Þetta er pistill um fótbolta – eða hvað? Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh!
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun