Úlfar í sauðargæru Ólafur Loftsson skrifar 19. mars 2018 11:19 Í febrúarmánuði var kosið til trúnaðarstarfa í Félagi grunnskólakennara (FG). Eins og gengur kynna frambjóðendur sig og fyrir hvað þeir standa. Margir frambærilegir frambjóðendur komu fram. Meðal frambjóðenda voru tveir aðilar sem starfa í fremstu röð í Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hvorugum aðilanum fannst ástæða til að upplýsa að félagsmenn FG um það sem síðar kom í ljós að annar er formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík, Jón Ingi Gíslason, og hinn er í þriðja sæti á framboðslista Framsóknar í vor til borgarstjórnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem tók ákvörðun um framboð eftir kjör í stjórn FG og greindi félagsmönnum aldrei frá því. Þau náðu bæði kjöri til trúnaðarstarfa fyrir grunnskólakennara og að óbreyttu setjast þau í nýja samninganefnd Félags grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning í síðustu viku og eins og gengur sýnist sitt hverjum um það. Við viljum öll alltaf gera betur og semja um meira. Félagsmenn skiptast á skoðunum um innihaldið og hvað muni gerast ef samningurinn verður felldur og hvað gerist ef hann verður samþykktur. Sumir ætla að samþykkja, aðrir ekki. Allir þurfa að meta kosti og galla og taka svo ákvörðun um það hvernig þeir ætla að kjósa. Það er rétt að halda því til haga að laun háskólamenntaðra stétta á Íslandi eru allt of lág. Laun starfsmanna sveitarfélaga eru kerfisbundið lægri en laun sambærilegra hópa hjá ríkinu, hvað þá á hinum opinbera markaði. Þetta verður að laga – það vantar kennara, hjúkrunarfræðinga og svo framvegis og þetta ástand verður ekki lagað nema með bættum launum. Þrátt fyrir þetta allt er það mat núverandi samninganefndar FG og 10 svæðaformanna félagsins að við þær aðstæður, sem nú eru uppi, sé skynsamlegast að ganga að þessum samningi, sem er til eins árs og undirbúa sig þeim mun betur undir þau átök sem virðast vera fram undan á vinnumarkaði næsta vetur. Nú bregður svo við að áðurnefndir tveir fulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík stíga fram og fara fremstir í flokki við að hvetja félagsmenn til að taka þátt í herferð undir merkinu, #fellumfeitt – þ.e.a.s. Ásthildur Lóa og Jón Ingi hvetja félagsmenn FG til að fella hinn nýgerða kjarasamning. Þegar þessir verðandi fulltrúar í samninganefnd grunnskólakennara ganga þannig fram hlýtur maður að spyrja sig hvað þeim gangi til. Maður skyldi ætla að í ljósi þess að þau beita sér af alefli fyrir því að samningur verði felldur, að það væri vegna þess að þau hafi upp á eitthvað betra og trúverðugra að bjóða. Verði samningurinn ekki samþykktur kemur það meðal annars í hlut þeirra að taka við samningsumboðinu 18. maí næstkomandi. Og úr því þau eru svona viss um að það sé betra að fella, þá hlýtur það að byggjast á trú þeirra og vissu um að eitthvað betra komi í staðinn. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir á samfélagsmiðlum um að þau skýri frá hvað þau hyggist gera, verði það raunin að samningurinn verði felldur, fást engin svör. Ekki orð um það hvernig þau sjá fyrir sér að sú stjórn og samninganefnd sem tekur við 18. maí ætlar að tryggja félagsmönnum nýjan samning þannig að í honum verði meiri verðmæti en í samningnum sem nú liggur fyrir. Í þessu ljósi hlýtur maður að spyrja; hver er tilgangurinn fyrir verðandi samninganefndarmenn að hvetja með jafn afgerandi hætti til þess að kjarasamningurinn verði felldur án nokkurra fyrirheita um það sem kemur í staðinn? Getur verið að ástæðan sé sú að sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí? Getur verið að þessir aðilar ætli sér að þyrla upp moldviðri, í pólitískum tilgangi, um að allir stjórnmálaflokkar aðrir en Framsókn beri ábyrgð á því að ekki hafi verið samið vel við grunnskólakennara? EN óttist ekki – komist Framsóknarflokkurinn til valda í Reykjavík þá verður allt gott og laun kennara munu loksins ná nýjum hæðum. Allt sem þarf að gera er að kjósa Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Reynist þetta ástæðan fyrir því að þessir aðilar ganga svona hart fram í að koma í veg fyrir að samningurinn verði samþykktur, er það með öllu óþolandi að pólitísk öfl skuli með þessum hætti blanda sér beint inn í kosningar um kjarasamning stéttarfélags. Grunnskólakennarar eru hvattir til að fella samninginn – ekki að því er virðist vegna þess hvað er í honum – heldur vegna þess að það gæti þjónað pólitískum tilgangi. Tilgangurinn skal helga meðalið. Fellum #aþþíbara. Ég hvet alla félagsmenn FG til að kynna sér innihald samningsins, vega og meta kosti og galla þess að samþykkja eða ekki og velta fyrir sér hvað framhaldið ber í skauti sér. Og síðast en ekki síst hvet ég alla félagsmenn til að nýta kosningaréttinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í febrúarmánuði var kosið til trúnaðarstarfa í Félagi grunnskólakennara (FG). Eins og gengur kynna frambjóðendur sig og fyrir hvað þeir standa. Margir frambærilegir frambjóðendur komu fram. Meðal frambjóðenda voru tveir aðilar sem starfa í fremstu röð í Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hvorugum aðilanum fannst ástæða til að upplýsa að félagsmenn FG um það sem síðar kom í ljós að annar er formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík, Jón Ingi Gíslason, og hinn er í þriðja sæti á framboðslista Framsóknar í vor til borgarstjórnar, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, sem tók ákvörðun um framboð eftir kjör í stjórn FG og greindi félagsmönnum aldrei frá því. Þau náðu bæði kjöri til trúnaðarstarfa fyrir grunnskólakennara og að óbreyttu setjast þau í nýja samninganefnd Félags grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning í síðustu viku og eins og gengur sýnist sitt hverjum um það. Við viljum öll alltaf gera betur og semja um meira. Félagsmenn skiptast á skoðunum um innihaldið og hvað muni gerast ef samningurinn verður felldur og hvað gerist ef hann verður samþykktur. Sumir ætla að samþykkja, aðrir ekki. Allir þurfa að meta kosti og galla og taka svo ákvörðun um það hvernig þeir ætla að kjósa. Það er rétt að halda því til haga að laun háskólamenntaðra stétta á Íslandi eru allt of lág. Laun starfsmanna sveitarfélaga eru kerfisbundið lægri en laun sambærilegra hópa hjá ríkinu, hvað þá á hinum opinbera markaði. Þetta verður að laga – það vantar kennara, hjúkrunarfræðinga og svo framvegis og þetta ástand verður ekki lagað nema með bættum launum. Þrátt fyrir þetta allt er það mat núverandi samninganefndar FG og 10 svæðaformanna félagsins að við þær aðstæður, sem nú eru uppi, sé skynsamlegast að ganga að þessum samningi, sem er til eins árs og undirbúa sig þeim mun betur undir þau átök sem virðast vera fram undan á vinnumarkaði næsta vetur. Nú bregður svo við að áðurnefndir tveir fulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík stíga fram og fara fremstir í flokki við að hvetja félagsmenn til að taka þátt í herferð undir merkinu, #fellumfeitt – þ.e.a.s. Ásthildur Lóa og Jón Ingi hvetja félagsmenn FG til að fella hinn nýgerða kjarasamning. Þegar þessir verðandi fulltrúar í samninganefnd grunnskólakennara ganga þannig fram hlýtur maður að spyrja sig hvað þeim gangi til. Maður skyldi ætla að í ljósi þess að þau beita sér af alefli fyrir því að samningur verði felldur, að það væri vegna þess að þau hafi upp á eitthvað betra og trúverðugra að bjóða. Verði samningurinn ekki samþykktur kemur það meðal annars í hlut þeirra að taka við samningsumboðinu 18. maí næstkomandi. Og úr því þau eru svona viss um að það sé betra að fella, þá hlýtur það að byggjast á trú þeirra og vissu um að eitthvað betra komi í staðinn. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir á samfélagsmiðlum um að þau skýri frá hvað þau hyggist gera, verði það raunin að samningurinn verði felldur, fást engin svör. Ekki orð um það hvernig þau sjá fyrir sér að sú stjórn og samninganefnd sem tekur við 18. maí ætlar að tryggja félagsmönnum nýjan samning þannig að í honum verði meiri verðmæti en í samningnum sem nú liggur fyrir. Í þessu ljósi hlýtur maður að spyrja; hver er tilgangurinn fyrir verðandi samninganefndarmenn að hvetja með jafn afgerandi hætti til þess að kjarasamningurinn verði felldur án nokkurra fyrirheita um það sem kemur í staðinn? Getur verið að ástæðan sé sú að sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí? Getur verið að þessir aðilar ætli sér að þyrla upp moldviðri, í pólitískum tilgangi, um að allir stjórnmálaflokkar aðrir en Framsókn beri ábyrgð á því að ekki hafi verið samið vel við grunnskólakennara? EN óttist ekki – komist Framsóknarflokkurinn til valda í Reykjavík þá verður allt gott og laun kennara munu loksins ná nýjum hæðum. Allt sem þarf að gera er að kjósa Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Reynist þetta ástæðan fyrir því að þessir aðilar ganga svona hart fram í að koma í veg fyrir að samningurinn verði samþykktur, er það með öllu óþolandi að pólitísk öfl skuli með þessum hætti blanda sér beint inn í kosningar um kjarasamning stéttarfélags. Grunnskólakennarar eru hvattir til að fella samninginn – ekki að því er virðist vegna þess hvað er í honum – heldur vegna þess að það gæti þjónað pólitískum tilgangi. Tilgangurinn skal helga meðalið. Fellum #aþþíbara. Ég hvet alla félagsmenn FG til að kynna sér innihald samningsins, vega og meta kosti og galla þess að samþykkja eða ekki og velta fyrir sér hvað framhaldið ber í skauti sér. Og síðast en ekki síst hvet ég alla félagsmenn til að nýta kosningaréttinn.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun