgð á því að ekki hafi verið samið vel við grunnskólakennara? EN óttist ekki – komist Framsóknarflokkurinn til valda í Reykjavík þá verður allt gott og laun kennara munu loksins ná nýjum hæðum. Allt sem þarf að gera er að kjósa Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Reynist þetta ástæðan fyrir því að þessir aðilar ganga svona hart fram í að koma í veg fyrir að samningurinn verði samþykktur, er það með öllu óþolandi að pólitísk öfl skuli með þessum hætti blanda sér beint inn í kosningar um kjarasamning stéttarfélags. Grunnskólakennarar eru hvattir til að fella samninginn – ekki að því er virðist vegna þess hvað er í honum – heldur vegna þess að það gæti þjónað pólitískum tilgangi. Tilgangurinn skal helga meðalið. Fellum #aþþíbara. Ég hvet alla félagsmenn FG til að kynna sér innihald samningsins, vega og meta kosti og galla þess að samþykkja eða ekki og velta fyrir sér hvað framhaldið ber í skauti sér. Og síðast en ekki síst hvet ég alla félagsmenn til að nýta kosningaréttinn.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar