Ísland axlar ábyrgð Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2018 07:00 Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. Þetta þýðir að Ísland verður, ef að líkum lætur, eitt í kjöri í aukakosningum til ráðsins sem haldnar verða í allsherjarþinginu um miðjan mánuðinn. Ísland hefur ekki áður setið í mannréttindaráðinu en hefur aftur á móti látið að sér kveða í krafti áheyrnaraðildar. Sjálfur ávarpaði ég ráðið, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, í febrúar í fyrra og fyrr á þessu ári fór ég aftur til Genfar í sama tilgangi. Framganga Íslendinga í mannréttindamálum hefur vakið athygli. Við höfum reynst ötulir talsmenn kynjajafnréttis og réttinda hinsegin fólks. Auk þess höfum við verið í broddi fylkingar ríkja sem vekja athygli á slæmu ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Þau mál komu síðast til umfjöllunar fyrir tæpum tveimur vikum þegar fastafulltrúi Íslands talaði í nafni næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Slagkraftur slíkra skilaboða er auðvitað þeim mun meiri sem samstaðan um þau er víðtækari. Sjálfur vakti ég athygli á því í ávarpi mínu í lok febrúar að það skyti skökku við að Filippseyjar, Sádi-Arabía, Venesúela og Egyptaland ættu sæti í mannréttindaráðinu, ríki sem reglulega væru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Brýnt er að gera umbætur á starfi ráðsins. Þótt ekki sé öruggt að árangur náist mun Ísland beita sér í þá veru og þannig stuðla að því að gera mannréttindum enn hærra undir höfði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland mun taka skýra afstöðu í mannréttindaráðinu en um leið miðla málum í þágu mannréttinda. Ég tel Ísland vel undir það búið að axla þá ábyrgð. Því ber að fagna að Íslandi gefist tækifæri til að láta gott af sér leiða með svo afgerandi hætti. Má rifja upp í þessu samhengi að sjötíu ár eru nú liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er auðvitað hornsteinninn sem byggt er á, tímamótaskjal sem vert er að halda í heiðri.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. Þetta þýðir að Ísland verður, ef að líkum lætur, eitt í kjöri í aukakosningum til ráðsins sem haldnar verða í allsherjarþinginu um miðjan mánuðinn. Ísland hefur ekki áður setið í mannréttindaráðinu en hefur aftur á móti látið að sér kveða í krafti áheyrnaraðildar. Sjálfur ávarpaði ég ráðið, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, í febrúar í fyrra og fyrr á þessu ári fór ég aftur til Genfar í sama tilgangi. Framganga Íslendinga í mannréttindamálum hefur vakið athygli. Við höfum reynst ötulir talsmenn kynjajafnréttis og réttinda hinsegin fólks. Auk þess höfum við verið í broddi fylkingar ríkja sem vekja athygli á slæmu ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Þau mál komu síðast til umfjöllunar fyrir tæpum tveimur vikum þegar fastafulltrúi Íslands talaði í nafni næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Slagkraftur slíkra skilaboða er auðvitað þeim mun meiri sem samstaðan um þau er víðtækari. Sjálfur vakti ég athygli á því í ávarpi mínu í lok febrúar að það skyti skökku við að Filippseyjar, Sádi-Arabía, Venesúela og Egyptaland ættu sæti í mannréttindaráðinu, ríki sem reglulega væru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Brýnt er að gera umbætur á starfi ráðsins. Þótt ekki sé öruggt að árangur náist mun Ísland beita sér í þá veru og þannig stuðla að því að gera mannréttindum enn hærra undir höfði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland mun taka skýra afstöðu í mannréttindaráðinu en um leið miðla málum í þágu mannréttinda. Ég tel Ísland vel undir það búið að axla þá ábyrgð. Því ber að fagna að Íslandi gefist tækifæri til að láta gott af sér leiða með svo afgerandi hætti. Má rifja upp í þessu samhengi að sjötíu ár eru nú liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er auðvitað hornsteinninn sem byggt er á, tímamótaskjal sem vert er að halda í heiðri.Höfundur er utanríkisráðherra
Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun