Gallað kerfi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. maí 2018 10:00 Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála eins og fjármálaáætlun hennar ber skýr merki um. Forystumenn stjórnarinnar kynntu áformin nýverið með stolti og sögðust ætla að hækka útgjöldin um allt að 20 prósent á næstu fimm árum. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þeim láðist, vitandi eða óafvitandi, að geta þess hvernig fjármununum verður varið. Af áformunum mætti ráða að tilgangurinn væri að verja sem mestum fjármunum í heilbrigðiskerfið fremur en að sjá til þess að kerfið gagnist þeim sem þurfa á þjónustu þess að halda. Aukin útgjöld geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Ef kerfið er gallað þýðir lítt að veita því aukið fé. Og því miður eru ýmis merki um að kerfið virki ekki sem skyldi. Langur biðlisti er eftir því að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum en engu að síður neitar ríkið að nýta sér þjónustu einkafyrirtækja hér á landi og sendir fólk fremur til Svíþjóðar, með mun meiri tilkostnaði, til þess að gangast undir slíka aðgerð. Kerfið segir einfaldlega nei og við það situr. Þakkarvert einkaframtak á borð við Hugarafl, Karitas og Krabbameinsfélagið virðist auk þess ekki hljóta náð fyrir augum kerfisins. Allt skal steypt í sama ríkismótið. Í stað þess að hlýða á óskir þeirra sem kerfið á að þjóna, sjúklinganna, hafa stjórnvöld hagsmuni kerfisins í hávegum. Kerfið virðist skipulagt út frá þörfum þess sjálfs. Hugarfarsbreytingar er þörf. Það sem mestu skiptir er að sjúklingar eigi kost á nauðsynlegri og skjótri þjónustu með sem hagkvæmustum hætti. Gamaldags andúð á einkarekstri má ekki koma í veg fyrir að það markmið náist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála eins og fjármálaáætlun hennar ber skýr merki um. Forystumenn stjórnarinnar kynntu áformin nýverið með stolti og sögðust ætla að hækka útgjöldin um allt að 20 prósent á næstu fimm árum. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þeim láðist, vitandi eða óafvitandi, að geta þess hvernig fjármununum verður varið. Af áformunum mætti ráða að tilgangurinn væri að verja sem mestum fjármunum í heilbrigðiskerfið fremur en að sjá til þess að kerfið gagnist þeim sem þurfa á þjónustu þess að halda. Aukin útgjöld geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Ef kerfið er gallað þýðir lítt að veita því aukið fé. Og því miður eru ýmis merki um að kerfið virki ekki sem skyldi. Langur biðlisti er eftir því að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum en engu að síður neitar ríkið að nýta sér þjónustu einkafyrirtækja hér á landi og sendir fólk fremur til Svíþjóðar, með mun meiri tilkostnaði, til þess að gangast undir slíka aðgerð. Kerfið segir einfaldlega nei og við það situr. Þakkarvert einkaframtak á borð við Hugarafl, Karitas og Krabbameinsfélagið virðist auk þess ekki hljóta náð fyrir augum kerfisins. Allt skal steypt í sama ríkismótið. Í stað þess að hlýða á óskir þeirra sem kerfið á að þjóna, sjúklinganna, hafa stjórnvöld hagsmuni kerfisins í hávegum. Kerfið virðist skipulagt út frá þörfum þess sjálfs. Hugarfarsbreytingar er þörf. Það sem mestu skiptir er að sjúklingar eigi kost á nauðsynlegri og skjótri þjónustu með sem hagkvæmustum hætti. Gamaldags andúð á einkarekstri má ekki koma í veg fyrir að það markmið náist.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar