Erlent

Leita vitna að morðinu á Kim

Andri Eysteinsson skrifar
Tvær konur hafa verið handteknar, lögreglan leitar tveggja annara sem talið er að hafi verið vitni að morðinu,
Tvær konur hafa verið handteknar, lögreglan leitar tveggja annara sem talið er að hafi verið vitni að morðinu, Vísir/EPA
Malasíska lögreglan leitar nú tveggja kvenna sem hún telur að geti varpað ljósi á morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu.

Talið er að hin 24 ára gamla Raisa Rinda Salma og Dessy Meyrisinta sem er 33 ára gömul hafi orðið vitni að morðinu og vill lögregla að þær beri vitni. BBC greinir frá.

 

Töldu sig vera hluti af sjónvarpsþætti.

Kim lést í febrúar mánuði 2017 á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpur, höfuðborg Malasíu. Við rannsókn málsins fundust leifar af taugaeitrinu VX á andliti Kim.

Tvær konur, þær Siti Aisyah frá Indónesíu og Doan Thi Houng frá Víetnam voru handteknar, grunaðar um að hafa makað eitrinu á andlit mannsins.

Þær stöllur hafa báðar lýst yfir sakleysi sínu og segja að þær hafi verið blekktar af norðurkóreskum útsendurum.

Verjendur kvennanna segja að þær hafi verið beðnar um að maka efninu, sem er bæði litar og lyktarlaust, á andlit mannsins sem hrekk í sjónvarpsþætti.

Konurnar segja að þær hafi gert svipaða hrekki víða um borgina dagana áður en Kim var myrtur.

Verði konurnar dæmdar sekar um morðið verða þær hengdar.



Talaði gegn fjölskyldu sinni.

Norðurkóresk yfirvöld firra sig allri ábyrgð en rauð viðvörun hefur verið gefin út af Interpol vegna fjögurra manna sem talið er að séu norðurkóreskir, en þeir flúðu Kúala Lúmpúr sama dag og Kim var myrtur.

Kim var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó.

Hann hafði einnig talað gegn yfirráðum fjölskyldu sinnar og sagði hálfbróður sinn skorta leiðtogahæfileika í bók sem kom út árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×