Já, Borgarlínan borgar sig Ásgeir Berg Matthíasson skrifar 30. maí 2018 13:00 Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00 Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu veltir Haukur Örn Birgisson upp þeirri spurningu hvort Borgarlínan sé ekki alltof dýr og illa ígrunduð til að það borgi sig að leggja hana. Um þetta hafa auðvitað verið skrifaðar margar skýrslur og áætlanir og fer Gísli Marteinn Baldursson ágætlega yfir rangfærslur Hauks í svari á heimasíðu sinni. Maður gæti þess vegna haldið að málið ætti að vera útrætt, en mig langar að velta upp öðrum fleti á málinu sem mér hefur ekki fundist fá næga athygli—fjármálum borgarbúa sjálfra. Samkvæmt tölum Hagstofunnnar voru 134.511 skráðir fólksbílar á höfuðborgarsvæðinu árið 2006. Það er óhætt að gera reikna með að bílum hafi fjölgað töluvert á götunum síðan þá en fyrst Hagstofan geymir ekki nýrri tölur eftir skráðu heimilisfangi en það, þá ætla ég bara að gera ráð fyrir að það sé fjöldinn—svona til bráðabirgða.Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir svo ráð fyrir að rekstrarkostnaður bíls sé á bilinu 1.137.834 – 2.297.101 krónur á ári. Aftur, þá veit ég ekki hvað er satt í þeim efnum, svo ég geri ráð fyrir að lægri talan sé sú sem endurspegli raunveruleika sem flestra sem best. Ef við margföldum þessar tvær tölur saman, þá fáum við út að rekstrarkostnaður allra bíla á Höfuðborgarsvæðinu sé að minnsta kosti 150 milljarðar á ári, svona um það bil. Í sínum pistli gerir Haukur ráð fyrir því að Borgarlínan kosti 70 milljarða—sem er sú tala sem oftast er í umræðunni. Ef það er rétt, þá er kostnaður við Borgarlínuna um helmingur af rekstrarkostnaði allra fólksbíla á Höfuðborgarsvæðinu á ári. Það þýðir að ef einungis 10% bifreiðaeiganda í borginni (eða nágrannasveitarfélögunum) myndu kjósa að leggja bílnum sínum (eða einum þeirra, í sumum tilfellum), þá þýddi það að Borgarlínan myndi borga sig á fimm árum—eða því sem samsvarar rúmlega einu kjörtímabili! Nú gæti einhver sagt að þetta sé nú varla rétt. Þó að FÍB geri ráð fyrir svona háum rekstrarkostnaði, þá sé nú engu að síður mun ódýrara að reka bíl en þetta, nú eða að það sé nú varla raunhæft að bílum muni fækka um 10% vegna Borgarlínunnar: að bílar séu hvort tveggja ódýrari og að fólk muni nú varla leggja þeim í svona miklum mæli. Loks ættum við ekki að gera ráð fyrir að Borgarlínan verði svo ódýr á endanum. Það má vel vera. En í fyrsta lagi, þá er fjöldi bíla í borginni án efa mun hærri en tölurnar sem ég gaf mér gefa til kynna, svo kostnaðurinn er í raun hærri, jafnvel þó að við gæfum okkur lægri rekstrarkostnað á móti. Í öðru lagi, jafnvel þó að við gæfum okkur að bílum myndi fækka (eða hægja á fjölgun) svo samsvaraði einungis 2,5% af fjölda bíla og rekstrarkostnaður sé helmingur af því sem FÍB gefur upp, þá myndi Borgarlínan borga sig á 40 árum—og það er án þess að taka til greina nokkuð af þeim kostnaði sem Gísli rekur í sinni grein, auk ýmis annars tilfallandi kostnaðar, t.d. kostnaðar við bílastæði og þá óhagkvæmni sem bílamiðað skipulag borgarinnar hefur í för með sér. Það er nú varla langur tími í fjárlagagerð borgar til lengri tíma litið. Sama gildir ef Borgarlínan yrði dýrari. Það sem skiptir máli er að bílar og rekstur þeirra kostar borgarbúana sjálfa alveg gífurlegar upphæðir sem sjaldan er minnst á og að sá kostnaður leggst hlutfallslega þyngst á þá sem minnst hafa á milli handanna. Kostnaðurinn við Borgarlínuna bliknar í samanburði, nánast sama hvernig við fiktum við tölurnar. Miðað við hversu gífurlega háar upphæðir er um að ræða getum við gert ráð fyrir því að hver íbúi höfuðborgarsvæðisins sé um það bil einn til tvo klukkutíma á dag að vinna fyrir kostnaðinum við bílinn sinn, eftir tekjum þeirra og kostnaði bílsins. Höfum við virkilega ekkert betra við tímann og peningana að gera? Höfundur er doktorsnemi í heimspeki
Borgar línan sig? Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. 29. maí 2018 07:00
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun