Hvar vilja konur vinna? Edda Hermannsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 12:06 Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun