Í Hálsaskógi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 „Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun