Tólf milljónir frá utanríkisráðuneytinu vegna náttúruhamfara í Indónesíu Heimsljós kynnir 22. október 2018 10:00 Frá Indónesíu Rauði krossinn Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að bregðast við náttúruhamförunum í Indónesíu með því að leggja fram 100 þúsund Bandaríkjadali, tæplega 12 milljónir króna. Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) ráðstafar framlaginu til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna. Að sögn Þórdísar Sigurðardóttir deildarstjóra mannúðaraðstoðar í utanríkisráðuneytinu má búast við að langan tíma taki að reisa við þau samfélög sem verst urðu úti í þessum náttúruhamförum og ljóst sé að þau þurfi umtalsverðan stuðning á meðan. „Stuðningurinn er veittur í samstarfi við heimamenn og samkvæmt viðbragðsáætlun sem gerð hefur verið og á að endurskoða að þremur mánuðum liðnum,“ segir Þórdís. Jarðskjálftar, sá stærsti 7,5 á Richter, sem riðu yfir miðhluta Sulawesi í Indónesíu 28. september og flóðbylgjan sem skall á ströndinni í kjölfarið, hafa þegar kostað að minnsta kosti 2.100 mannslíf. Ríflega 4.600 eru alvarlega slasaðir og tæplega 700 enn týndir. Líklegt er talið að þessar tölur eigi eftir að hækka. Hátt í 80 þúsund manns eru enn án heimilis. Auk fjárstuðningsins við OCHA er Ísland jafnframt með rammasamning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), sem er sérstakur sjóður undir Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum. Sjóðurinn er ætlaður til að bregðast við skyndilegu neyðarástandi og ráðuneytið leggur til 50 milljónir króna árlega í þann sjóð.OCHA IndónesíuÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að bregðast við náttúruhamförunum í Indónesíu með því að leggja fram 100 þúsund Bandaríkjadali, tæplega 12 milljónir króna. Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) ráðstafar framlaginu til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna. Að sögn Þórdísar Sigurðardóttir deildarstjóra mannúðaraðstoðar í utanríkisráðuneytinu má búast við að langan tíma taki að reisa við þau samfélög sem verst urðu úti í þessum náttúruhamförum og ljóst sé að þau þurfi umtalsverðan stuðning á meðan. „Stuðningurinn er veittur í samstarfi við heimamenn og samkvæmt viðbragðsáætlun sem gerð hefur verið og á að endurskoða að þremur mánuðum liðnum,“ segir Þórdís. Jarðskjálftar, sá stærsti 7,5 á Richter, sem riðu yfir miðhluta Sulawesi í Indónesíu 28. september og flóðbylgjan sem skall á ströndinni í kjölfarið, hafa þegar kostað að minnsta kosti 2.100 mannslíf. Ríflega 4.600 eru alvarlega slasaðir og tæplega 700 enn týndir. Líklegt er talið að þessar tölur eigi eftir að hækka. Hátt í 80 þúsund manns eru enn án heimilis. Auk fjárstuðningsins við OCHA er Ísland jafnframt með rammasamning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), sem er sérstakur sjóður undir Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum. Sjóðurinn er ætlaður til að bregðast við skyndilegu neyðarástandi og ráðuneytið leggur til 50 milljónir króna árlega í þann sjóð.OCHA IndónesíuÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent