Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir skrifar 18. maí 2018 10:25 Loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra eru eitt af stærstu og brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi jarðarinnar geta valdið gríðarlegu og óafturkræfu tjóni í öllum löndum og hverri einustu borg. Líka á Íslandi og hér í Reykjavík. Í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar er stefnt að því að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2040. En stefna og markmið eru ekki nóg: Við verðum að stíga miklu fastar til jarðar og taka stærri skref til að ná þessum markmiðum.Borgarlína er góð - en ekki nóg Eitt stærsta skrefið sem við getum stigið er að greiða veg vistvænna samgangna. Lagning borgarlínu er ein mikilvægasta forsenda þess, og því leggjum við í Vinstri grænum höfuðáherslu á að hefja lagningu hennar tafarlaust. En borgarlínan ein og sér dugar ekki til. Við verðum að fjölga hjólastígum og aðgreina þá frá gangandi umferð því það hefur sýnt sig að þá hjóla fleiri og hjólreiðar verða öruggari. Við þurfum að efla strætó meðan við bíðum eftir borgarlínunni og með því að banna nagladekk getum við strax dregið úr svifryksmengun og bætt loftgæðin í borginni. Reykjavík á líka að gera meira til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu. Það þarf að koma fyrir hleðslustöðum við allar opinberar byggingar, í bílastæðahúsum og í íbúðargötum, og veita sérstakan stuðning við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við íbúðarhús. Við þurfum líka að endurheimta náttúrugæði og stórefla kolefnisbindingu, rækta skóga og endurheimta votlendi.Drögum úr neyslu og sóun Rót vandans er óheft neysluhyggja og kannski hugsanaleysi um sótspor okkar. Við þurfum því að ráðast af krafti í markvissa fræðslu og vitundarvakningu um sótspor okkar og hvað við getum gert til að minnka það. Með því að hvetja til matjurtaræktar og minni matarsóunar og með því að gera vegan fæði hærra undir í mötuneytum borgarinnar stuðlar borgin að neyslu sem skilur efitr sig minna sótspor. Vekjum fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að fara vel með okkar nánasta umhverfi og náttúruna og að vera ábyrgur neytandi. Það á eftir að skila sér í betra og heilsusamlegra samfélagi. Fyrir því ætla ég beita mér af krafti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Setjum X við V á laugardaginn og tryggjum aukin lífgæði og enn betri borg fyrir okkur öll.Líf Magneudóttir, Oddviti VG í borgarstjórnarkosningunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra eru eitt af stærstu og brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi jarðarinnar geta valdið gríðarlegu og óafturkræfu tjóni í öllum löndum og hverri einustu borg. Líka á Íslandi og hér í Reykjavík. Í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar er stefnt að því að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2040. En stefna og markmið eru ekki nóg: Við verðum að stíga miklu fastar til jarðar og taka stærri skref til að ná þessum markmiðum.Borgarlína er góð - en ekki nóg Eitt stærsta skrefið sem við getum stigið er að greiða veg vistvænna samgangna. Lagning borgarlínu er ein mikilvægasta forsenda þess, og því leggjum við í Vinstri grænum höfuðáherslu á að hefja lagningu hennar tafarlaust. En borgarlínan ein og sér dugar ekki til. Við verðum að fjölga hjólastígum og aðgreina þá frá gangandi umferð því það hefur sýnt sig að þá hjóla fleiri og hjólreiðar verða öruggari. Við þurfum að efla strætó meðan við bíðum eftir borgarlínunni og með því að banna nagladekk getum við strax dregið úr svifryksmengun og bætt loftgæðin í borginni. Reykjavík á líka að gera meira til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu. Það þarf að koma fyrir hleðslustöðum við allar opinberar byggingar, í bílastæðahúsum og í íbúðargötum, og veita sérstakan stuðning við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við íbúðarhús. Við þurfum líka að endurheimta náttúrugæði og stórefla kolefnisbindingu, rækta skóga og endurheimta votlendi.Drögum úr neyslu og sóun Rót vandans er óheft neysluhyggja og kannski hugsanaleysi um sótspor okkar. Við þurfum því að ráðast af krafti í markvissa fræðslu og vitundarvakningu um sótspor okkar og hvað við getum gert til að minnka það. Með því að hvetja til matjurtaræktar og minni matarsóunar og með því að gera vegan fæði hærra undir í mötuneytum borgarinnar stuðlar borgin að neyslu sem skilur efitr sig minna sótspor. Vekjum fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að fara vel með okkar nánasta umhverfi og náttúruna og að vera ábyrgur neytandi. Það á eftir að skila sér í betra og heilsusamlegra samfélagi. Fyrir því ætla ég beita mér af krafti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Setjum X við V á laugardaginn og tryggjum aukin lífgæði og enn betri borg fyrir okkur öll.Líf Magneudóttir, Oddviti VG í borgarstjórnarkosningunum
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar