Borgar línan sig? Haukur Örn Birgisson skrifar 29. maí 2018 07:00 Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. Þá þarf víst að mynda nýjan. Af þeim sökum keppist forystufólk flokkanna við að færa rök fyrir því hvers vegna þeirra flokkur eigi að tilheyra nýjum meirihluta og stýra skútunni næstu fjögur árin. Alls konar málefni eiga þar að ráða för. Furðulegustu rökin finnst mér koma frá þeim sem telja að mynda eigi meirihluta, byggðan upp á þeim flokkum sem deila sýn á svokallaða Borgarlínu. Þessu fólki getur ekki verið alvara. Tillagan um Borgarlínuna er ekki einu sinni komin á teikniborðið, hún er enn á hugmyndastigi. Þar fyrir utan krefst hún samstarfs allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi er rétt að benda á að til þessa hefur ekki eitt einasta sveitarfélag gert ráð fyrir svo miklu sem einni krónu í verkefnið og ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins (sem á að greiða helming alls kostnaðar). Það eru því nánast engar líkur á því að þetta verði að veruleika á næsta kjörtímabili og því fráleitt að mynda borgarstjórn utan um hugmyndina. Önnur verkefni hljóta að skipta meira máli. Þótt vinstriflokkarnir Samfylking og Vinstri grænir hafi tapað miklu fylgi í kosningunum þá fengu raunverulegir félagshyggjuflokkar töluvert fylgi. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn settu málefni þeirra verst settu á oddinn og hlutu hljómgrunn. Flokkarnir gætu því verið í lykilstöðu þegar kemur að myndun nýs meirihluta í borginni. Það er erfitt að ímynda sér að þessir flokkar ætli sér virkilega að verja 70 milljörðum króna (sem mun alltaf enda sem töluvert hærri fjárhæð) í strætóleið um höfuðborgarsvæðið. Ætli kjósendur þeirra myndu ekki kalla það einkennilega forgangsröðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Af nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum er það einna helst að frétta að núverandi meirihluti er fallinn. Þá þarf víst að mynda nýjan. Af þeim sökum keppist forystufólk flokkanna við að færa rök fyrir því hvers vegna þeirra flokkur eigi að tilheyra nýjum meirihluta og stýra skútunni næstu fjögur árin. Alls konar málefni eiga þar að ráða för. Furðulegustu rökin finnst mér koma frá þeim sem telja að mynda eigi meirihluta, byggðan upp á þeim flokkum sem deila sýn á svokallaða Borgarlínu. Þessu fólki getur ekki verið alvara. Tillagan um Borgarlínuna er ekki einu sinni komin á teikniborðið, hún er enn á hugmyndastigi. Þar fyrir utan krefst hún samstarfs allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í því samhengi er rétt að benda á að til þessa hefur ekki eitt einasta sveitarfélag gert ráð fyrir svo miklu sem einni krónu í verkefnið og ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins (sem á að greiða helming alls kostnaðar). Það eru því nánast engar líkur á því að þetta verði að veruleika á næsta kjörtímabili og því fráleitt að mynda borgarstjórn utan um hugmyndina. Önnur verkefni hljóta að skipta meira máli. Þótt vinstriflokkarnir Samfylking og Vinstri grænir hafi tapað miklu fylgi í kosningunum þá fengu raunverulegir félagshyggjuflokkar töluvert fylgi. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn settu málefni þeirra verst settu á oddinn og hlutu hljómgrunn. Flokkarnir gætu því verið í lykilstöðu þegar kemur að myndun nýs meirihluta í borginni. Það er erfitt að ímynda sér að þessir flokkar ætli sér virkilega að verja 70 milljörðum króna (sem mun alltaf enda sem töluvert hærri fjárhæð) í strætóleið um höfuðborgarsvæðið. Ætli kjósendur þeirra myndu ekki kalla það einkennilega forgangsröðun.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar