Bjargið Íslendingi Ásgeir R. Helgason skrifar 30. maí 2018 07:00 Loksins er veturinn liðinn og flest hlökkum við til að sjá meira af Sólinni. Hún er uppspretta alls lífs og 15-20 mínútna sólbað hefur góð áhrif á sálarlífið og hleður okkur upp af lífsnauðsynlegu D-vítamíni.Sólbit Flestir vita að það ber að varast sólina milli klukkan 11.00-15.00, sérstaklega á suðlægum slóðum. Þá er best að sitja í skugga. Heimamaður á lítilli eyju á suðlægum slóðum gaf sig á tal við þann sem þetta skrifar fyrir mörgum árum. „Hvers vegna vegna situr þú ekki í skugganum, ungi maður?“ Ég svaraði: „Sólin er sterkust núna og ég ætla bara að sóla stutt og svo ekkert meira í dag.“ Maðurinn horfði á mig og hristi höfuðið. „Færðu þig í skuggann, vinur. Sólin bítur á þessum tíma dags.“ Sólvit Það er ekki óalgengt að fólk (ekki síst karlfólk) sem býr á norðlægum slóðum hugsi eins og ég gerði þarna um árið. Danska krabbameinsfélagið gerir stólpagrín að þessari hegðun í herferð þar sem innfæddir sólarlandabúar eru hvattir til að „bjarga Dana“ (e. help a Dane). Þessi gálgahúmor hefur grafalvarlegan undirtón, forvörn gegn húðkrabbameini. Það er beinlínis hættulegt að steikja sig í stuttan tíma, þegar sólin er sem sterkust og nota morgnana til að geta sofið út og eftirmiðdagana í eitthvað annað. Sólvörn Verið aldrei í sólinni án þess að nota sólvarnaráburð með sólvarnarstuðli 30 (SPF30), eða hærri ef húðin er mjög hvít. Notið sólgleraugu sem verja augun fyrir svokölluðum UVR-geislum. Notið sólvarnaráburð og sólgleraugu, jafnvel þó þið sitjið í skugga. Skugginn ver okkur ekki fyrir endurvarpi geisla frá vatni eða ljósum sandi. Berið á ykkur sólvarnaráburð með 2-3 tíma millibili. Notið líka léttan klæðnað og höfuðföt og sterkari sólvörn á viðkvæm svæði eins og varir, eyru og nef. Notið aldrei sólvarnaráburð sem aðalvörn til að geta verið sem lengst í sólinni. Sólvarnaráburðurinn ver okkur ekki fyrir vissum hættulegum geislum sólarinnar þó hann komi í veg fyrir sólbruna. Ljósabekkir Sumir halda að þeir geti undirbúið húðina fyrir sólböðin með því að fara nokkrum sinnum í ljósabekki áður en farið er í sólina. Þetta er rangt. Það ver ekki húðina fyrir skaðlegum sólargeislum þó hún sé brún eftir ljósabekkjanotkun. Sólskinsbörn Það er afar mikilvægt að verja börnin okkar fyrir skaðlegum bruna. Berum vel og reglulega á þau sterkan sólvarnaráburð. Haldið þeim í skugga milli 11.00-15.00 og klæðið þau í létt hlífðarföt. Börn sem eru 6 mánaða og yngri eiga alltaf að vera í skugga.Höfundur er dósent í sálfræði, lektor í lýðheilsuvísindum og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Loksins er veturinn liðinn og flest hlökkum við til að sjá meira af Sólinni. Hún er uppspretta alls lífs og 15-20 mínútna sólbað hefur góð áhrif á sálarlífið og hleður okkur upp af lífsnauðsynlegu D-vítamíni.Sólbit Flestir vita að það ber að varast sólina milli klukkan 11.00-15.00, sérstaklega á suðlægum slóðum. Þá er best að sitja í skugga. Heimamaður á lítilli eyju á suðlægum slóðum gaf sig á tal við þann sem þetta skrifar fyrir mörgum árum. „Hvers vegna vegna situr þú ekki í skugganum, ungi maður?“ Ég svaraði: „Sólin er sterkust núna og ég ætla bara að sóla stutt og svo ekkert meira í dag.“ Maðurinn horfði á mig og hristi höfuðið. „Færðu þig í skuggann, vinur. Sólin bítur á þessum tíma dags.“ Sólvit Það er ekki óalgengt að fólk (ekki síst karlfólk) sem býr á norðlægum slóðum hugsi eins og ég gerði þarna um árið. Danska krabbameinsfélagið gerir stólpagrín að þessari hegðun í herferð þar sem innfæddir sólarlandabúar eru hvattir til að „bjarga Dana“ (e. help a Dane). Þessi gálgahúmor hefur grafalvarlegan undirtón, forvörn gegn húðkrabbameini. Það er beinlínis hættulegt að steikja sig í stuttan tíma, þegar sólin er sem sterkust og nota morgnana til að geta sofið út og eftirmiðdagana í eitthvað annað. Sólvörn Verið aldrei í sólinni án þess að nota sólvarnaráburð með sólvarnarstuðli 30 (SPF30), eða hærri ef húðin er mjög hvít. Notið sólgleraugu sem verja augun fyrir svokölluðum UVR-geislum. Notið sólvarnaráburð og sólgleraugu, jafnvel þó þið sitjið í skugga. Skugginn ver okkur ekki fyrir endurvarpi geisla frá vatni eða ljósum sandi. Berið á ykkur sólvarnaráburð með 2-3 tíma millibili. Notið líka léttan klæðnað og höfuðföt og sterkari sólvörn á viðkvæm svæði eins og varir, eyru og nef. Notið aldrei sólvarnaráburð sem aðalvörn til að geta verið sem lengst í sólinni. Sólvarnaráburðurinn ver okkur ekki fyrir vissum hættulegum geislum sólarinnar þó hann komi í veg fyrir sólbruna. Ljósabekkir Sumir halda að þeir geti undirbúið húðina fyrir sólböðin með því að fara nokkrum sinnum í ljósabekki áður en farið er í sólina. Þetta er rangt. Það ver ekki húðina fyrir skaðlegum sólargeislum þó hún sé brún eftir ljósabekkjanotkun. Sólskinsbörn Það er afar mikilvægt að verja börnin okkar fyrir skaðlegum bruna. Berum vel og reglulega á þau sterkan sólvarnaráburð. Haldið þeim í skugga milli 11.00-15.00 og klæðið þau í létt hlífðarföt. Börn sem eru 6 mánaða og yngri eiga alltaf að vera í skugga.Höfundur er dósent í sálfræði, lektor í lýðheilsuvísindum og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun