Er þitt fyrirtæki aðlaðandi? Ketill Berg Magnússon skrifar 17. janúar 2018 07:00 Að skapa trúverðugt fyrirtæki sem kemur fram af ábyrgð við fólk og umhverfið getur skapað samkeppnisforskot um besta starfsfólkið. Því er oft slegið fram að í mannauðnum felist mestu verðmæti fyrirtækja. Það er rétt að í flestum fyrirtækjum veltur árangurinn á þekkingu, færni og samsetningu starfsfólksins. Ein helsta martröð margra fyrirtækjaeigenda er að lykilstarfsfólkið muni einn daginn ganga út og leita á önnur mið. Svo eru til stjórnendur sem klóra sér í hausnum því þeim tekst ekki að laða að gott fólk. Fyrirtækið þeirra er einfaldlega ekki spennandi vinnustaður. Ýmislegt bendir til að starfsfólk meti fleira en launin og verkefnin þegar það velur sér vinnustað. Ungt og vel menntað fólk kemur víðsýnt út úr námi vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. Það leitar gjarnan að fyrirtækjum þar sem samhljómur er á milli þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir og sinna eigin lífsgilda. Það leitar að ábyrgum vinnuveitanda. Ef starfsmaðurinn telur verndun náttúrunnar mikilvæga þá vill hún að fyrrtækið sé með trúverðuga stefnu og aðgerðir til að starfsemi þess raski sem minnst umhverfinu. Ef starfsmanninum finnst jafnrétti kynjanna mikilvægt þá er líklegt að hann velji sér fyrirtæki sem borgar kynjunum jöfn laun og lætur kynferðislega áreitni ekki líðast á vinnustaðnum. Fyrirtæki sýna samfélagsábyrgð með því að gera það sem þau geta til að hafa jákvæð áhrif á náttúruna og fólkið sem starfsemin snertir. Ábyrgðin felst ekki í að slá upp fögrum frösum eða eingöngu gefa árlega til góðgerðamála. Samfélagsábyrgð felur í sér skipulagt mat á áhrifum fyrirtækisins á umhverfið og alla þá hópa sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þess, þar á meðal starfsfólkið. Hluti af því felst í að uppræta valdamisnotkun og kynferðislega áreitni. Þar axla fyrirtækin ábyrgð sína með raunverulegum aðgerðum. Með því að gefa skýr skilaboð um að valdbeiting verði ekki liðin, með verkferlum og öruggum leiðum til að láta vita af misbeitingu, með umræðu og fræðslu meðal starfsfólks og með þvi að bregðast rétt við þegar starfsfólk verður fyrir misbeitingu. Að skapa vinnustað jafnréttis skilar sér í betri vinnustað og í betri afkomu fyrirtækisins því þá fá þeir hæfileikaríku að njóta sín, ekki bara þeir sem beita valdi. Með reglulegum viðhorfskönnum og samtölum reyna fyrirtæki að meta hversu ánægt starfsfólkið er og hversu líklegt er að það vilji áfram vinna hjá þeim. Það hlýtur alltaf að vera keppikefli fyrirtækja að skapa góðan vinnustað, en þegar næga vinnu er að fá, þá getur það veitt mikilvægt samkeppnisforskot að vera hafa byggt upp ábyrgan vinnustað þar sem starfsfólk treystir og langar til að starfa hjá. Á Janúarráðstefnu Festu þann 25. janúar næstkomandi verður fjallað um hvernig ábyrgð í rekstri er arðsöm. Þar mun forsvarsfólk íslenskra fyrirtækja meðal annars ræða hvernig samfélagsábyrgð fyrirtækja getur haft jákvæð áhrif á starfsfólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Að skapa trúverðugt fyrirtæki sem kemur fram af ábyrgð við fólk og umhverfið getur skapað samkeppnisforskot um besta starfsfólkið. Því er oft slegið fram að í mannauðnum felist mestu verðmæti fyrirtækja. Það er rétt að í flestum fyrirtækjum veltur árangurinn á þekkingu, færni og samsetningu starfsfólksins. Ein helsta martröð margra fyrirtækjaeigenda er að lykilstarfsfólkið muni einn daginn ganga út og leita á önnur mið. Svo eru til stjórnendur sem klóra sér í hausnum því þeim tekst ekki að laða að gott fólk. Fyrirtækið þeirra er einfaldlega ekki spennandi vinnustaður. Ýmislegt bendir til að starfsfólk meti fleira en launin og verkefnin þegar það velur sér vinnustað. Ungt og vel menntað fólk kemur víðsýnt út úr námi vill gjarnan leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag. Það leitar gjarnan að fyrirtækjum þar sem samhljómur er á milli þeirra gilda sem fyrirtækið stendur fyrir og sinna eigin lífsgilda. Það leitar að ábyrgum vinnuveitanda. Ef starfsmaðurinn telur verndun náttúrunnar mikilvæga þá vill hún að fyrrtækið sé með trúverðuga stefnu og aðgerðir til að starfsemi þess raski sem minnst umhverfinu. Ef starfsmanninum finnst jafnrétti kynjanna mikilvægt þá er líklegt að hann velji sér fyrirtæki sem borgar kynjunum jöfn laun og lætur kynferðislega áreitni ekki líðast á vinnustaðnum. Fyrirtæki sýna samfélagsábyrgð með því að gera það sem þau geta til að hafa jákvæð áhrif á náttúruna og fólkið sem starfsemin snertir. Ábyrgðin felst ekki í að slá upp fögrum frösum eða eingöngu gefa árlega til góðgerðamála. Samfélagsábyrgð felur í sér skipulagt mat á áhrifum fyrirtækisins á umhverfið og alla þá hópa sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þess, þar á meðal starfsfólkið. Hluti af því felst í að uppræta valdamisnotkun og kynferðislega áreitni. Þar axla fyrirtækin ábyrgð sína með raunverulegum aðgerðum. Með því að gefa skýr skilaboð um að valdbeiting verði ekki liðin, með verkferlum og öruggum leiðum til að láta vita af misbeitingu, með umræðu og fræðslu meðal starfsfólks og með þvi að bregðast rétt við þegar starfsfólk verður fyrir misbeitingu. Að skapa vinnustað jafnréttis skilar sér í betri vinnustað og í betri afkomu fyrirtækisins því þá fá þeir hæfileikaríku að njóta sín, ekki bara þeir sem beita valdi. Með reglulegum viðhorfskönnum og samtölum reyna fyrirtæki að meta hversu ánægt starfsfólkið er og hversu líklegt er að það vilji áfram vinna hjá þeim. Það hlýtur alltaf að vera keppikefli fyrirtækja að skapa góðan vinnustað, en þegar næga vinnu er að fá, þá getur það veitt mikilvægt samkeppnisforskot að vera hafa byggt upp ábyrgan vinnustað þar sem starfsfólk treystir og langar til að starfa hjá. Á Janúarráðstefnu Festu þann 25. janúar næstkomandi verður fjallað um hvernig ábyrgð í rekstri er arðsöm. Þar mun forsvarsfólk íslenskra fyrirtækja meðal annars ræða hvernig samfélagsábyrgð fyrirtækja getur haft jákvæð áhrif á starfsfólkið.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar