Söguleg sáttastjórn eða hvað er vinstri hugsun? Þröstur Ólafsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Myndun ríkisstjórnarinnar hefur kallað fram margs konar hugleiðingar um eðli hennar og tækifæri. Hástemmdustu heilabrotin vitnuðu í nýsköpunarstjórnina sem e.k. sáttastjórn, enda sátu í þeirri stjórn fulltrúar stjórnmálahreyfinga, sem mestar breytingar vildu gera á íslensku samfélagi ásamt þeim sem ekki vildu gera miklar ef nokkrar breytingar. Sáttin fólst aðallega í því að eyða sameiginlega peningum sem safnast höfðu saman erlendis í stríðinu. Þeir áttu að fara í uppbyggingu atvinnulífsins. Svo rækilega var gengið til verks að ekki liðu mörg ár þar til gjaldeyrisforðinn var uppurinn og við tók áratuga efnahagslegur vandræðagangur, sem snerist að miklu leyti um gjaldeyrisskort og „rétta“ skráningu krónunnar. Rétt skráning var það gengi sem sjávarútvegurinn gat sætt sig við, sem var ekki endilega sama gengi og afkoma almennings þoldi. Skipting þjóðartekna var stærsta átakamálið milli vinstri og hægri. Þá gerðu vinstri menn sér enn grein fyrir því að krónan var valdatæki ráðandi stétta, sem með gengisfellingu flytur tekjur frá almenningi til atvinnuvega. Meginágreiningurinn var þó um utanríkismál, sem leiddu síðar til stjórnarrofs. Þegar nú er sagt að mestu andstæður íslenskra stjórnmála hafi náð saman um nýja stjórn, er rétt að staldra við. Er það svo? Ekki fer ætíð saman sjálfsmynd og veruleiki. Er ekki eitthvað bogið við þessa skörpu aðgreiningu milli vinstri og hægri? Sameiginleg meginstefna Það fór ekki fram hjá þeim sem fylgdust með kosningabaráttunni að allir flokkar voru með keimlíkar áherslur á sviði velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Því liggur nokkuð ljóst fyrir að þar verður enginn óleysanlegur ágreiningur. Fé til samneyslu skyldi auka. Mestur ágreiningur var um hvernig afla ætti fjár til að borga brúsann. Slík minni háttar mál leysast. Þetta hefðu einu sinni þótt tíðindi. Hefðbundin hægri stefna hefur átt í vök að verjast í álfunni. Viðhorf almennings, og þar með flokkanna, hefur þróast í átt til kratískra sjónarmiða. Fátækt, sjúkdómar, fáfræði og ólæsi eru á undanhaldi í heiminum. Kratar um allan heim lögðu metnað sinn í að vinna bug á fyrrnefndum samfélagsmeinum. Árangurinn er sýnilegur. Stjórnmál í álfunni hafa hvað þetta snertir færst til vinstri. Réttindi einstaklinga eru lögfest og tryggð, því þó misbrestir séu á framkvæmd þeirra, þá eru þau ekki lengur dregin í efa. Margt óbeitið eins og kynferðisleg valdbeiting og margháttuð kynþátta- og þjóðernishyggja eru þó enn sprelllifandi á meðal okkar. Vestræn þjóðfélög eru þó flest það þroskuð, að sjaldan er lengur gripið til nakins, óbeislaðs valds til að kúga einstaklinga eða hópa til undirgefni. Það sem eftir lifir af einbeittri hægri stefnu er þessi eitraðra þjóðernishyggja, sem nú ríður yfir og brýtur niður samstöðu og samvinnu þjóða. Einnig markast viðskipti og fjármál enn af frjálshyggju. Margs konar markaðsátrúnaður og fortakslítil einkavæðing með ójöfnuð sem eðlilega, sjálfsagða og jafnvel æskilega afleiðingu eru enn efst á dagskrá. Hvað er að vera til vinstri? Sú staðreynd að vinstri hugmyndafræði er orðin óaðskiljanlegur hluti af pólitískum hugmyndaheimi Vesturlandabúa, þá vatnast út umtalsverður munur hefðbundinnar hægri og vinstri stefnu. Því hlýtur það að vera rökrétt að velta því fyrir sér, hvað það tákni nú til dags að vera til vinstri. Fyrrum var það að taka ætíð afstöðu með okkar minnsta bróður. Það nær ekki að fanga fjölbreytileika kratasamfélags nútímans. Kannski megi skilgreina vinstri hyggju sem næmi fyrir breytingarkrafti sögulegrar þróunar. Hafa sannfæringu fyrir því að hægt sé að bæta ásigkomulag þjóða og þar með mannkyns með því að hafa að leiðarljósi nokkur skilyrðislaus meginstef. Við höfum þekkt þau lengi. Þau eru frelsi, jafnrétti og bræðralag auk ný tilkominnar náttúru- og loftlagsverndar. Vinstri hyggja er ástríðufull hugarsýn sem metur framfarir á mælikvarða þessara meginstefja, í gagnrýninni, skynsamlegri rökhugsun. Vinstri hyggja ver réttarríkið, félagslegt markaðskerfi og þingbundið lýðræði. Án þessara stofnana eru frelsi, jafnrétti og mannréttindi í bráðri hættu. Sá sem vill veikja eða leggja fyrrnefndar stofnanir af, er ekki vinstri maður. Hægri flokkar víða um heim gera nú atlögu að sjálfstæði dómstóla. Við finnum einnig óþef af því hér heima. Stöðug gagnrýnin sýn og kröfur um umbætur á samfélagskerfinu, sem standast fyrrnefnd meginviðmið eru dæmi um vinstrihyggju. Það er ekki vinstri stefna að neita að jafna kosningarrétt eða víkja sér undan því að beita rökhyggju á samfélagsleg vandkvæði eða skekkjur. Alþjóðahyggja jafnaðarmanna, sem hefur frelsi, jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi, er dæmi um vinstri bræðralagshugsun sem markvisst er reynt að brjóta niður með sérhyggju þjóðernisrembings. Bræðralag er samstaða – solidarítet. Því er þjóðernisstefna ekki vinstri hyggja. Hvar er umbótahugsunin? Í hverju er þá tímamótasátt þessarar ríkisstjórnar fólgin? Áþreifanlegustu ósættin innan stjórnarinnar eru annars vegar NATO, sem hljómar hjá VG eins og hver önnur síbylja, sem engum eyrum nær. Hins vegar eru það einkavæðing, umhverfis- og loftslagsmál. Þrátt fyrir stórslys á Bakka og afskiptaleysi af ofbeit, er VG ljósárum á undan hinum stjórnarflokkunum í umhverfismálum. Þar eru andstæðurnar skarpastar. Ef VG tekst að sætta Framsókn og Sjálfstæðisflokk við núverandi stefnu sína í þessum málaflokki, þá eru það vissulega þakkarverð vatnaskil. Því miður er hægri slagsíða á VG í flestu því sem snertir breytingar á kerfislægum skekkjum þjóðfélagsins. Það er ekki vinstri hugsun að halda landbúnaði í heljargreipum sem engum gagnast. Það ber ekki vott um vinstri hyggju að tryggja yfirstéttinni kverkatök á afkomu vinnandi fólks með því að ríghalda í öflugasta valdatæki hennar, íslensku krónuna. Það er ekki vinstri hyggja að viðhalda sádiarabísku fyrirkomulagi á auðlindaarðinum. Það er ekki vinstri hyggja að berjast gegn ESB eins og nýjum alþjóðlegum óvini. Ekkert er eins fjarri því að teljast til vinstri eins og að vilja viðhalda óbreyttri samfélagsgerð. Innan ríkisstjórnarinnar virðist traust samstaða um að ekki sé þörf á kerfisbótum á samfélaginu. Þar er því ekki um mikinn ágreining að ræða. Frans páfi sagði, að það væri álíka auðvelt að koma á endurbótum í Róm (Vatíkaninu) eins og að hreinsa egypska sphinxinn með tannbursta. Skyldi það eiga við fleiri ríki en Vatíkanið? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Myndun ríkisstjórnarinnar hefur kallað fram margs konar hugleiðingar um eðli hennar og tækifæri. Hástemmdustu heilabrotin vitnuðu í nýsköpunarstjórnina sem e.k. sáttastjórn, enda sátu í þeirri stjórn fulltrúar stjórnmálahreyfinga, sem mestar breytingar vildu gera á íslensku samfélagi ásamt þeim sem ekki vildu gera miklar ef nokkrar breytingar. Sáttin fólst aðallega í því að eyða sameiginlega peningum sem safnast höfðu saman erlendis í stríðinu. Þeir áttu að fara í uppbyggingu atvinnulífsins. Svo rækilega var gengið til verks að ekki liðu mörg ár þar til gjaldeyrisforðinn var uppurinn og við tók áratuga efnahagslegur vandræðagangur, sem snerist að miklu leyti um gjaldeyrisskort og „rétta“ skráningu krónunnar. Rétt skráning var það gengi sem sjávarútvegurinn gat sætt sig við, sem var ekki endilega sama gengi og afkoma almennings þoldi. Skipting þjóðartekna var stærsta átakamálið milli vinstri og hægri. Þá gerðu vinstri menn sér enn grein fyrir því að krónan var valdatæki ráðandi stétta, sem með gengisfellingu flytur tekjur frá almenningi til atvinnuvega. Meginágreiningurinn var þó um utanríkismál, sem leiddu síðar til stjórnarrofs. Þegar nú er sagt að mestu andstæður íslenskra stjórnmála hafi náð saman um nýja stjórn, er rétt að staldra við. Er það svo? Ekki fer ætíð saman sjálfsmynd og veruleiki. Er ekki eitthvað bogið við þessa skörpu aðgreiningu milli vinstri og hægri? Sameiginleg meginstefna Það fór ekki fram hjá þeim sem fylgdust með kosningabaráttunni að allir flokkar voru með keimlíkar áherslur á sviði velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Því liggur nokkuð ljóst fyrir að þar verður enginn óleysanlegur ágreiningur. Fé til samneyslu skyldi auka. Mestur ágreiningur var um hvernig afla ætti fjár til að borga brúsann. Slík minni háttar mál leysast. Þetta hefðu einu sinni þótt tíðindi. Hefðbundin hægri stefna hefur átt í vök að verjast í álfunni. Viðhorf almennings, og þar með flokkanna, hefur þróast í átt til kratískra sjónarmiða. Fátækt, sjúkdómar, fáfræði og ólæsi eru á undanhaldi í heiminum. Kratar um allan heim lögðu metnað sinn í að vinna bug á fyrrnefndum samfélagsmeinum. Árangurinn er sýnilegur. Stjórnmál í álfunni hafa hvað þetta snertir færst til vinstri. Réttindi einstaklinga eru lögfest og tryggð, því þó misbrestir séu á framkvæmd þeirra, þá eru þau ekki lengur dregin í efa. Margt óbeitið eins og kynferðisleg valdbeiting og margháttuð kynþátta- og þjóðernishyggja eru þó enn sprelllifandi á meðal okkar. Vestræn þjóðfélög eru þó flest það þroskuð, að sjaldan er lengur gripið til nakins, óbeislaðs valds til að kúga einstaklinga eða hópa til undirgefni. Það sem eftir lifir af einbeittri hægri stefnu er þessi eitraðra þjóðernishyggja, sem nú ríður yfir og brýtur niður samstöðu og samvinnu þjóða. Einnig markast viðskipti og fjármál enn af frjálshyggju. Margs konar markaðsátrúnaður og fortakslítil einkavæðing með ójöfnuð sem eðlilega, sjálfsagða og jafnvel æskilega afleiðingu eru enn efst á dagskrá. Hvað er að vera til vinstri? Sú staðreynd að vinstri hugmyndafræði er orðin óaðskiljanlegur hluti af pólitískum hugmyndaheimi Vesturlandabúa, þá vatnast út umtalsverður munur hefðbundinnar hægri og vinstri stefnu. Því hlýtur það að vera rökrétt að velta því fyrir sér, hvað það tákni nú til dags að vera til vinstri. Fyrrum var það að taka ætíð afstöðu með okkar minnsta bróður. Það nær ekki að fanga fjölbreytileika kratasamfélags nútímans. Kannski megi skilgreina vinstri hyggju sem næmi fyrir breytingarkrafti sögulegrar þróunar. Hafa sannfæringu fyrir því að hægt sé að bæta ásigkomulag þjóða og þar með mannkyns með því að hafa að leiðarljósi nokkur skilyrðislaus meginstef. Við höfum þekkt þau lengi. Þau eru frelsi, jafnrétti og bræðralag auk ný tilkominnar náttúru- og loftlagsverndar. Vinstri hyggja er ástríðufull hugarsýn sem metur framfarir á mælikvarða þessara meginstefja, í gagnrýninni, skynsamlegri rökhugsun. Vinstri hyggja ver réttarríkið, félagslegt markaðskerfi og þingbundið lýðræði. Án þessara stofnana eru frelsi, jafnrétti og mannréttindi í bráðri hættu. Sá sem vill veikja eða leggja fyrrnefndar stofnanir af, er ekki vinstri maður. Hægri flokkar víða um heim gera nú atlögu að sjálfstæði dómstóla. Við finnum einnig óþef af því hér heima. Stöðug gagnrýnin sýn og kröfur um umbætur á samfélagskerfinu, sem standast fyrrnefnd meginviðmið eru dæmi um vinstrihyggju. Það er ekki vinstri stefna að neita að jafna kosningarrétt eða víkja sér undan því að beita rökhyggju á samfélagsleg vandkvæði eða skekkjur. Alþjóðahyggja jafnaðarmanna, sem hefur frelsi, jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi, er dæmi um vinstri bræðralagshugsun sem markvisst er reynt að brjóta niður með sérhyggju þjóðernisrembings. Bræðralag er samstaða – solidarítet. Því er þjóðernisstefna ekki vinstri hyggja. Hvar er umbótahugsunin? Í hverju er þá tímamótasátt þessarar ríkisstjórnar fólgin? Áþreifanlegustu ósættin innan stjórnarinnar eru annars vegar NATO, sem hljómar hjá VG eins og hver önnur síbylja, sem engum eyrum nær. Hins vegar eru það einkavæðing, umhverfis- og loftslagsmál. Þrátt fyrir stórslys á Bakka og afskiptaleysi af ofbeit, er VG ljósárum á undan hinum stjórnarflokkunum í umhverfismálum. Þar eru andstæðurnar skarpastar. Ef VG tekst að sætta Framsókn og Sjálfstæðisflokk við núverandi stefnu sína í þessum málaflokki, þá eru það vissulega þakkarverð vatnaskil. Því miður er hægri slagsíða á VG í flestu því sem snertir breytingar á kerfislægum skekkjum þjóðfélagsins. Það er ekki vinstri hugsun að halda landbúnaði í heljargreipum sem engum gagnast. Það ber ekki vott um vinstri hyggju að tryggja yfirstéttinni kverkatök á afkomu vinnandi fólks með því að ríghalda í öflugasta valdatæki hennar, íslensku krónuna. Það er ekki vinstri hyggja að viðhalda sádiarabísku fyrirkomulagi á auðlindaarðinum. Það er ekki vinstri hyggja að berjast gegn ESB eins og nýjum alþjóðlegum óvini. Ekkert er eins fjarri því að teljast til vinstri eins og að vilja viðhalda óbreyttri samfélagsgerð. Innan ríkisstjórnarinnar virðist traust samstaða um að ekki sé þörf á kerfisbótum á samfélaginu. Þar er því ekki um mikinn ágreining að ræða. Frans páfi sagði, að það væri álíka auðvelt að koma á endurbótum í Róm (Vatíkaninu) eins og að hreinsa egypska sphinxinn með tannbursta. Skyldi það eiga við fleiri ríki en Vatíkanið? Höfundur er hagfræðingur.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun