Útreiðartúr á tígrisdýri Þorvaldur Gylfason skrifar 29. mars 2018 09:00 Miklir atburðir gerast nú úti í heimi. Kalt stríð milli Bandaríkjamanna, Breta og margra annarra Evrópuþjóða annars vegar og Rússa hins vegar kann að vera í uppsiglingu. Viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína kann einnig vera í aðsigi. Fyrstu skrefin hafa þegar verið stigin. Við bætast viðsjár í Austurlöndum nær þar sem Íran og Sádi-Arabía eigast við grá fyrir járnum í gegnum milliliði í Jemen, Sýrlandi og víðar með virkri aukaaðild Bandaríkjamanna, Rússa o.fl. og veitist ýmsum betur. Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Trump Bandaríkjaforseti skiptast á hótunum um kjarnorkuárásir. Stríð hefur geisað í Kongó frá 1998 með hléum og miklu mannfalli.Réttlætingar með lygum rýra traust Ófriðarhorfurnar um heiminn eru að því leytinu til uggvænlegri nú en oft áður að Bandaríkin sem voru hryggjarstykkið í bandalagi lýðræðisríkjanna eftir 1945 hafa glatað trausti. Til þess liggja ýmsar ástæður. Nú er t.d. komið í ljós að Víetnamstríðið var réttlætt með lygum líkt og innrás Bandaríkjanna, Bretlands o.fl. ríkja í Írak 2003 var réttlætt með lygum. Margt bendir til að skýring bandarískra yfirvalda á morðinu á Kennedy forseta 1963 reist á niðurstöðu Warren-nefndarinnar sé röng eins og Bandaríkjaþing ályktaði 1978 án þess að kafa til botns. Enn er skjölum um morðið haldið leyndum fyrir almenningi til að vernda meinta þjóðaröryggishagsmuni að sögn Trumps forseta, en lokaskjalanna er að vænta nú í apríl nema leyndin verði framlengd. Bandaríkjastjórn hefur, stundum ásamt leyniþjónustunni CIA, steypt fjórtán ríkisstjórnum af stóli frá Havaí 1893 til Íraks 2003, þar á meðal lýðræðislega kjörnum stjórnum í Íran 1953 og Síle 1973. Allt þetta hefur grafið undan áliti Bandaríkjanna þrátt fyrir mikinn árangur landsins á mörgum sviðum.Trump forseti er kafli út af fyrir sig Við bætist að nú situr í Hvíta húsinu maður sem hótar kjarnorkuárásum, er hlynntur pyndingum, leggur nýnasista að jöfnu við andstæðinga þeirra, dregur skv. mörgum prentuðum heimildum á eftir sér langan glæpaslóða og liggur undir grun um að vera undir hælnum á Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin fá nú miklu minna en fullt hús stiga í mati stjórnmálafræðinga á lýðræði í heiminum.+Kannanir Gallups sýna að Trump forseti hefur frá því hann tók við embætti í janúar 2017 notið stuðnings allt að 40% bandarískra kjósenda (og langflestra skráðra repúblikana) meðan allt að 60% kjósenda eru honum andsnúin. Hann náði kjöri 2016 vegna galla á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tryggði honum meiri hluta í kjörráði (e. Electoral College) þótt hann hlyti þrem milljónum færri atkvæði á landsvísu en keppinautur hans úr röðum demókrata. Svipað gerðist árið 2000 þegar Hæstiréttur gerði George W. Bush að forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum.Hæstiréttur brást Kjörráðsákvæðið er ekki eini alvarlegi gallinn á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þar er einnig að finna ákvæði um frelsi til að bera vopn svo sem ástæða þótti til á ofanverðri 18. öld. Þetta ákvæði hefur bandaríska byssuvinafélagið (National Rifles Association, NRA) notað til að hræða Bandaríkjaþing frá því að innleiða skilvirkt skotopnaeftirlit. John Paul Stevens sem var hæstaréttardómari 1975-2010, lengur en flestir aðrir dómarar í sögu réttarins, birti nýlega grein í New York Times þar sem hann rifjar upp að félagi hans Warren Burger, forseti réttarins 1969-1986, kallaði túlkun NRA á stjórnarskránni „einhver mestu svik, segi og skrifa svik, sem bandaríska þjóðin hefur mátt þola af hálfu hagsmunasamtaka um alla mína daga.“ [Mín þýðing, ÞG.] Hæstiréttur innsiglaði svikin 2008 með því að staðfesta þessa rangtúlkun byssuvinafélagsins á úreltu ákvæði stjórnarskrárinnar. Og fjöldamorðin halda áfram í skólum og annars staðar. Byssur eru fleiri í Bandaríkjunum en fullorðið fólk. Stevens leggur til að byssuverndarákvæðið verði numið brott úr stjórnarskránni úr því að Hæstiréttur brást. Hæstiréttur bætti síðan gráu ofan á svart 2010 með því að létta öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálamanna og flokka. Í ljósi þessara tveggja dóma Hæstaréttar verður það skiljanlegt hvers vegna bandarískir þingmenn, einkum repúblikanar, sitja og standa eins og byssuvinafélagið býður þeim. Þeir fóru í útreiðartúr á tígrisdýri. Bandarískir byssuvinir eru ekki einir um hituna. Lyfjafyrirtæki, bankar o.fl. hafa keypt sér mikil ítök meðal bandarískra stjórnmálamanna á kostnað almennings. Lýðræðinu blæðir, einnig hér heima þar sem peningar, iðulega illa fengnir, virðast nú hafa meiri áhrif á Alþingi en nokkru sinni fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Miklir atburðir gerast nú úti í heimi. Kalt stríð milli Bandaríkjamanna, Breta og margra annarra Evrópuþjóða annars vegar og Rússa hins vegar kann að vera í uppsiglingu. Viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína kann einnig vera í aðsigi. Fyrstu skrefin hafa þegar verið stigin. Við bætast viðsjár í Austurlöndum nær þar sem Íran og Sádi-Arabía eigast við grá fyrir járnum í gegnum milliliði í Jemen, Sýrlandi og víðar með virkri aukaaðild Bandaríkjamanna, Rússa o.fl. og veitist ýmsum betur. Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu og Trump Bandaríkjaforseti skiptast á hótunum um kjarnorkuárásir. Stríð hefur geisað í Kongó frá 1998 með hléum og miklu mannfalli.Réttlætingar með lygum rýra traust Ófriðarhorfurnar um heiminn eru að því leytinu til uggvænlegri nú en oft áður að Bandaríkin sem voru hryggjarstykkið í bandalagi lýðræðisríkjanna eftir 1945 hafa glatað trausti. Til þess liggja ýmsar ástæður. Nú er t.d. komið í ljós að Víetnamstríðið var réttlætt með lygum líkt og innrás Bandaríkjanna, Bretlands o.fl. ríkja í Írak 2003 var réttlætt með lygum. Margt bendir til að skýring bandarískra yfirvalda á morðinu á Kennedy forseta 1963 reist á niðurstöðu Warren-nefndarinnar sé röng eins og Bandaríkjaþing ályktaði 1978 án þess að kafa til botns. Enn er skjölum um morðið haldið leyndum fyrir almenningi til að vernda meinta þjóðaröryggishagsmuni að sögn Trumps forseta, en lokaskjalanna er að vænta nú í apríl nema leyndin verði framlengd. Bandaríkjastjórn hefur, stundum ásamt leyniþjónustunni CIA, steypt fjórtán ríkisstjórnum af stóli frá Havaí 1893 til Íraks 2003, þar á meðal lýðræðislega kjörnum stjórnum í Íran 1953 og Síle 1973. Allt þetta hefur grafið undan áliti Bandaríkjanna þrátt fyrir mikinn árangur landsins á mörgum sviðum.Trump forseti er kafli út af fyrir sig Við bætist að nú situr í Hvíta húsinu maður sem hótar kjarnorkuárásum, er hlynntur pyndingum, leggur nýnasista að jöfnu við andstæðinga þeirra, dregur skv. mörgum prentuðum heimildum á eftir sér langan glæpaslóða og liggur undir grun um að vera undir hælnum á Pútín Rússlandsforseta. Bandaríkin fá nú miklu minna en fullt hús stiga í mati stjórnmálafræðinga á lýðræði í heiminum.+Kannanir Gallups sýna að Trump forseti hefur frá því hann tók við embætti í janúar 2017 notið stuðnings allt að 40% bandarískra kjósenda (og langflestra skráðra repúblikana) meðan allt að 60% kjósenda eru honum andsnúin. Hann náði kjöri 2016 vegna galla á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tryggði honum meiri hluta í kjörráði (e. Electoral College) þótt hann hlyti þrem milljónum færri atkvæði á landsvísu en keppinautur hans úr röðum demókrata. Svipað gerðist árið 2000 þegar Hæstiréttur gerði George W. Bush að forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum.Hæstiréttur brást Kjörráðsákvæðið er ekki eini alvarlegi gallinn á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þar er einnig að finna ákvæði um frelsi til að bera vopn svo sem ástæða þótti til á ofanverðri 18. öld. Þetta ákvæði hefur bandaríska byssuvinafélagið (National Rifles Association, NRA) notað til að hræða Bandaríkjaþing frá því að innleiða skilvirkt skotopnaeftirlit. John Paul Stevens sem var hæstaréttardómari 1975-2010, lengur en flestir aðrir dómarar í sögu réttarins, birti nýlega grein í New York Times þar sem hann rifjar upp að félagi hans Warren Burger, forseti réttarins 1969-1986, kallaði túlkun NRA á stjórnarskránni „einhver mestu svik, segi og skrifa svik, sem bandaríska þjóðin hefur mátt þola af hálfu hagsmunasamtaka um alla mína daga.“ [Mín þýðing, ÞG.] Hæstiréttur innsiglaði svikin 2008 með því að staðfesta þessa rangtúlkun byssuvinafélagsins á úreltu ákvæði stjórnarskrárinnar. Og fjöldamorðin halda áfram í skólum og annars staðar. Byssur eru fleiri í Bandaríkjunum en fullorðið fólk. Stevens leggur til að byssuverndarákvæðið verði numið brott úr stjórnarskránni úr því að Hæstiréttur brást. Hæstiréttur bætti síðan gráu ofan á svart 2010 með því að létta öllum hömlum af fjárframlögum til stjórnmálamanna og flokka. Í ljósi þessara tveggja dóma Hæstaréttar verður það skiljanlegt hvers vegna bandarískir þingmenn, einkum repúblikanar, sitja og standa eins og byssuvinafélagið býður þeim. Þeir fóru í útreiðartúr á tígrisdýri. Bandarískir byssuvinir eru ekki einir um hituna. Lyfjafyrirtæki, bankar o.fl. hafa keypt sér mikil ítök meðal bandarískra stjórnmálamanna á kostnað almennings. Lýðræðinu blæðir, einnig hér heima þar sem peningar, iðulega illa fengnir, virðast nú hafa meiri áhrif á Alþingi en nokkru sinni fyrr.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun