Trump er víða Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 5. maí 2018 10:00 Donald Trump er sennilega flinkasti popúlisti Vesturlanda. Þrátt fyrir harðar árásir fjölmiðla virðist engu skipta hversu mikið rugl kemur frá honum, hversu mörg hneykslismál rata upp á yfirborðið, alltaf flýtur Trump áfram. Eftir því sem hann lætur meira rugl frá sér fara, því ónæmari virðist hann verða fyrir gagnrýni. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði formann VR í fjölmiðlum 1. maí. Þar fór hann mikinn og sagði að verkalýðshreyfingin myndi fara í aðgerðir sem ekki hefðu sést hér á síðustu áratugum. Eitt af því var að beita verkfallsvopninu til að breyta vöxtum Seðlabankans, afnema verðtryggingu og ýmislegt annað smálegt. Slíkar aðgerðir eru ólöglegar með öllu og reyndar fráleit hugmynd að breyta vöxtum með verkföllum. En hið merkilega er að engum fjölmiðli sem Ragnar Ingólfsson talaði við hugkvæmdist að spyrja hann gagnrýninna spurninga, ólíkt því sem við sjáum í Bandaríkjunum í samskiptum fjölmiðla þar og Trumps. Þessi tegund af Trumpisma sem Ragnar Ingólfsson hefur tileinkað sér svo listilega er hættuleg fyrir allt launafólk á Íslandi, sérstaklega þá sem búa við lægstu launin. Við búum nefnilega svo vel að eiga nýlega sögu kjaradeilna hér á landi og hverjir það voru sem fóru verst út úr þeim, og það var ekki ríka fólkið. Fjölmiðlar hafa hingað til verið duglegir að útvarpa, sjónvarpa og prenta það sem Ragnar segir. Hvernig væri nú að taka áhættuna og byrja að spyrja gagnrýninna spurninga? Verkalýðshreyfingin hefur samkvæmt lögum gríðarlegt vald í samfélaginu, því valdi á að fylgja sama ábyrgð og sama eftirlit eins og á við um aðrar valdastofnanir þjóðfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Donald Trump er sennilega flinkasti popúlisti Vesturlanda. Þrátt fyrir harðar árásir fjölmiðla virðist engu skipta hversu mikið rugl kemur frá honum, hversu mörg hneykslismál rata upp á yfirborðið, alltaf flýtur Trump áfram. Eftir því sem hann lætur meira rugl frá sér fara, því ónæmari virðist hann verða fyrir gagnrýni. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði formann VR í fjölmiðlum 1. maí. Þar fór hann mikinn og sagði að verkalýðshreyfingin myndi fara í aðgerðir sem ekki hefðu sést hér á síðustu áratugum. Eitt af því var að beita verkfallsvopninu til að breyta vöxtum Seðlabankans, afnema verðtryggingu og ýmislegt annað smálegt. Slíkar aðgerðir eru ólöglegar með öllu og reyndar fráleit hugmynd að breyta vöxtum með verkföllum. En hið merkilega er að engum fjölmiðli sem Ragnar Ingólfsson talaði við hugkvæmdist að spyrja hann gagnrýninna spurninga, ólíkt því sem við sjáum í Bandaríkjunum í samskiptum fjölmiðla þar og Trumps. Þessi tegund af Trumpisma sem Ragnar Ingólfsson hefur tileinkað sér svo listilega er hættuleg fyrir allt launafólk á Íslandi, sérstaklega þá sem búa við lægstu launin. Við búum nefnilega svo vel að eiga nýlega sögu kjaradeilna hér á landi og hverjir það voru sem fóru verst út úr þeim, og það var ekki ríka fólkið. Fjölmiðlar hafa hingað til verið duglegir að útvarpa, sjónvarpa og prenta það sem Ragnar segir. Hvernig væri nú að taka áhættuna og byrja að spyrja gagnrýninna spurninga? Verkalýðshreyfingin hefur samkvæmt lögum gríðarlegt vald í samfélaginu, því valdi á að fylgja sama ábyrgð og sama eftirlit eins og á við um aðrar valdastofnanir þjóðfélagsins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar